Sætar kartöflur og sellerírót

IMG_4288Innihald: / 1 sæt kartafla / 1 sellerírót / 2-3 hvítlauksrif / smá salt / kaldpressuð lífræn ólífuolía

  1. Skerið rótargrænmetið í bita og hellið ólífuolíunni yfir.
  2. Pressið hvítlaukinn yfir og saltið.
  3. Inn í ofn í 20-30 mín.

Þetta er nú það einfaldasta í heimi að búa til en ég fæ aldrei leið á þessu. Svo er þetta svo mikil snilld daginn eftir í nestið með fullt af grænmeti eða afgang af t.d. kjúklingi. Ég elska þegar mér tekst að taka svona nesti með mér í flug en það tekst nú ekki alltaf því þetta er alltaf klárað. Þá er bara eitt ráð, gera meira í einu.

Leave a Reply