Bláberjamuffins

IMG_6146-2Innihald: / 3 egg / 1 eggjarauða / 1 1/2 dl sukrin melis (eða flórsykur) / 4 msk kókosolía / 3/4 dl möndlumjólk / 3/4 dl kókoshveiti / 3 msk whole psyllium husk / smá salt / 1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft / 2 tsk kanill / 1/2 tsk vanilluduft / 1 tsk kardimommuduft / 3 dl bláber / 1 msk kartöflumjöl eða tapica mjöl / 2 msk sukrin melis (eða flórsykur) / ca. 1/2 dl hakkaðar möndlur.

  1. Þeytið saman í hrærivél egg, eggjahvítu og sukrin melis þar til það verður létt og ljóst.
  2. Bræðið kókosolíuna (ég set krukkuna bara undir sjóðandi vatn), blandið henni saman við mjólkina ásamt vanilluduftinu, kardimommunni og saltinu og hellið öllu saman við eggin. Þeytið saman.
  3. Blandið saman kókoshveiti, vínsteinslyftidufti, huski og salti og setjið saman við deigið.
  4. Hrærið saman þar til þetta fer að líta út eins og deig og látið svo standa í 15-20 mín.  Deigið er samt klístrað og er ekki eins og venjulegt deig.
  5. Því næst hrærið þið saman kartöflumjölinu og sukrin melis og veltið bláberjunum upp úr. Þá blandið þið bláberjunum varlega saman við deigið.
  6. Setjið í muffinsform og stráið hökkuðum möndlum yfir.
  7. Þessi uppskrift er í ca. 8 muffinsform.
  8. Bakið við 175gr í 12-15 mínútur eða þar til liturinn er orðinn fallegur.

Hverjum finnst ekki bláber góð? HALLÓ! Bláber eru ofurfæða og eitt það allra hollasta sem fyrirfinnst. Ég notaði frosin bláber en það er örugglega alveg rosalega gott að nota fersk.

Glútenlaus bakstur er alls ekki eins og venjulegur bakstur og deigin eru oftast mjög blaut. Þannig eiga þau að vera og þess vegna á ekki að bæta við hveitimjöli til að ráða betur við deigið því þá verður útkoman algjör steypuklumpur.

Leave a Reply