Innihald: / 1 dl kaldpressuð, lífræn ólífuolía eða ghee (nýtt uppáhalds) / 4 pressuð hvítlauksrif.
Aðferð: setjið olíuna í pott og hitið við lágan hita (mikilvægt). Kreistið hvítlaukinn út í og setjið síðan í krukku.
Ég geri alltaf svona hvítlauksolíu með pizzu. Tekur enga stund. Ég reyndar prufaði að gera hana síðast úr ghee í staðinn fyrir að nota ólífuolíuna og krökkunum fannst hún æðisleg. Ég kláraði hana með skeið upp út krukkunni meðan ég gekk frá. Án gríns það gerðist!
Guðrun
10. September, 2014 at 9:56 pm (10 years ago)Er þetta olía sem geymist vel? Eða býrðu hana bara til eftir þörfum?
Ljómandi
10. September, 2014 at 11:12 pm (10 years ago)Ghee geymist alveg vel og lengi en hvítlauksolíuna geri ég eftir þörfum.