Innihald: / 1 sæt kartafla / 1 rauðlaukur / 2-3 rifin hvítlauksrif / 2-3 cm ferskt engifer / 3 msk kaldpressuð lífræn ólífuolía / smá ekta sítrónusafi.
- Kartaflan er skorin í teninga
- Laukurinn skorinn í sneiðar
- Hvítlaukur og engifer pressað yfir og kryddað með rósmarín, turmeric og salti.
- Ólífuolíu er hellt yfir og bakað í ofni í ca 20-25 mín við 180g.
Þetta meðlæti elska ég og verð aldrei þreytt á því. Tilvalið í nestisboxið daginn eftir með fullt af grænmeti.