Innihald: / smá ólífuolía, kókosolía eða ghee / 3-4 egg / 1 lúka spínat eða grænkál / 2 hvítlauksgeirar / 1-2 cm engifer / smá turmeric / smá salt / 1 msk hörfræ / 1 msk sesamfræ / smá hampfræ.
- Setjið olíuna á pönnu léttsteikið spínatið.
- Þið getið hrært eggin saman í skál, kryddað og sett svo allt á pönnuna en ég set eggin bara beint á pönnuna. Kreisti hvítlaukinn yfir og engiferrótina líka í hvítlaukspressu og krydda. Hræri svo öllu saman á pönnunni til að gera þetta eins einfalt og hægt er.
- Setjið 1 msk hörfræ og 1 msk sesamfræ í kaffikvörn og búið til mulning sem þið stráið yfir þegar eggjahræran er komin á diskinn. Þar með er þetta orðið omega/kalk bomba!
- Setið smá hampfræ yfir líka.
Þessa eggjahræru geri ég mér rosalega oft á morgnana eftir æfingu því egg eru það einfaldasta sem hægt er að elda og súperholl. Stundum þegar ég á turmeric rót nota ég hana í staðinn fyrir duft, kreisti bara úr hvítlaukspressu eða ríf í litlu rifjárni. Turmeric rót er erfitt að fá á Íslandi því miður og er oft auglýst sérstaklega fyrstur kemur fyrstur fær þegar hún er til. Þegar ég fer í vinnuna til Ameríku fer ég yfirleitt í dásamlegu Whole Foods og næli mér í turmeric rót.
Anna María
3. November, 2014 at 11:40 am (10 years ago)Mig langar að forvitnast hvernig þú notar turmerik rótina í þennan rétt? Skerðu hana niður fínt eða hvað?
Ljómandi
3. November, 2014 at 11:56 am (10 years ago)Ég ríf bara smá niður með rifjárni yfir eggin á pönnunni.
Anna María
3. November, 2014 at 12:42 pm (10 years ago)Takk fyrir það. Ég fékk Turmerik rót í bónus.