Archive of ‘Millimál’ category

Hinn daglegi græni djús

IMG_4789 Innihald: / 2-3 lúkur spínat eða annað kál / 1/2 sítróna eða lime / 1/2 – 1 grænt epli / 1/3 gúrka / 1-2 sellerístilkar / 2-3 cm engiferrót / 4 dl vatn / val: lúka af myntu eða kóríander.

Aðferð: ég set allt í blandarann og sía svo hratið frá gegnum síupoka sem fæst í Ljósinu Langholtsvegi. Stundum þegar ég hef ekki mikinn tíma set ég allt í blandarakönnuna nema vatnið og geymi inni í ísskáp. Bæti svo vatninu út í um morguninn, sía hratið frá og þá er djúsinn tilbúinn strax fyrir tvo.

Ég hef gert þennan djús á morgnana í mörg ár og ætla að gera hann út lífið. Stundum tek ég pásu en mér finnst alltaf jafngott að byrja daginn á grænum djús og ekki bara mér heldur manninum mínum líka. Þetta er innblástur frá djúsnum hennar Sollu, hinn daglegi græni djús en stundum bæti ég í hann myntu og þá er hann extra góður. Hvar værum við án Sollu segi ég bara :)

EN það er vandlifað og ég má ekki ofnota spínat vegna þess að ég er með vanvirkan skjaldkirtil. Þess vegna er mjög gott að skipta um káltegund reglulega og festast ekki í einni tegund eingöngu heldur reyna að nota sem fjölbreyttast. Það tekur enga stund að útbúa hann þegar þetta er komið í rútínu.

Hveitigrasskot

IMG_4008Hveitigras er mjög orkugefandi og inniheldur allt að 70% blaðgrænu. Safinn sem pressaður er úr lífrænt ræktuðu hveitigrasi er fullur af næringarefnum, vítamínum, steinefnum, ensímum og  blaðgrænu (chlorophyll).

Blaðgrænan svipar mjög til uppbyggingar hemoglobíns í blóði, er auðmeltanleg og gefur orku því hún frásogast hratt út í blóðið. Þá losar hveitigrasið okkur við uppsöfnuð eiturefni. Það er best að fá sér hveitigras á morgnana, sérstaklega á fastandi maga. Til að gera hveitigrasskot heima þarftu að eiga safapressu með snigli.

Ég tek stundum svona tarnir í hveitigrasi og gleymi því svo lengi inn á milli. En ég finn það gerir mér gott þegar ég nenni þessu.

http://thechalkboardmag.com/50-reasons-to-drink-wheatgrass-everyday

1 3 4 5