Piparmyntu-avókadó nammi

IMG_0193-2Botn: / 2 1/2 dl möndlur / 2 1/2 dl döðlur / 1 msk kakóduft.

Myntufylling: / 1 avókadó / 3 msk fljótandi kókosolía / 2-3 msk hlynsíróp / 1 banani / 1/2 tsk vanilla extraxt eða vanilludropar / 5-10 dropar piparmyntuolía (eða dropar) / smá salt.

Súkkulaði: / 3 msk kakóduft / 3 msk fljótandi kókosolía / 2 msk hlynsíróp.

  1. Setjið allt sem á að fara í botninn í matvinnsluvélina og búið til deig. Ef döðlurnar eru ekki mjúkar er gott að leggja þær í bleyti í volgt vatn í ca. 15 mín.
  2. Setjið bökunarpappír í form sem er 18x18cm innanmál (8×8-inch) og pressið deigið ofan í.
  3. Búið síðan til mjúku, grænu fyllinguna í matvinnsluvél og hellið í formið ofan á botninn. Ég læt kókosolíukrukkuna standa í heitu vatni til að fá hana fljótandi.
  4. Setjið inn í frysti í ca. 30 mínútur.
  5. Græjið súkkulaðið með því að hella öllu í skál og hræra vel saman. Hellið því svo yfir og setjið í frysti. Ef botninn og græna fyllingin eru mjög köld (alveg frosið) þegar þið hellið súkkulaðinu yfir þá harðnar það mjög fljótt. Þannig að þið þurfið að vera svolítið snögg að ná því yfir allt.
  6. Þegar þið berið þessa dásemd fram er gott en alls ekki nauðsynlegt að láta hana þiðna í ca. 10-20 mínútur áður. Mér finnst reyndar best að borða þetta ískalt :)

Ég sá þessa uppskrift í bók sem heitir Rawsome Vegan Baking og leist svo vel á að ég ákvað að prófa. Ég var ekki illa svikin og Edda mín 12 ára elskar hreinlega þetta nammi. Ég nota Young Living piparmyntuolíu og þá þarf ég ekki svona mikið heldur ca. 5 dropa því þeir eru sterkir. Það er hægt að nota hvaða piparmyntuolíu sem er, jafnvel piparmyntu extract. Prófið ykkur bara áfram. Ég bara elska Young Living vörurnar og finnst svo mikil snilld að nota þær í matargerð því ekki skemmir fyrir að þær hafa ákveðinn undrakraft :)

Hér getur þú lesið meira um ilmkjarnaolíur.

 

 

18 Comments on Piparmyntu-avókadó nammi

  1. Johanna
    3. September, 2014 at 3:46 pm (10 years ago)

    Þetta virkar girnilegt! En má maður taka svona uppskriftir, þýða og dreifa án leyfis höfundar?

    Reply
    • Heiðrún B.
      4. September, 2014 at 10:37 pm (10 years ago)

      Sæl,

      Ég vildi bara láta þig vita að það stendur hvergi í lögum að fólk eigi uppskriftir. Svo að ef að hún gerir nákvæmlega þessa uppskrift án þess að segja til höfundar, sem hún virðist gera samt sem áður til virðingar við höfundinn, þá er höfundur ekki í neinum rétti. Þetta er ekki eins og að setja inn bók eða bíómyndir.

      Reply
      • Ljómandi
        5. September, 2014 at 11:27 am (10 years ago)

        Takk innilega Heiðrún, gott að lesa þetta. Eini tilgangur minn með þessu matarbloggi er að skapa eitthvað fallegt fyrir augað og hollt fyrir kroppinn. Ég er ekki lærður kokkur en hef mikinn áhuga á hollum mat og mér finnst mjög gaman að taka myndir svo hér hef ég tækifæri á að sameina tvö skemmtileg áhugamál.

        Reply
  2. Ljómandi
    3. September, 2014 at 5:23 pm (10 years ago)

    Sæl Jóhanna og takk fyrir að hafa samband. Það kemur skýrt fram að sumar uppskriftir eru mínar og aðrar ekki. Ég hef ávallt tamið mér það að vísa í hvaðan ég tek uppskriftir sem ekki eru mínar.
    Bestu kveðjur,
    Valdís

    Reply
  3. Guðrun E Sigmars
    4. September, 2014 at 12:44 am (10 years ago)

    Mer finnst þu einmitt gera það oft Valdís, þ.e. Að vísa i hvaðan uppskriftirnar koma. Ég tek Meira eftir því à þinni síðu en à flestum öðrum Ísl matarbloggsíðum. Takk fyrir að deila þessu með okkur, ég mun pottþétt prófa. :)

    Reply
  4. Guðrun E Sigmars
    4. September, 2014 at 12:47 am (10 years ago)

    Eitt annað. Er hægt að geyma þetta lengi i frosti?

    Reply
    • Ljómandi
      5. September, 2014 at 10:17 am (10 years ago)

      Ég hreinlega bara veit það ekki, ekki komin reynsla á það hér því þetta klárast yfirleitt svo fljótt. En ef þú pakkar þessu vel inn í fyrstipoka eða aðrar flottar umbúðir þá ætti þetta alveg að geymast eitthvað.

      Reply
  5. joney
    4. September, 2014 at 3:41 pm (10 years ago)

    Halló

    Thad stendur græid sùkkuladid? en hvernig græjar madur thad ? allt i pott bara ?

    og a madur ad nota hýdislausar möndlur?

    Reply
    • Ljómandi
      4. September, 2014 at 4:50 pm (10 years ago)

      Afsakið, búin að útskýra betur í uppskriftinni. Takk fyrir þessa ábendingu. Ég nota möndlur með hýðinu :)

      Reply
  6. Guðrun E Sigmars
    5. September, 2014 at 12:07 am (10 years ago)

    Mer finnst þu einmitt gera það oft Valdís, þ.e. Að vísa i hvaðan uppskriftirnar koma. Ég tek Meira eftir því à þinni síðu en à flestum öðrum Ísl matarbloggsíðum. Takk fyrir að deila þessu með okkur, ég mun pottþétt prófa.

    Reply
    • Ljómandi
      5. September, 2014 at 10:18 am (10 years ago)

      Takk innilega Guðrún :)

      Reply
  7. Þorgerður
    10. September, 2014 at 10:54 pm (10 years ago)

    Ég bjó þetta til í gærkvöldi og finnst þetta vera algjört skvísunammi langar að nota tækifærið og hrósa þér í leiðinni fyrir síðuna þína hún er virkilega skemmtileg ég er hárgreiðslukona og á Facebook síðunni minni þá deili ég með öðrum uppskriftum sem ég hef prófað sjálf og ég var einmitt að segja fólki frá síðunni þinni og piparmyntu-avókadó namminu þínu – takk fyrir mig!

    Reply
    • Ljómandi
      10. September, 2014 at 11:10 pm (10 years ago)

      Takk innilega Þorgerður, ekkert smá gaman að heyra. Ég tók þetta nammi með í boð um daginn og það var ekki hægt að setja í frysti þegar við komum. Þannig að nammið var orðið frekar mikið bráðið þegar við borðuðum það. Mér fannst það ekki eins gott og kalt og frosið bara svona til upplýsinga. En takk innilega fyrir hrósið, met það óendanlega mikils.

      Reply
  8. Þorgerður
    12. September, 2014 at 3:53 pm (10 years ago)

    Það var lítið ég reyndar smakkaði það þegar ég var búin að búa það til strax en fannst það mun betra þegar það var búið að fá að vera aðeins í frystinum og með hrósið þú átt það skilið.

    Reply
  9. Ísey
    2. October, 2014 at 10:23 pm (9 years ago)

    Hæ, var að prófa að gera þetta í kvöld, komið í frystirinn. Ég klúðraði súkkulaðinu samt ofan á, var ekki svona smooth eins á myndinni heldur varð bara klesst hjá mér .. bætti þá smá olíu til að reyna að laga það en ég naði samt að skella þessu ofan á en græna kemur á milli.. svo smá klúður en veit ekii hað ég gerði rangt. En hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út og smakkast:-

    Reply
    • Ljómandi
      2. October, 2014 at 10:28 pm (9 years ago)

      Ok veit ekki heldur en vonandi smakkast það vel. Þú masterar þetta næst :)

      Reply
  10. Ísey
    2. October, 2014 at 10:45 pm (9 years ago)

    Átti að hita súkkulaðið kannski? En þetta græna smakkaðist vel:–)

    Reply
    • Ljómandi
      3. October, 2014 at 8:41 pm (9 years ago)

      Nei ekki hita, bara hræra vel saman og hella yfir þetta græna.

      Reply

Leave a reply to Ljómandi Cancel reply