Möndlumjólk

IMG_4078Innihald: / 2 dl möndlur / 8 dl vatn / smá salt / ½  tsk kanill / ½ tsk ekta vanilluduft  / það má sæta með t.d. 2 döðlum (mjúkum), smá agave, steviu… en þá er þessi uppskrift ekki lengur sykurlaus.

  1. Möndlurnar þurfa að liggja í bleyti í minnst 5-6 tíma eða yfir nótt.
  2. Vatninu er hellt af og allt sett í blandara (8 dl vatn). Möndluhratið er sigtað frá gegnum sigtipoka (fæst í Ljósinu Langholtsvegi). Hellið í flösku, geymist í kæli í 3 daga.

Ef þú vilt bæta kalki í möndlumjólkina má setja tahini í blandarann eða leggja sesamfræ í bleyti og blanda með möndlunum en þá fær mjólkin allt annað bragð. Sesamfræ eru beisk en mjöööög kalkrík. Ekki nota hratið af sesamfræjunum og munið að skola alltaf fræ vel eftir að þau hafa legið í bleyti.

Ég kaupi yfirleitt tilbúna möndlumjólk en auðvitað væri best að gera alltaf sína eigin. Kókosvatn er líka snilld sem grunnur í boost og eftir æfingar því það er svo ríkt af söltum og steinefnum.

 

 

 

 

2 Comments on Möndlumjólk

  1. Ása F. Kjartansdóttir
    16. May, 2014 at 6:25 pm (10 years ago)

    Hvar færðu kókosvatnið sem er með skrúfaða/appelsínugula tappanum? Eru hinar vörurnar úr Nettó? :)

    Reply
  2. Ljómandi
    19. May, 2014 at 10:24 am (10 years ago)

    Kókosvatnið keypti ég í Nettó og hitt fæst allt þar líka.

    Reply

Leave a reply to Ljómandi Cancel reply