Ebbugrautur

IMG_4422Innihald: / 1 dl quinoa / 2 dl vatn / 1/2 dl chiafræ / ferskir mangóbitar eða annar ávöxtur / smá sítrónuólífuolía

  1. Munið að leggið quinoa í bleyti yfir nótt.
  2. Morguninn eftir skolið quinoa með köldu vatni, setjið í pott ásamt 2 dl af vatni og sjóðið í 10-15 mín.
  3. Á meðan setjið þið chiafræ í bleyti og hrærið af og til í á meðan fræin eru að drekka í sig vökvann.
  4. Þegar grauturinn er tilbúinn fer quinoa í skál, blandið chiafræjunum saman við og skerið mangó út í.
  5. Hellið svo aðalatriðinu út, sítrónuólífuolíunni. Hún gerir svo mikið bragð og þá fáum við einnig aukaskammt af omega-9. Tilbúinn dásamlegur morgunmatur!

Mangó er með mjög hátt frúktósamagn þannig að ef þú ert að minnka við þig sykur og ávaxtasykur gæti verið sniðugt að nota kiwi í staðinn. Mangó er samt basískur ávöxtur en ekki súr fyrir líkamann. Kíkið á Dr. Mercola, þar finnið þið lista yfir frúktósamagn í nokkrum ávöxtum. Þið verðið að skrolla aðeins niður á síðunni þegar þið eruð búin að klikka á linkinn hér við hliðina til að finna þetta (1).

Þessi morgunmatur er svo mikil tær snilld og mér líður svo ótrúlega vel þegar ég byrja daginn á honum. Reyndar borða ég morgunmat frekar seint því mér líður yfirleitt best ef ég drekk bara í byrjun dags. Þessi grautur er fullur af næringarefnum og svo er höfundur hans bara svo dásamlega sjarmerandi kona, Ebba Guðný. Og það besta er að Edda mín 12 ára er farin að biðja um hann reglulega á morgnana sem er frábært.

http://www.mbl.is/smartland/heilsa/2012/08/21/chiagrautur_ebbu_gudnyjar/

Leave a Reply