Grænt pestó

IMG_0520Innihald: / 50 gr fersk basílika / 35 gr klettasalat / 50 gr furuhnetur / 100 gr parmesan ostur / 1 1/2 dl kaldpressuð ólífuolía / nokkur svört piparkorn / smá sítrónusafi.

  1. Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og maukið vel saman.

Mér finnst alveg nauðsynlegt að eiga eitthvað svona álegg í ísskápnum og ef ég á ekki pestó, hummus eða eitthvað annað mauk þá finnst mér ég eiginlega ekki getað fengið mér neitt almennilegt á milli mála. Mér finnst gott að nota klettasalat með basílikunni en það er ekki nauðsynlegt og þá notið þið bara 50 gr af basílíkunni og minnkið magnið af ostinum í ca. 80 gr. og 1 dl af olíunni. Uppskriftin verður líka aðeins minni þannig en við borðum svo mikið af þessu að það dugar ekkert minna en að gera væna uppskrift. Einnig má leggja furuhneturnar í bleyti í smá stund en það er ekki nauðsynlegt. Það er líka hægt að rista þær en það er heldur ekki nauðsynlegt. Pestó geymist í kæli í ca. 3 daga þá helst út af sítrónusafanum sem lengir aðeins geymslutímann.

Hér studdist ég við uppskrift frá Ebbu sætu :)

photo-pesto

Leave a Reply