Archive of ‘Sykurlaust’ category

Ljómandi grænt boost

IMG_0787_2Innihald: / 1/2 greip / 1/2 grænt epli / 1/3 gúrka / handfylli grænt salat / 1/2 sítróna / handfylli mynta eða kóríander / 1 tsk chiafræ / 1 bolli vatn eða kókosvatn / 2 tsk græna bomban.

  1. Setjið allt í blandarann og mixið saman.
  2. Ef þið viljið nota djúsvél þá djúsið þið greipið, eplið, gúrkuna, salatið, sítrónuna og kryddjurtirnar og hrærið svo restinni út.

Grænu bombuna hef ég tekið lengi. Hún er öflug og næringarrík jurtabanda sem fæst í Jurtaapótekinu sem inniheldur spirulina, bygggras, steinselju, cholrellu og rauðrófur. Hún styrkir ónæmiskerfið, örvar brennslu hitaeininga, lækkar kólesterólið í blóðinu og vinnur gegn öldrun ásamt því sem hún hreinsar lifrina, styrkir flóruna í ristlinum og brýtur niður fitu. Græna bomban inniheldur m.a. amínósýrur, beta-karótín, fólínsýru, járn, joð, kalk, kalíum, kísil, magnesíum, selen, SOD-ensím, zink, A-vítamín, B12-vítamín, C-vítamín, E-vítamín.

Uppskriftin af þessum annars basíska djús er innblásin frá I Quit Sugar Cookbook eftir Sarah Wilson. Hún segist drekka svona djús þá daga sem hún nær ekki að borða eins hollt og hún mundi vilja. Chiafræin og greipið, sem er mjög C-vítamínríkt, þykkja hann aðeins og skapa áferðina.

Svona til gamans má geta þá á ég hæfileikaríka frænku sem er hönnuður og heitir Inga Sól. Hún hannaði einstaka lampaseríu úr endurunnum mjólkufernum og skírði lampana Ljómandi. Hvorug okkar vissi af því að við hrifumst svona af sama orðinu fyrr en fyrir stuttu. Hér getur þú kíkt á lampana hennar :)

Bordi2

 

Rauða pestóið hennar Ragnhildar

IMG_0506Innihald: / 100 gr möndlur / 1 krukka sólþurrkaðir tómatar / 50 gr fersk basil / 1-2 hvítlauksrif / 1 rautt chili / 1-2 msk hunang / safi úr 1/2 lime / smá salt.

  1. Byrjið á að rista möndlurnar á pönnu.
  2. Malið möndlurnar frekar gróft í matvinnsluvél og takið frá.
  3. Setjið alla krukkuna af sólþurrkuðu tómötunum í matvinnsluvélina ásamt olíunni og öll hin innihaldsefnin.
  4. Hrærið síðan möndlunum saman við með sleif.
  5. Það gæti þurft að setja smá auka olíu út í.
  6. Tilbúið.

IMG_0480Vinkona mín hún Ragnhildur Eiríksdóttir bauð mér og vinkonum okkar í hádegisverð og gerði handa okkur dásamlega súpu, heimabakað brauð og þetta klikkaða pestó. Ég fékk uppskriftina hjá henni og er búin að gera þessa uppskrift svo oft síðan að nú græja ég þetta pestó með augun lokuð. Alveg ómótstæðilega gott. Takk elsku Ragnhildur, þú ert snillingur.

 

Grænt pestó

IMG_0520Innihald: / 50 gr fersk basílika / 35 gr klettasalat / 50 gr furuhnetur / 100 gr parmesan ostur / 1 1/2 dl kaldpressuð ólífuolía / nokkur svört piparkorn / smá sítrónusafi.

  1. Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og maukið vel saman.

Mér finnst alveg nauðsynlegt að eiga eitthvað svona álegg í ísskápnum og ef ég á ekki pestó, hummus eða eitthvað annað mauk þá finnst mér ég eiginlega ekki getað fengið mér neitt almennilegt á milli mála. Mér finnst gott að nota klettasalat með basílikunni en það er ekki nauðsynlegt og þá notið þið bara 50 gr af basílíkunni og minnkið magnið af ostinum í ca. 80 gr. og 1 dl af olíunni. Uppskriftin verður líka aðeins minni þannig en við borðum svo mikið af þessu að það dugar ekkert minna en að gera væna uppskrift. Einnig má leggja furuhneturnar í bleyti í smá stund en það er ekki nauðsynlegt. Það er líka hægt að rista þær en það er heldur ekki nauðsynlegt. Pestó geymist í kæli í ca. 3 daga þá helst út af sítrónusafanum sem lengir aðeins geymslutímann.

Hér studdist ég við uppskrift frá Ebbu sætu :)

photo-pesto

Grænmetispottrétturinn minn

IMG_0477Innihald: /  1-2 msk olífuolía, kókosolía eða ghee / 1 laukur / 1/2 jalapeno / 2-3 cm ferskt engifer / 1 sæt kartafla / 2 stilkar sellerí / 1 lítið brokkolíhöfuð / 3-4 gulrætur / 1 rauð papríka / 1 bolli rauðar linsubaunir.

Krydd: / 2 msk hollur grænmetiskraftur / 1/4 tsk kardimomma / 1/4 tsk kanill / 1/2 tsk karrí / 1/2 tsk turmeric / 2-3 lárviðarlauf / nokkur svört piparkorn / smá maldonsalt / 1/2 líter vatn / 1 dós kókosmjólk / 3 dl maukaðir tómatar í flösku.

Þessi uppskrift er frekar stór eða fyrir ca. 6-8 manns. En mér finnst gott að elda mikið og taka með í nesti daginn eftir.

  1. Byrjið á skera allt grænmetið niður.
  2. Skerið laukinn frekar smátt og mýkjið hann í olíu eða ghee en ekki brúna.
  3. Skerið engiferið og jalapeno-ið smátt niður og setjið út í.
  4. Bætið síðan við sætu kartöflunni, selleríinu, gulrótunum, brokkolíinu og papríkunni.
  5. Kryddið.
  6. Setjið svo vatnið út í og látið malla í ca. 1/2 tíma þannig að rétt sjóði. Ekki hafa of mikinn hita.
  7. Hreinsið linsubaunirnar og setjið út í.
  8. Bætið tómötunum í flösku og kókosmjólkinni út í.
  9. Látið malla í 1/2 tíma.
  10. Því lengur sem þið getið látið réttinn vera í pottinum, því betra. Ég t.d. set þennan rétt stundum upp á morgnana þegar ég er heima og læt hann malla við lágan hita. Ég slekk bara undir þegar ég skrepp út og kveiki aftur undir seinnipartinn þegar ég kem heim. En auðvitað þarf það alls ekki, bara svo gott svoleiðis ef tími leyfir.

Ég keypti mér leirpott síðast þegar ég fór til Seattle í búðinni Sur la Table. Ég var að skoða Le Creuset potta en þessi var á svo frábæru tilboði að ég gat ekki annað en keypt hann þó hann væri nýþungur og erfitt að rogast með alla þessa leið. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim (eftir að ég var sko búin að hvíla mig) var að kíkja á netið og googla cast iron pot recipes. Ég skoðaði nokkrar og ákvað svo bara að skella því sem ég átti í pottinn. Úr varð þessi dásamlegi pottréttur sem átti fyrst að vera súpa. Systir mín kom svo daginn eftir og fékk að smakka hann kaldan. Kannski var hún súpersvöng en hún alla vega malaði meðan hún borðaði :) Ég elska þegar fólk verður svona hrifið af því sem ég geri. Best í heimi!

Það sem er svo frábært við þennan pott er að hann getur líka farið inn í ofninn. Hér geturðu kíkt á pottinn og séð litina sem til eru :http://www.surlatable.com/product/PRO-1315373/Sur+La+Table+Red+Round+Oven+7+qt.

IMG_0403

Kúrbíts-eggjaklattar

IMG_3946Innihald: / 450 g kúrbítur / 30 g ferskur parmesan / 2 egg / 4 tsk bókhveitimjöl / 1 tsk whole psyllium husks / smá chili / salt og pipar

  1. Rífið kúrbítinn, setjið í síupoka (fæst í Ljósinu Langholtsvegi) og kreistið vatnið úr.
  2. Blandið saman við restina.
  3. Hitið pönnu með ghee, ólífuolíu eða kókosolíu, búið til klatta og steikið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Gott bara eintómt eða með góðu salati og rauðrófuhummus.

 

 

 

Gulrótarköku paleokúlur & súkkulaði paleokúlur

IMG_0067GULRÓTARKÖKUKÚLUR

Innihald: / 3/4 bollar möndlur / 6 döðlur / 1/3 bolli kókosmjöl / 2 meðalstórar gulrætur / 1/2 msk kanill / 1/4 tsk negull / 2-4 msk kókosmjólk eða kókosolía.

  1. Setjið möndlur í matvinnsluvél og mixið þar til möndlurnar verða að fínu mjöli. Setjið til hliðar.
  2. Setjið döðlurnar og kókosmjölið í matvinnsluvélina og blandið saman þar til myndast hálfgert deig.
  3. Rífið gulræturnar niður með rifjárni.
  4. Setjið möndlurnar, gulræturnar og kryddið út í og blandið saman.
  5. Setjið að lokum kókosmjólkina út í og látið vélina vinna þar til að deigið hefur náð góðum þéttleika. Ef þú notar kókosolíu þá læturðu krukkuna standa smá stund í heitu vatnsbaði, þannig verður hún fljótandi á örskot stund. Ég notaði kókosmjólk.
  6. Mótið kúlur og geymið í kæli í ca. 2 tíma.

SÚKKULAÐIKÚLUR

Innihald: / 1/2 bolli möndlur / 1/2 bolli graskersfræ / 1/2 bolli heslihnetur / 6 döðlur / 1/4 bolli kókosmjöl / 2-3 msk kakóduft / 2-4 msk kókosmjólk eða kókosolía.

  1. Setjið hnetur og fræ í matvinnsluvélina og blandið þar til verður að fínu mjöli. Setjið til hliðar.
  2. Setjið döðlurnar og kókosmjölið í matvinnsluvélina og blandið saman þar til myndast hálfgert deig.
  3. Setjið mjölið út í og bætið kakóduftinu við. Hér má setja 1-2 msk af möluðu kaffi út í fyrir þá sem vilja það en ég sleppti því að þessu sinni.
  4. Að lokum setjiði kókosmjólkina út í.
  5. Mótið kúlur og geymið í kæli í 2 tíma.
  6. Það er örugglega mjög gott að súkkulaðihúða helminginn af þessum kúlum. Þ.e.a.s. að setja 85% súkkulaði á helming hverrar kúlu fyrir sig. Ég ætla að prófa það næst. Það er örugglega alveg geggjað að nota hvíta kókossúkkulaðið frá Rapunzel sem er uppáhalds súkkulaðið mitt og algjört spari. En eins og ég segi þá hef ég ekki prófað það, ennþá.

Mig vantaði eitthvað til að taka með í skemmtilegt boð fyrir Justin Timberlake tónleikana. Ég fann þessar bollur á heimasíðunni icookfree.com og ákvað að prófa. Heppnaðist voða vel og allir fóru saddir og sælir á frábæra tónleika í Kórnum :) Þetta eru samt meira svona kaffiboðs treat eða desert eftir máltíð heldur en partýsnakk mundi ég segja. Mig langaði alla vega í kaffibolla með og ég sem drekk varla kaffi.

 

Sellerírótarsúpa

IMG_5110Innihald: / ghee eða kókosolía til steikingar / 1 sellerírót / 3 gulrætur / 100 g þurrkaðir tómatar / 2 hvítlauksrif / 2 msk grænmetiskraftur / 1 msk oregano / 1 msk turmeric / 500-750 ml vatn / 1 dós kókosmjólk / nokkrir dropar fiskisósa / salt og pipar.

  1. Skerðu sellerírótina og gulræturnar smátt og láttu mýkjast í olíunni.
  2. Bættu svo tómötunum, hvítlauknum og kryddinu við og passaðu að láta tómatana mýkjast.
  3. Settu vatnið út í og láttu malla í ca. 10 mín.
  4. Taktu þá töfrasprota og maukaðu súpuna. Áferðin á að vera frekar gróf.
  5. Settu svo kókosmjólkina út í og kryddaðu til .

Þessi súpa er sprengholl og stútfull af frábærri næringu. Haustið er einmitt súputími og snilld að nota haustuppskeruna í súpugerð. Þessi klikkar ekki og mér finnst frábært að nota kókosmjólk í súpur. Ég sá þessa uppskrift í bókinni hennar Þorbjörgu Hafsteinsdóttur 9 leiðir til lífsorku en breytti henni bara örlítið. Ég er að lesa bækurnar hennar þessa stundina og rekst á svo endalaust mikið gott og sniðugt sem ég verð bara að deila. Þessi bók hennar Þorbjargar er frábær og fullt af flottum og súperhollum uppskriftum þar.

Blómkáls-Fusilli “Alfredo” pasta

IMG_6374Innihald: / 1 blómkálshöfuð (lítið eða meðalstórt) / 1/2 msk ólífuolía / 3 hvítlauksgeirar / 1 dl hrís- eða möndlumjólk / 1/2 dl næringarger / 1 msk ferskur sítrónusafi / 1/2 tsk laukduft / 1 tsk hvítlauksduft / 1-2 msk smjör (má sleppa) / smá sjávarsalt / smá pipar / 250 g glútenlaust fettuccini pasta (eða bara ykkar val af pasta) / 1 brokkolíhöfuð / 1 rautt chili / nokkrir sólþurrkaðir tómatar / steinselja.

  1. Setjið blómkálið í pott og látið vatnið ná alveg yfir. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 5-7 mín. eftir að suðan er komin upp eða þangað til að blómkálið er orðið mjúkt. Látið svo vatnið renna af.
  2. Setjið olíu á pönnu og mýkið hvítlaukinn, ekki brúna.
  3. Skerið brokkolíið og sólþurrkuðu tómatana í fallega bita og saxið chili. Ég sýð vatn og helli yfir brokkolíið til að mýkja það aðeins.
  4. Setjið blómkálið, hvítlaukinn ásamt olíunni af pönnunni, mjólkina, næringargerið, sítrónusafann, laukduftið, hvítlauksduftið, smjörið, saltið og piparinn í blandarann og blandið þar til það verður að fallegri sósu. Gæti alveg tekið smá stund. Hér má setja smjörið út í ef þið viljið gera sósuna aðeins extra.
  5. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum og látið vatnið renna af þegar tilbúið gegnum sigti.
  6. Setjið pastað aftur í pottinn ásamt grænmetinu og hellið svo sósunni yfir allt. Hitið aðeins og smakkið til. Stráið steinseljunni yfir í lokin. Tilbúið!

Þessi uppskrift er frá Oh She Glows sem er frábær síða. Þar heitir uppskriftin Fettuccini “Alfredo” pasta en þar sem ég hef vanið mig á að borða ekki hvítt pasta heldur brúnt þá gat ég bara ekki keypt hvítt, glútenlaust fettuccini pasta. Ég fann mjög flott brúnt lífrænt glútenlaust pasta og notaði það í þessa uppskrift. Að sjálfsögðu má alveg nota venjulegt pasta, heilhveiti- eða speltpasta með þessum rétti og sjálfri finnst mér speltpasta lang bragðbest. Ég er sem betur fer ekki með neitt glútenóþol heldur langaði mig bara að prófa að taka það út sem ég gerði í nokkra mánuði og fann þá þessa uppskrift. Sósa er mjög góð “rjóma”pastasósa án þess að innihalda rjóma né ost og því góður kostur fyrir þá sem vilja ekki nota mjólkurvörur. Það væri líka hægt að skella kjúklingabitum út í sem er örugglega mjög gott.

 

 

 

 

 

 

Hráfæðipasta Jönu

IMG_7555-2Innihald: / 1 kúrbítur / 1 sæt kartafla / 1 rauðrófa

  1. Skerið grænmetið í pastastrimla með julienne peeler eða mandólín rifjárni og mýkið milli fingra með ólífuolíu. Ég set pínu salt líka.

Avocado basil pestó: / 2 avocado / 2 hvítlauksrif / handfylli af ferskri basilíku / hálf lúka af steinselju / 1/4 tsk þurrkar chili / 1/2 lime / smá ólífuolía / salt og pipar

  1. Allt sett í blandarann.
  2. Notið safann og börkinn úr lime-inu.

Kasjú”osta”sósa: / 1 bolli kasjúhnetur / 2 msk næringager / 1 tsk laukduft / lúka af graslauk / smá sítrónusafi / smá vatn til að þynna / salt og pipar

  1. Setjið kasjúhnetur í bleyti í ca. 2 klst.
  2. Setjið þær ásamt öllu hinu í blandarann og blandið þar til verður að sósu.

Mangótwist: / 1-2 mangó / bláber / mynta söxuð yfir. Svooooo gott!!!

Ég fékk þessa dásemdar uppskrift hjá elsku vinkonu minni henni Jönu. Hún heldur úti frábærri facebook síðu, Healthy Jana sem er full af allskonar fróðleik. Kíkið á hana.

Beikonvafðir þorskhnakkar með brokkolísalati

IMG_8200Innihald: / þorskhnakkar / beikon

  1. Reiknið með einum til tveim bitum af fiski á mann.
  2. Skerið niður í fallega bita og vefjið beikoninu utan um.
  3. Grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið, passa vel að ofelda ekki.

Kartöflur: / 1 sæt kartafla / 1 gulrófa / 1 sellerírót / 1 rauðlaukur / smá olía / smá salt

  1. Grænmetið er skorið niður í bita og sett í eldfast mót.
  2. Setjið olíu yfir, saltið og kryddið að vild og setjið inn í ofn á 180gr í 20-30 mín.

Brokkolísalat: / 150 g brokkolí / 2 dósir (200 g) sýrður rjómi / 1 rauðlaukur / 1 msk akasíu hunang / 2 msk rúsínur / salt og pipar.

  1. Brokkolíið mýkt í sjóðandi vatni í ca. 2 mín og kælt.
  2. Rauðlaukur fínt saxaður og svo er öllu blandað saman.
  3. Æðislega gott salat með fisk.

Ég fékk þennan rétt hjá mömmu eitt sinn er ég fór norður í heimsókn og hann var svo góður að ég varð að láta hann hér inn. Ég borða afar sjaldan beikon en þetta var alveg dásamlega gott og brokkolísalatið frábært. Ég væri líka til í að prófa að nota hráskinku utan um fiskinn en beikonið átti mjög vel með þorskhnökkunum. Verði ykkur að góðu.

IMG_8183-2

1 2 3 4 5