Archive of ‘Sykurlaust’ category

Glútenlaus föstudagspizza

IMG_4520Innihald: / 1 1/2 dl bókhveitimjöl eða maísmjöl, teffmjöl, kókoshveiti eða möndlumjöl (ég blandaði tveim tegundum saman 50/50) / 1 dl fjölkornablanda frá LÍF eða önnur fræ / 1 msk psyllium husks / 1 tsk vínsteinslyftiduft / 3 egg / 1 dl möndlumjólk / 2 msk oregano / 1 hvítlauksrif pressað / smá salt

Heimagerð pizzusósa: 2 dl maukaðir tómatar / 1 dl tómatpúrra / 1-2 hvítlauksrif 1-2 tsk oregano

  1. Stillið ofninn á 220gr.
  2. Blandið saman þurrefnunum.
  3. Hrærið saman eggjunum og mjólkinni og blandið út í. Látið standa í ca. 5 mínútur. Deigið á að vera blautt svo ekki setja meira mjöl út í.
  4. Búið til eina stóra pizzu eða tvær minni og bakið í 5-8 mínútur.
  5. Takið svo pizzuna úr ofninum og smyrjið pizzusósu yfir botninn. Setjið á hana það sem ykkur finnst gott og má fara inn í ofn. Ég notaði sólþurrkaða tómata, rauða papriku og parmesan ost. Örugglega gott að nota sveppi fyrir þá sem finnst þeir góðir.
  6. Setjið pizzuna aftur inn í ofninn í 10-15 mín.
  7. Þegar pizzan kom úr ofninum setti ég rauðlauk, rucola, avocado og aðeins meiri parmesan ofaná. Svo fullt af hvítlauksolíu. Algjört must.

Passið bara að ef þið notið kókoshveiti þá þarf meiri vökva í uppskriftina. Hér er líka frábært að nota rauðrófuhummus með. Ég studdist hér við uppskrift af hurbrasomhelst.se og bætti aðeins við hana. Eigið dásamlega helgi :) 

 

 

 

Hneturnar hans Davíðs

IMG_5771Ég elska hnetur og á þær alltaf til að grípa í. Þær eru fullar af próteinum og fitu.

Í frábæru bókinni hans Davíðs Kristinssonar 30 dagar leið til betra lífs sá ég einstakt ráð varðandi hnetur.

Ég lagði einn stóran poka af valhnetum og einn af pecanhnetum í bleyti í 2-6 klst. með salti út í (4 bollar hnetur – 2 msk himalayasalt). Síðan dreifði ég þeim á bökunarplötu, stráði smá salti yfir, stillti ofninn á 60 gráður og þurrkaði hneturnar yfir nótt (amk. 12 tíma). Setti svo í glerkrukku þegar þær höfðu kólnað og inn í ísskáp. Svona meltast hneturnar miklu betur sérstaklega ef meltingin er léleg.

Frábært ráð finnst mér og hneturnar bragðast sjúklega vel. Takk fyrir þetta Davíð!

Skonsubollur

IMG_5731Innihald: / 1 dl bókhveitimjöl / 1 dl maísmjöl/möndlumjöl eða teffmjöl / 1/2 dl möluð hörfræ / 2 tsk whole psyllium husk / 2 tsk vínsteinslyftiduft / smá klípa salt / 3 dl hrís- eða möndlumjólk / 2 msk kókosolía.

  1. Hiitið kókosolíuna og mjólkina saman í potti við lágan hita.
  2. Blandið þurrefnunum saman og hellið mjólkinni í.
  3. Hrærið þar til deigið verður þykkt og leyfið því að standa í amk. 5 mínútur.
  4. Gerið 5-6 bollur og setjið falleg fræ ofaná.
  5. Bakið í 10-15 min við 200gr.

Þessi uppskrift er t.d. tilvalin á helgarmorgunverðarborðið þegar fólk getur gefið sér tíma í svoleiðis. Hvað er betra en að fá sér heita skonsu? Hægt að gera hana hnetulausa með því að skipta út möndlumjölinu fyrir bókhveiti eða maísmjöl. Ég notaði teffmjöl og bókhveitimjöl í þessa uppskrift en teffmjölið gerir bollurnar svona dökkar. Og smurði með fullt af smjöri… ummmm!

IMG_5724

Þessi uppskrift er frá hurbrasomhelst.se

 

Speltvöfflur

IMG_5875Innihald: / 300 g gróft spelt / 100 g kókoshveiti / 5 msk kókosolía eða 50 g smjör / 2 egg / 2 tsk vanillu- eða möndludropar / 400 ml kókosmjólk og/eða möndlumjólk / 300 ml vatn.

  1. Hrærið saman þurrefnunum.
  2. Mér finnst gott að blanda saman öllum vökvanum og hella svo yfir þurrefnin og hræra þannig saman í deig.
  3. Gott með jarðarberja-sultulínu og þeyttum rjóma.

IMG_5835

Paprikuhummus

IMG_5174Innihald: / 1 dós kjúklingabaunir / 3 msk tahini / 2 hvítlauksrif / 1/2 rauð paprika / 2 msk ólífuolía / 1/2 tsk tamarisósa / 1/4 tsk cummin / ögn cayennepipar / smá vatn

Aðferð: setjið allt í blandarann eða matvinnsluvélina og maukið þar til verður að hummus. Einfalt, hollt og gott. Gott með hrökkbrauði.

Hrökkbrauð með paprikubragði

IMG_5172Innihald: / 1 dl möndlumjöl / 1 dl rísmjöl / 2 1/2 dl fimmkornablanda frá LÍF eða önnur fræ / 2 msk kókosolía / 2 1/2 dl soðið vatn / 1 msk paprikuduft / smá salt

  1. Blandið þurrefnunum saman.
  2. Sjóðið vatn, setjið kókosolíuna út í og blandið saman við deigið.
  3. Setjið bökunarpappír á plötu, deigið þar ofaná og breiðið úr deiginu með því að setja annan bökunarpappír ofaná deigið og fletið þannig út með höndunum.
  4. Hægt að strá salti eða einhverjum fræjum yfir og ef ég geri það þá finnst mér gott að setja aftur bökunarpappírinn yfir og þrýsta smá.
  5. Skerið í deigið með pizzaskera.
  6. Bakið í 30-40 mín á 175gr.

Rauðrófuhummus

IMG_4716Innihald: 1 rauðrófa meðalstór / 1 msk sjávarsalt  / 2 msk ólífuolía eða meira ef þarf / 1 rifið hvítlauksrif / 1 msk cummin / 2 msk sítrónusafi / 2 msk tahini / 2 msk vatn.

  1. Stillið ofninn á 200gr.
  2. Afhýðið og skerið rauðrófuna í bita og setjið í eldfast mót.
  3. Hellið ólífuolíu yfir, saltið og bakið í ca. 30 mín.
  4. Þegar þær eru bakaðar eru rauðrófurnar og olían af þeim sett í matvinnsluvél ásamt öllu hinu og maukað.

Rauðrófur eru ótrúlega hollur matur, rosalega járnríkar og af því ég er frekar blóðlítil og þarf að passa upp á járnmagnið var mér ráðlagt að borða og djúsa rauðrófur. Mér fannst það ekki spennandi en lét mig hafa það að djúsa þær. Svo komst upp á lagið með að gera þetta ótrúlega góða rauðrófumauk sem er algjör snilld. Hugmyndin af því kemur úr Happ, happ, húrra bókinni en þar er notað hunang til að sæta áður en rauðrófurnar eru settar inn í ofninn sem er óóótrúlega gott. En þetta er alls ekki verra og minni sykur :O)  Ég nota það mest sem álegg, með gulrótum og gúrkum og það er geggjað með heimagerðum pizzum.

IMG_5646-2

Rauð linsusúpa

 

IMG_4995Innihald: / 1 msk ólífuolía, kókosolía eða ghee / 1 laukur / 2-3 hvítlauksrif / lítið blómkálshöfuð / lítið brokkolíhöfuð / 1 rauð paprika / 1 tsk oregano / 1 tsk basilika / smá salt / 2 msk hollur grænmetiskraftur / 1 flaska/dós maukaðir tómatar / 2 msk tómatpúrra / 750 ml vatn / 2 dl rauðar linsubaunir

  1. Hitið olíuna á pönnu og mýkið laukinn og hvítlaukinn.
  2. Setjið grænmetið saman við ásamt baununum og vökvanum og sjóðið í 30 mín. Tilbúin súperholl súpa.

Ég átti rauðar linsubaunir frá tveim mismunandi merkjum. Á öðrum stóð að rauðar linsubaunir þyrfti ekki að leggja í bleyti en á hinum voru leiðbeiningar um að baunirnar þyrftu að vera í bleyti í 10-12 tíma. Ég náði að hafa baunirnar í bleyti í 3 tíma og það virkaði bara ljómandi vel. Það er gott að muna eftir að setja 1 tsk af matarsóda í vatnið með baununum.

Hugmyndin að þessari uppskrift kemur úr bókinni Betri næring –  betra líf eftir Kolbrúnu Björnsdóttur.

Hvítlauksolía

IMG_3884Innihald: / 1 dl kaldpressuð, lífræn ólífuolía eða ghee (nýtt uppáhalds) / 4 pressuð hvítlauksrif.

Aðferð: setjið olíuna í pott og hitið við lágan hita (mikilvægt). Kreistið hvítlaukinn út í og setjið síðan í krukku.

Ég geri alltaf svona hvítlauksolíu með pizzu. Tekur enga stund. Ég reyndar prufaði að gera hana síðast úr ghee í staðinn fyrir að nota ólífuolíuna og krökkunum fannst hún æðisleg. Ég kláraði hana með skeið upp út krukkunni meðan ég gekk frá. Án gríns það gerðist!

Ghee

IMG_4030-2Innihald: / 500g ósaltað smjör.

  1. Setjið smjörið í pott og bræðið við meðalhita án þess að setja lok á pottinn.
  2. Eftir um ca. 10 mínútur á smjörið að vera að byrja að rétt sjóða. Þá lækkiði hitann og leyfið að malla rólega í um 30-45 mínútur. Ekki hræra!
  3. Eftir um ca. 20 mínutur byrjar smjörið að skilja sig og mynda froðu. Takið hana af varlega. Þarf að gera nokkrum sinnum.
  4. Þið sjáið e.k. karamellu myndast í botninum á pottinum (mjólkurpróteininin). Passið að ofelda ekki smjörið né brenna karmelluna sem myndast.
  5. Þegar þið farið að finna lykt af karamellu, slökkvið undir og leyfið að kólna í ca. 15 mín.
  6. Þá má sýja olíuna gegnum bómullarklút eða kaffifilter gegnum trekkt.
  7. Geymið í hreinni flösku/krukku en ekki setja lokið á fyrr en það hefur alveg kólnað. Ghee er olíukennt við hita en í föstu formi kalt.

Ghee er algjör snilld og rosalega hitaþolin. Það verður eiginlega allt gott ef maður notar ghee og að poppa upp úr þessari olíu er rosalegt! Poppið verður svo hættulega gott að maður borðar yfir sig af poppi. Það er einfaldara að búa ghee til en maður heldur og mjög ódýr olía til að eiga í skápnum. Það er best að búa það til úr hreinu, ósöltuðu smjöri (ég nota græna íslenska).

Ghee er s.s. smjör án laktósa (mjólkursykur) og kaseins (mjólkurprótein) svo það er auðmeltanlegra fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir mjólkurvörum (1, 2). Þið sjáið á myndinni hér að ofan hvernig smjörið skilur sig og það sem við viljum burt er í skeiðinni.

Snillingurinn hún Ragnhildur Eiríksdóttir kenndi mér að búa til ghee. Ragnhildur er ein af þeim sem getur allt held ég. Svona töfrakona pínu :O) Ég fann alveg örstutt snilldar myndband sem sýnir vel hvernig á að búa til ghee. Myndbandið er stutt en bara dásamlega krúttað.

1 2 3 4 5