Chiagrautur með ávöxtum

IMG_4964Innihald: / 1/2 dl chiafræ / 1/4 dl sólblómafræ / 1/4 dl sesamfræ / 1/4 dl graskersfræ / 1/4 dl hampfræ / 1 tsk kanill / smá salt / 3 1/2 dl vatn / ávextir að eigin vali.

  1. Setjið allt í skál, hrærið saman og látið standa inni í ísskáp yfir nótt.
  2. Setið svo ávextina út á morguninn eftir og fáið ykkur morgunmat.

Það segir sig sjálft að ef þú ferð beint úr Kelloggs pakkanum yfir í þennan morgunmat mun þér ekki finnast hann góður. Það þarf fyrst að setja bragðlaukana í smá sykurafvötnun. En ég lofa að mallinn þinn mun elska hann. Ef þið viljið hafa grautinn sætari má setja döðlur í litlum bitum út í og láta standa með yfir nótt. Ég sleppti því hér en notaði smá kardimommukrydd og smá vanillu extract því mér finnst vanillubragð svo gott.

Leave a Reply