Skonsubollur

IMG_5731Innihald: / 1 dl bókhveitimjöl / 1 dl maísmjöl/möndlumjöl eða teffmjöl / 1/2 dl möluð hörfræ / 2 tsk whole psyllium husk / 2 tsk vínsteinslyftiduft / smá klípa salt / 3 dl hrís- eða möndlumjólk / 2 msk kókosolía.

  1. Hiitið kókosolíuna og mjólkina saman í potti við lágan hita.
  2. Blandið þurrefnunum saman og hellið mjólkinni í.
  3. Hrærið þar til deigið verður þykkt og leyfið því að standa í amk. 5 mínútur.
  4. Gerið 5-6 bollur og setjið falleg fræ ofaná.
  5. Bakið í 10-15 min við 200gr.

Þessi uppskrift er t.d. tilvalin á helgarmorgunverðarborðið þegar fólk getur gefið sér tíma í svoleiðis. Hvað er betra en að fá sér heita skonsu? Hægt að gera hana hnetulausa með því að skipta út möndlumjölinu fyrir bókhveiti eða maísmjöl. Ég notaði teffmjöl og bókhveitimjöl í þessa uppskrift en teffmjölið gerir bollurnar svona dökkar. Og smurði með fullt af smjöri… ummmm!

IMG_5724

Þessi uppskrift er frá hurbrasomhelst.se

 

3 Comments on Skonsubollur

  1. Sólrún Arnarsdóttir
    4. July, 2014 at 7:20 am (10 years ago)

    Er þetta ekki uppskrift frá hurbrasomhelst bara með öðruvísi mjöli? Ég er líka búin að sjá pizzuuppskrift hérna sem er eins og uppskrift þaðan og var að hugsa hvort að þú hefðir notast við þær uppskriftir? http://hurbrasomhelst.se/2014/03/uppdaterat-recept-pa-scones/ og http://hurbrasomhelst.se/category/pizza_/ . Ég veit sjálf ekki hvort að það sé yfir höfuð höfundaréttur á uppskriftum, en mér hefur alltaf fundist við hæfi að nefna þann sem maður styður sig við, sérstaklega þegar uppskriftirnar eru þær sömu en birtar á eigin síðu. Annars mjög flott síða hjá þér! :) Kær kveðja, Sólrún.

    Reply
  2. Sólrún Arnarsdóttir
    4. July, 2014 at 7:24 am (10 years ago)

    Fyrirgefðu, ég sá núna þegar ég las um þig að þú nefndir að uppskriftirnar væru ekki þínar eigin. Ég biðst afsökunar :)

    Reply
    • Ljómandi
      4. July, 2014 at 2:27 pm (10 years ago)

      Sæl Sólrún og takk fyrir að hafa samband. Jú það er rétt að ég nota mjög mikið af uppskriftum á netinu og vefsíðan hennar Hönnu á hurbrasomhelst var eiginlega sú síða sem leiddi mig út í það að blogga sjálf því sú síða er svo ótrúlega sjarmerandi og skemmtileg og veitti mér innblástur í byrjun. Sumar uppskriftir eru frá mér sjálfri sem ég hef átt og notað lengi, aðrar eru fengnar að láni og sumar styðst ég við og breyti. En allar myndir tek ég sjálf og set aðeins inn þær uppskriftir sem mér líst vel á. Vonandi heldur þú áfram að heimsækja síðuna mína og finnur þar eitthvað gott og skemmtilegt. Bestu kv. Valdís.

      Reply

Leave a reply to Ljómandi Cancel reply