Archive of ‘Millimál’ category

Hneturnar hans Davíðs

IMG_5771Ég elska hnetur og á þær alltaf til að grípa í. Þær eru fullar af próteinum og fitu.

Í frábæru bókinni hans Davíðs Kristinssonar 30 dagar leið til betra lífs sá ég einstakt ráð varðandi hnetur.

Ég lagði einn stóran poka af valhnetum og einn af pecanhnetum í bleyti í 2-6 klst. með salti út í (4 bollar hnetur – 2 msk himalayasalt). Síðan dreifði ég þeim á bökunarplötu, stráði smá salti yfir, stillti ofninn á 60 gráður og þurrkaði hneturnar yfir nótt (amk. 12 tíma). Setti svo í glerkrukku þegar þær höfðu kólnað og inn í ísskáp. Svona meltast hneturnar miklu betur sérstaklega ef meltingin er léleg.

Frábært ráð finnst mér og hneturnar bragðast sjúklega vel. Takk fyrir þetta Davíð!

Skonsubollur

IMG_5731Innihald: / 1 dl bókhveitimjöl / 1 dl maísmjöl/möndlumjöl eða teffmjöl / 1/2 dl möluð hörfræ / 2 tsk whole psyllium husk / 2 tsk vínsteinslyftiduft / smá klípa salt / 3 dl hrís- eða möndlumjólk / 2 msk kókosolía.

  1. Hiitið kókosolíuna og mjólkina saman í potti við lágan hita.
  2. Blandið þurrefnunum saman og hellið mjólkinni í.
  3. Hrærið þar til deigið verður þykkt og leyfið því að standa í amk. 5 mínútur.
  4. Gerið 5-6 bollur og setjið falleg fræ ofaná.
  5. Bakið í 10-15 min við 200gr.

Þessi uppskrift er t.d. tilvalin á helgarmorgunverðarborðið þegar fólk getur gefið sér tíma í svoleiðis. Hvað er betra en að fá sér heita skonsu? Hægt að gera hana hnetulausa með því að skipta út möndlumjölinu fyrir bókhveiti eða maísmjöl. Ég notaði teffmjöl og bókhveitimjöl í þessa uppskrift en teffmjölið gerir bollurnar svona dökkar. Og smurði með fullt af smjöri… ummmm!

IMG_5724

Þessi uppskrift er frá hurbrasomhelst.se

 

Speltvöfflur

IMG_5875Innihald: / 300 g gróft spelt / 100 g kókoshveiti / 5 msk kókosolía eða 50 g smjör / 2 egg / 2 tsk vanillu- eða möndludropar / 400 ml kókosmjólk og/eða möndlumjólk / 300 ml vatn.

  1. Hrærið saman þurrefnunum.
  2. Mér finnst gott að blanda saman öllum vökvanum og hella svo yfir þurrefnin og hræra þannig saman í deig.
  3. Gott með jarðarberja-sultulínu og þeyttum rjóma.

IMG_5835

Paprikuhummus

IMG_5174Innihald: / 1 dós kjúklingabaunir / 3 msk tahini / 2 hvítlauksrif / 1/2 rauð paprika / 2 msk ólífuolía / 1/2 tsk tamarisósa / 1/4 tsk cummin / ögn cayennepipar / smá vatn

Aðferð: setjið allt í blandarann eða matvinnsluvélina og maukið þar til verður að hummus. Einfalt, hollt og gott. Gott með hrökkbrauði.

Hrökkbrauð með paprikubragði

IMG_5172Innihald: / 1 dl möndlumjöl / 1 dl rísmjöl / 2 1/2 dl fimmkornablanda frá LÍF eða önnur fræ / 2 msk kókosolía / 2 1/2 dl soðið vatn / 1 msk paprikuduft / smá salt

  1. Blandið þurrefnunum saman.
  2. Sjóðið vatn, setjið kókosolíuna út í og blandið saman við deigið.
  3. Setjið bökunarpappír á plötu, deigið þar ofaná og breiðið úr deiginu með því að setja annan bökunarpappír ofaná deigið og fletið þannig út með höndunum.
  4. Hægt að strá salti eða einhverjum fræjum yfir og ef ég geri það þá finnst mér gott að setja aftur bökunarpappírinn yfir og þrýsta smá.
  5. Skerið í deigið með pizzaskera.
  6. Bakið í 30-40 mín á 175gr.

Rauðrófuhummus

IMG_4716Innihald: 1 rauðrófa meðalstór / 1 msk sjávarsalt  / 2 msk ólífuolía eða meira ef þarf / 1 rifið hvítlauksrif / 1 msk cummin / 2 msk sítrónusafi / 2 msk tahini / 2 msk vatn.

  1. Stillið ofninn á 200gr.
  2. Afhýðið og skerið rauðrófuna í bita og setjið í eldfast mót.
  3. Hellið ólífuolíu yfir, saltið og bakið í ca. 30 mín.
  4. Þegar þær eru bakaðar eru rauðrófurnar og olían af þeim sett í matvinnsluvél ásamt öllu hinu og maukað.

Rauðrófur eru ótrúlega hollur matur, rosalega járnríkar og af því ég er frekar blóðlítil og þarf að passa upp á járnmagnið var mér ráðlagt að borða og djúsa rauðrófur. Mér fannst það ekki spennandi en lét mig hafa það að djúsa þær. Svo komst upp á lagið með að gera þetta ótrúlega góða rauðrófumauk sem er algjör snilld. Hugmyndin af því kemur úr Happ, happ, húrra bókinni en þar er notað hunang til að sæta áður en rauðrófurnar eru settar inn í ofninn sem er óóótrúlega gott. En þetta er alls ekki verra og minni sykur :O)  Ég nota það mest sem álegg, með gulrótum og gúrkum og það er geggjað með heimagerðum pizzum.

IMG_5646-2

Jarðarberja-sultulína

IMG_5500Innihald: / 250g jarðarber /  2 msk chiafræ / 10 steviudropar.

  1. Setjið fersk eða frosin jarðarber í pott ásamt chiafræjunum og hitið eða sjóðið í ca. 5 mínútur.
  2. Hrærið í þar til verður að mauki.
  3. Sætið með steviudropunum. Tilbúin sulta!

Þessi sulta er svo mikið lostæti og yfirburða holl að auki. Elín vinkona mín er snillingur í eldhúsinu og meistari í kökugerð. Hún kenndi mér að gera þessa sultu og þess vegna heitir hún sultulína :O)

Ebbugrautur

IMG_4422Innihald: / 1 dl quinoa / 2 dl vatn / 1/2 dl chiafræ / ferskir mangóbitar eða annar ávöxtur / smá sítrónuólífuolía

  1. Munið að leggið quinoa í bleyti yfir nótt.
  2. Morguninn eftir skolið quinoa með köldu vatni, setjið í pott ásamt 2 dl af vatni og sjóðið í 10-15 mín.
  3. Á meðan setjið þið chiafræ í bleyti og hrærið af og til í á meðan fræin eru að drekka í sig vökvann.
  4. Þegar grauturinn er tilbúinn fer quinoa í skál, blandið chiafræjunum saman við og skerið mangó út í.
  5. Hellið svo aðalatriðinu út, sítrónuólífuolíunni. Hún gerir svo mikið bragð og þá fáum við einnig aukaskammt af omega-9. Tilbúinn dásamlegur morgunmatur!

Mangó er með mjög hátt frúktósamagn þannig að ef þú ert að minnka við þig sykur og ávaxtasykur gæti verið sniðugt að nota kiwi í staðinn. Mangó er samt basískur ávöxtur en ekki súr fyrir líkamann. Kíkið á Dr. Mercola, þar finnið þið lista yfir frúktósamagn í nokkrum ávöxtum. Þið verðið að skrolla aðeins niður á síðunni þegar þið eruð búin að klikka á linkinn hér við hliðina til að finna þetta (1).

Þessi morgunmatur er svo mikil tær snilld og mér líður svo ótrúlega vel þegar ég byrja daginn á honum. Reyndar borða ég morgunmat frekar seint því mér líður yfirleitt best ef ég drekk bara í byrjun dags. Þessi grautur er fullur af næringarefnum og svo er höfundur hans bara svo dásamlega sjarmerandi kona, Ebba Guðný. Og það besta er að Edda mín 12 ára er farin að biðja um hann reglulega á morgnana sem er frábært.

http://www.mbl.is/smartland/heilsa/2012/08/21/chiagrautur_ebbu_gudnyjar/

Blómkálspopp

.

IMG_4196-2Innihald: 1 lítið blómkálshöfuð / 2 msk ólífuolía / 2-3 msk næringarger / smá salt.

  1. Takið eins mikið blómkál og þið ætlið að borða, segjum 1/2 stórt eða heilt lítið og rífið niður í höndunum í munnbita.
  2. Best er að nota ílát sem hægt er að loka eins og t.d. nestisbox.
  3. Setjið slatta af ólífuolíu, smá salt og ca. 3 msk næringarger yfir.
  4. Lokið boxinu og hristið…. þá eru þið að poppa (það kemur popphljóð án gríns).

Ef ykkur finnst vanta bragð þá bara setja meira næringarger.  Þetta er uppskriftin sem Solla snillingur gerði í þættinum Heilsugengið fyrir Lindu P.  Næringager getur þó farið í magann á sumum svo takið eftir því ef það gerist hjá ykkur og ég þarf að passa mig að borða ekki of mikið af hráu blómkáli út af skjaldkirtlinum.

Súkkulaði og bananasmoothie fyrir krakka

IMG_4662Innihald: 1 banani / 1 dl spínat / 2 dl möndlumjólk / 2 msk kakó / 1 tsk sólblómafræ / 1 tsk kasjúhnetur / 3-4 pecanhentur / 2 tsk akasíuhunang / 1 tsk hörfræolía eða hampolía (omega-3) / 1/2 tsk vanilluduft / smá salt

  1. Malið sólblómafræin, kasjúhneturnar og pecanhneturnar í kaffikvörn.
  2. Allt sett í blandarann og nokkrir klakar. Sólblómafræin gefa frá sér sérstakt bragð svo ef krakkarnir eru ekki að fýla þennan prufið þá að sleppa sólblómafræjunum.

Ég klippti þessa uppskrift úr Morgunblaðinu fyrir löngu, löngu síðan og man ekkert frá hverjum hún kemur.

1 2 3 4 5