Bolludagsbollur / sænskar semlur

IMG_1938_2-5Deig: / 100 g mjúkt smjör / 1/2 bolli mjólk / 25 g þurrger / 2 1/3 bolli (325 g) glútenlaust hveiti eins og Miel Mix (sjá mynd neðar) eða All Purpous Baking Flour / 1 egg / 50 g erýtrítól með stevíu / 1 tsk vínsteinslyftiduft / 2 tsk kardimommukrydd / 1/2 tsk salt.

Þessi uppskrift gerir 9 bollur

  1. Byrjið á að skera smjörið niður í litla bita, setjið í pott og bræðið við vægan hita.
  2. Bætið mjólkinni út í og hitið að 37 gráðum.
  3. Setjið þurrefnin í hrærivélaskál ásamt egginu og hellið vökvanum yfir. Hnoðið saman með hnoðaranum í hrærivélinni (ég er svo lánsöm að eiga Kitchen Aid græju). Deigið á að vera aðeins klístrað en samt verða þau að vera meðfærlegt.
  4. Setjið klút yfir hrærivélaskálina og látið hefast í 45 mín.

Möndlumassi/fylling: / 100 g möndlumjöl / 80 g erýtrítól / 3 msk vatn / 1/2-1 tsk kardimommukrydd / 1/4 tsk vanilluduft / 3 msk rjómi (óþeyttur) / VAL: 25 g fínt saxaðar eða hakkaðar, hvítar möndlur (hægt að rista á pönnu eða í ofni í 5 mín).

  1. Fyllinguna getið þið geymt í kæli meðan þið gerið bollurnar.
  2. Möndlumassinn er frekar sætur en það er hægt að minnka sætukeiminn með því að mylja deigið sem kemur úr holunni á bollunum út í möndlumassann (sjá neðar).

Þeyttur rjómi: / 300 ml rjómi / 1 msk fínmöluð strásæta frá Via Health eða flórsykur / smá vanilluduft eða 1/2 tsk vanilla extrakt / fínmöluð strásæta eða flórsykur til skreytingar.

 

Þegar deigið hefur hefast í 45 mínútur þá er hægt að búa til bollur og þá kveikir þú á ofninum og hitar í 220 gr. Ég vigtaði bollurnar (ca. 80 gr hver) og hnoðaði hverja mjög vel í höndunum. Síðan smurði ég smá eggi yfir til að fá gljáa. IMG_1870_2-2

Setjið klút yfir plötuna og látið hefast aftur í ca. 45 mínútur og bakið svo við 220 gr. í ca. 10-13 mínútur.

Þegar bollurnar eru tilbúnar og búnar að kólna þá skerið þið toppinn af og búið til smá holu í miðjunni á bollunni. Setjið fyllinguna þar í og dreifið henni líka um yfir brúnirnar.

Ég bjó einu sinni í Svíþjóð og Svíar borða svona bollur frá áramótum og fram að páskum, eða þá fást þær í bakaríunum. Í þeim er marsípanfylling en ekki sulta en hér notuðum við þessa möndlufyllingu.

IMG_1887_2-2

 

IMG_1888_2-2

 

IMG_1906_2

 

Þeytið rjómann, setjið í sprautupoka og ofan á hverja bollu og setjið lokið ofaná. Skreytið bollurnar með flórsykrinum/fínmöluðu strásætunni.

IMG_1908_2

 

IMG_1922_2-2

 

IMG_1953_2-3

 

IMG_1881_2Þessi frábæra hveitiblanda frá Bauckhof er glútenlaus og frábær í svona bakstur því hún er sterkjumikil. Ég hef stundum notað All Purpous Baking Flour í bakstur en finn alltaf eitthvað skrítið bragð af því. Ég fann það ekki þegar ég notaði þessa blöndu. Ég fékk þessa á Gló Fákafeni. Þeir hjá Bauckhof eru alveg frábærir – 100% lífrænir og vinna eftir hugsjónum Rudolph Steiner. Eru með eina allra, allra flottustu mylluna þar sem allt er steinmalað.

Ég rakst á þessa uppskrift á hinni ómótstæðilegu vefsíðu: http://www.callmecupcake.se en átti smá við uppskriftina. Ég held hreinlega að callmecupcake sé ein flottasta síða í heimi, myndirnar hennar Lindu Lomelino eru hreint ævintýri. Ég fann hana fyrst á Instagram. Fáránlega flott svo ég varð að prófa þessa uppskrift. Ég ólst upp við að mamma bakaði bollur á bolludaginn og sá dagur var alltaf svolítið hátíðlegur en litla fjölskyldan mín er ekki mikið bolludagsfólk, krakkarnir mínir eru ekki mikið fyrir rjóma og maðurinn minn er ekki mikið fyrir sætabrauð. En þau voru öll rosa ánægð með þessar bollur. Ég er heldur ekkert rosalega góð í svona gerbakstri og enn og aftur hringdi ég hotline í Elínu vinkonu sem er alltaf með svörin við öllu. Takk fyrir hjálpina elsku vinkona. Þú ert bara snillingur.

 

Ljomandi-bordi_3

Leave a Reply