Grunnur að morgungraut

IMG_5673-2Innihald: / 1-2 dl tröllahafrar (e.t.v. glútenlausir) / 1/2 dl chiafræ / möndlumjólk (helst heimagerð) / kanill / vanilluduft / salt.

  1. Setjið allt saman í skál og látið liggja í bleyti helst yfir nótt. Mjólkin á rétt að fljóta yfir.

Ég geri mér stundum svona morgunmat. Hægt er að leika sér fram og tilbaka með því að bæta við ávöxtum og alls kyns fræjum en þetta er amk. grunnurinn. Hann er ekki tilbúinn hér á myndinni heldur tilbúinn í ísskápinn fyrir nóttina.

2 Comments on Grunnur að morgungraut

  1. Ása F. Kjartansdóttir
    5. July, 2014 at 12:01 am (10 years ago)

    Sæl, hvar fæ ég glútenlausa tröllahafra. Ég hef alltaf keypt tröllahafra frá Sollu en eru þeir nokkuð glútenlausir?
    Kv. Ása

    Reply
  2. Ljómandi
    5. July, 2014 at 6:51 pm (10 years ago)

    Utrekram er með glútenlausa hafra. Þeir eru danskir, kraftmiklir og alveg hreint frábærir. Svo fást þeir líka í Kosti frá Bob’s Red Mill. Ég nota tröllahafrana hennar Sollu líka mjög mikið en þeir eru ekki merktir glútenlausir. Það er enginn í fjölskyldunni okkar með glútenóþol svo við notum þetta bara í bland. En það er mjög gott að taka út allt glúten af og til, alla vega finnst mér það :) Takk fyrir að hafa samband.

    Reply

Leave a Reply