Rauðrófuhummus

IMG_4716Innihald: 1 rauðrófa meðalstór / 1 msk sjávarsalt  / 2 msk ólífuolía eða meira ef þarf / 1 rifið hvítlauksrif / 1 msk cummin / 2 msk sítrónusafi / 2 msk tahini / 2 msk vatn.

  1. Stillið ofninn á 200gr.
  2. Afhýðið og skerið rauðrófuna í bita og setjið í eldfast mót.
  3. Hellið ólífuolíu yfir, saltið og bakið í ca. 30 mín.
  4. Þegar þær eru bakaðar eru rauðrófurnar og olían af þeim sett í matvinnsluvél ásamt öllu hinu og maukað.

Rauðrófur eru ótrúlega hollur matur, rosalega járnríkar og af því ég er frekar blóðlítil og þarf að passa upp á járnmagnið var mér ráðlagt að borða og djúsa rauðrófur. Mér fannst það ekki spennandi en lét mig hafa það að djúsa þær. Svo komst upp á lagið með að gera þetta ótrúlega góða rauðrófumauk sem er algjör snilld. Hugmyndin af því kemur úr Happ, happ, húrra bókinni en þar er notað hunang til að sæta áður en rauðrófurnar eru settar inn í ofninn sem er óóótrúlega gott. En þetta er alls ekki verra og minni sykur :O)  Ég nota það mest sem álegg, með gulrótum og gúrkum og það er geggjað með heimagerðum pizzum.

IMG_5646-2

2 Comments on Rauðrófuhummus

  1. Guðrun
    10. September, 2014 at 1:30 am (10 years ago)

    Ég prófaði hummusið og það kom virkilega à óvart- mjög gott.
    Hvernig borðaru þetta með pizzum?

    Reply
  2. Ljómandi
    10. September, 2014 at 11:28 am (10 years ago)

    Takk Guðrún, já ég geri það mjög oft þegar ég geri pizzur. Algjör snilld.

    Reply

Leave a reply to Ljómandi Cancel reply