Heimsins besta quinoa súkkulaðikaka

IMG_6197Innihald: / 2 bollar (300 g) soðið quinoa (ca. 3/4 bollar ósoðið lagt í bleyti) / 1/3 bolli (1 dl) möndlumjólk (ósæt) / 4 egg / 1 tsk vanillu extract / 1/2 bolli (50 g) smjör  / 1/4 bolli (3/4 dl) kókosolía / 1 bolli (150 g) kókospálmasykur / 1 bolli (100 g) kakóduft / 1/2 tsk matarsódi / 2 tsk vínsteinslyftiduft / 1/2 tsk maldon salt

Krem: / 1 dós kókosmjólk / 200 g 70% eða 85% súkkulaði.

Hefur þú prófað að baka köku úr quinoa? Spennandi! Áður en þið byrjið er gott að vera búin að græja quinoa og kremið. Það þarf að láta quinoa liggja í bleyti yfir nótt, skola síðan vel, elda og kæla. Quinoa á að vera mjúkt og létt þegar það er tilbúið. En ef ekki þá verður kakan eins og frönsk súkkulaðikaka sem er líka allt í lagi. U.þ.b. 3/4 bollar af þurru quinoa gera 2 bolla af því soðnu. Til að búa til kremið þá er best að geyma kókosmjólkina inni í ísskáp yfir nótt svo að hún nái að skilja sig. Það er mjög gott að búa til kremið daginn áður en þó ekki nauðsynlegt.

  1. Stillið ofninn á 175 gr.
  2. Takið fram tvö kökuform, klippið börkunarpappír í tvo hringi og leggið í botnana.
  3. Bræðið smjörið, kælið það smá og setjið kókosolíukrukkuna undir heitt vatn til að fá hana fljótandi.
  4. Blandið saman eggjum, mjólk og vanillu extract í blandaranum í ca. 10 sek.
  5. Bætið síðan tilbúnu quinoa, smjörinu og kókosolíunni út í blandarann þar til allt verður mjúkt eða í ca. 1/2 – 1 mín.
  6. Setjið þurrefnin í skál og hrærið blöndunni úr blandaranum vel saman við.
  7. Skiptið deiginu í tvennt og bakið í 30 mínútur og kælið þegar tilbúið.
  8. Til að búa til kremið þá bræðið þið súkkulaðið á lágum hita í potti.
  9. Takið kókosmjólkina úr ísskápnum en passið að hrista ekki dósina. Við viljum nota þykka hlutann af kókosmjólkinni. Setið hann út í pottinn og bræðið saman við súkkulaðið. Ef blandan er enn mjög dökk þá bætið þið meira af kókosmjólkinni út í.
  10. Setjið síðan kremið í skál og látið kólna í smá stund á borði, lokið skálinni og kælið í ísskápnum í nokkrar klukkustundir eða þar til kremið hefur þykknað. Þess vegna gæti verið gott að gera kremið kvöldið áður.
  11. Þegar kremið er orðið þykkt þá er það þeytt með handþeytara á miklum hraða í 1/2 – 1 mínútu eða þar til það er orðið að flottu kökukremi.

Þessi kaka er frekar viðkvæm svo færið hana bara einu sinni. Ég mundi taka hana beint úr mótinu, setja hana á fallegan kökudisk og setja kremið á hana þar. Látið botninn snúa upp á kökunni og ekki gleyma að setja krem á milli botnanna! Geymið kökuna í ísskáp þar til á að bera hana fram því kremið bráðnar þegar það er heitt en við vitum að þannig veður er ekki vandamál hér á Íslandi svo kakan ætti að vera góð í nokkra tíma á borði.

Líka gaman að segja frá því að Edda mín 12 ára vill hafa þessa í afmælinu sínu. Ekki slæm meðmæli!

Verði ykkur að góðu :)

IMG_6262

Þessa köku fann ég á makingthymeforhealth.com

 

 

6 Comments on Heimsins besta quinoa súkkulaðikaka

  1. Sólveig
    14. April, 2014 at 1:55 pm (10 years ago)

    Hlakka til ad prófa tessa enda algjör kínòa junkie! Blàberjadjùsinn er ædi, fràbært ad fà gódar boozt uppskriftir sem eru àn sætu og àvaxta :) prófadi líka tína ùtfærslu af pizzabotninum, gott stöff en krakkarnir vilja halda sig vid speltid 😉
    hlyjar, Sólveig

    Reply
  2. Ljómandi
    14. April, 2014 at 6:06 pm (10 years ago)

    Takk Sólveig fyrir að prófa. Það gleður mig :)

    Reply
  3. Iris
    19. May, 2014 at 7:37 am (10 years ago)

    Lýst mjög vel á þessar uppskriftir hjá þér. Er hægt að nota eitthvað annað en kókospálmasykur í þessa köku? Ég bý í Danmörku og ég veit ekki hvar ég fæ hann. Ég vil helst sleppa öllum sykri eða að finna eitthvað sem er aðeins hollara.
    Kveðja Íris

    Reply
    • Ljómandi
      19. May, 2014 at 10:17 am (10 years ago)

      Sæl Íris og takk fyrir fyrirspurnina. Já þú getur í raun notað hvaða sykur sem er. Í upprunalegu uppskriftinni er sagt 1 cup organic evaporated cane juice or white sugar en ég skipti því út fyrir kókospálmasykurinn eða coconut palm sugar eins og hann heitir á ensku því hann er með minni sykurstuðul (GI), næringarbetri og svo bragðgóður. Þú gætir prufað Xylitol, Erythritol eða Sukrin vörurnar ef þú vilt ekki nota venjulegan sykur. Ég vona að þú prufir og líki vel. Ps. gulrótarkakan er líka dásamleg :)

      Reply
  4. Rebekka
    18. September, 2014 at 9:22 am (10 years ago)

    Er alveg örugglega 300g af súkkulaði í kreminu? Kremið mitt varð margfalt dekkra en þetta og svo rosalega mikið dökkt súkkulaðibragð af því að ég þurfti að hræra allri restinni af kókosmjólkinni út í og það var enn of sterkt svo ég bætti einhverju út í til að létta það, man ekki hvað, hvort það var bara kókosmjólk úr fernu en setur þú meira en 1 dós af kókosmjólk í kremið?
    Annars svakalega góð kaka!

    Reply
    • Ljómandi
      18. September, 2014 at 9:49 am (10 years ago)

      Sæl Rebekka, já þessi kaka er ótrúlega góð en það er rétt hjá þér að þetta er eiginlega alltof mikið súkkulaði. Það er dálítið síðan að ég gerði hana en mig minnir að ég hafi einmitt minnkað súkkulaðimagnið til muna, notað bara 2 plötur eða 200 gr. En svona var þetta í upprunalegu uppskriftinni. Ég skal breyta þessu í uppskriftinni hér að ofan. Takk innilega fyrir þessa athugasemd. Frábært að fá hjálp við að gera þetta eins flott og hægt er.

      Reply

Leave a reply to Sólveig Cancel reply