Rauða pestóið hennar Ragnhildar

IMG_0506Innihald: / 100 gr möndlur / 1 krukka sólþurrkaðir tómatar / 50 gr fersk basil / 1-2 hvítlauksrif / 1 rautt chili / 1-2 msk hunang / safi úr 1/2 lime / smá salt.

  1. Byrjið á að rista möndlurnar á pönnu.
  2. Malið möndlurnar frekar gróft í matvinnsluvél og takið frá.
  3. Setjið alla krukkuna af sólþurrkuðu tómötunum í matvinnsluvélina ásamt olíunni og öll hin innihaldsefnin.
  4. Hrærið síðan möndlunum saman við með sleif.
  5. Það gæti þurft að setja smá auka olíu út í.
  6. Tilbúið.

IMG_0480Vinkona mín hún Ragnhildur Eiríksdóttir bauð mér og vinkonum okkar í hádegisverð og gerði handa okkur dásamlega súpu, heimabakað brauð og þetta klikkaða pestó. Ég fékk uppskriftina hjá henni og er búin að gera þessa uppskrift svo oft síðan að nú græja ég þetta pestó með augun lokuð. Alveg ómótstæðilega gott. Takk elsku Ragnhildur, þú ert snillingur.

 

2 Comments on Rauða pestóið hennar Ragnhildar

  1. Ása
    3. November, 2014 at 5:25 pm (9 years ago)

    Spennandi að prófa þetta, en hvaða stærð er þetta af krukku af sólþurrkuðum tómötum? Hvernig notar þú? :)
    Kærar þakkir fyrir allar flottu uppskriftirnar :)
    Kv. Ása

    Reply
    • Ljómandi
      3. November, 2014 at 6:35 pm (9 years ago)

      Takk kærlega Ása, ég nota bara venjulega glerkrukku eins og fæst út í búð. Stundum frá Scala, stundum eitthvað annað, stundum splæsi ég í lífræna… bara misjafnt.

      Reply

Leave a Reply