Hafra- og chiagrautur

IMG_5221Innihald grautsins: / 1 bolli möndlu- eða hrísmjólk / 2/3 bollar tröllahafrar (ekki verra ef þeir eru glútenlausir) /2 msk chiafræ / 1 tsk vanilluduft / 1 tsk kanill / 1/2 tsk sítrónusafi / smá salt.

  1. Þessu er öllu hrært saman og látið standa yfir nótt í ísskáp.

Innihald ávaxtablöndunnar:1 epli / 2 dl frosin hindber / 1-2 cm rifinn engifer.

  1. Allt sett í matvinnsluvél og léttsaxað, ekki maukað.
Finnið glerkrukku og setjið fyrst smá graut í botninn, þar næst hluta af epla/berjablöndunni og svo þunnar bananasneiðar ofaná ef þið viðjið. Ég sleppti þeim hér en þannig er þessi grautur náttúrulega algjört æði. Svo geriði eins aftur og fyllið krukkuna. Algjör snilld að taka með sér í vinnuna og ég í flugvélina.
Þessi uppskrift er ca. ein stór eða tvær litlar máltíðir.

Þennan graut bjó Solla til í Heilsugenginu og hann er bara geggjaður.

Leave a Reply