Posts Tagged ‘án eggja’

Thai-salat

IMG_6077Innihald: / 1 lambalund / 1 brokkolíhöfuð / 1 rauð paprika / 1 rauðlaukur / 1 gúrka / 3 tómatar / 3 gulrætur / belgbaunir.

Dressing: 1/2 msk fiskisósa / 2 msk ristuð sesamolía / 1 msk hlynsýróp eða akasíuhunang / 1 msk tamarisósa / 2 hvítlauksrif / 2-3 cm engifer / 1/2 rautt saxað chili / smá limesafi.

Hnetur: setjið kasjúhnetur í eldfast mót og kryddið með karríi, smá agave eða einhverju til að sæta og chili. Hitið í ofni í smá stund eða þar til þær verða pínu harðar.

  1. Kryddið lambalundina og eldið.
  2. Sjóðið vatn í katli og hellið yfir brokkolíið, látið standa í ca. 1 mínútu.
  3. Skerið niður grænmetið og setjið í fallega skál.
  4. Skerið lambalundina í þunnar sneiðar og blandið saman við grænmetið.
  5. Hellið dressingunni yfir.
  6. Stráið ristuðum sesamfræjum yfir og hnetunum.

Ég fékk þetta salat hjá Jönu vinkonu minni þegar ég heimsótti hana til Lúxemborgar. Jana er algjör snillingur í eldhúsinu og stútfull af alls konar fróðleik varðandi mat og heilsu almennt. Hún sér um eldhúsið á HaPP Luxembourg. Þannig að þetta salat klikkar alls ekki.

Verði ykkur að góðu :)

 

 

 

Berjabrauð

IMG_6347Innihald: / 2 dl maísmjöl / 1/2 dl hörfræ (mulin í kaffikvörn) / 1 msk psyllium husks / 3 tsk vínsteinslyftiduft / smá salt / 3 dl möndlu- eða hrísmjólk / 3-4 msk kókosolía / 1 dl frosin hindber.

  1. Hitið ofninn á 250gr.
  2. Blandið saman öllum þurrefunum.
  3. Blandið saman kókosolíunni og mjólkinni og hellið saman við þurrefnin.
  4. Látið deigið standa í ca. 5-10 mínútur.
  5. Bætið varlega nokkrum berjum við deigið en passið að liturinn smiti ekki með því að vera að hræra mikið í deiginu eftir að berin eru komin út í.
  6. Setjið í form og bakið í ca. 12-15 mínútur.

Þetta fallega brauð er ég búin að gera nokkrum sinnum. Mér finnst betra að setja það ekki í of djúpt form, þ.e.a.s. það er betra að brauðið sé í þynnra lagi. Ótrúlega gott nýbakað brauð með uppáhalds berjunum mínum.

IMG_6364Þessi uppskrift er frá http://www.hurbrasomhelst.se

Hrökkbrauð með laukbragði

IMG_5068Innihald: 1 dl maísmjöl / 1 dl bókhveiti (eða möndlumjöl) / 1 dl sesamfræ / 1/2 dl mulin hörfræ (í kaffikvörn) / 1/2 dl sólblómafræ / 1/2 dl hampfræ / 1/4 dl chiafræ  / 2 1/4 msk kókosolía / 2 1/2 dl soðið vatn / 1-2 tsk laukduft / birkifræ / smá salt í deigið og til að strá yfir

  1. Hrærið saman þurrefnunum (ég nota frekar mikið laukduft, gefur svo gott bragð).
  2. Sjóðið vatnið, setjið kókosolíuna út í og hrærið saman við deigið.
  3. Setjið bökunarpappír á plötu, síðan deigið og annan bökunarpappír ofaná og dreifið um plötuna með höndunum. Þannig klístrast ekki hendurnar og mun auðveldara að eiga við.
  4. Stráið smá birkifræjum og salti yfir og setjið aftur bökunarpappírinn yfir og þrýstið smá.
  5. Skerið í kex með pizzaskera.
  6. Bakið við 175gr í 25-35 mín.

Ég elska hrökkbrauð og gæti borðað það í öll mál. Þetta hrökkbrauð er svooooo gott og svakalega einfalt að gera. Áður en ég komst upp á lagið með að búa það til sjálf var ég áskrifandi á Finn Crisp, þessu þunna brúna. Núna geri ég mér mitt eigið hrökkbrauð sem er svo mikliu, miklu betra og hollara. Svo ótrúlega gott með t.d. hummus, rauðrófumauki eða bara smjöri og osti þess vegna. Ég hef einnig bætt við rifnum parmesan osti ofaná og sett svo inn í ofn og það var algjör snilld. Ég skora á þig að prófa, þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

IMG_5896-4

Hugmyndin að þessu hrökkbrauði kemur frá yndislegu síðunni hennar Hönnu Göransson http://hurbrasomhelst.se

RMVJ

IMG_4402Innihald: / 2 gulrætur / 2 stk sellerí / 2 græn epli / 1/3 rauðrófa / 1/3 gúrka eða eitthvað grænt eins og spínat / 1/2 sítróna / 1 hvítlauksgeiri / smá engiferbiti

Aðferð: þessi safi er pressaður í safapressu en ef þið eigið ekki svoleiðis þá notiði bara blandarann og síið djúsinn frá hratinu gegnum síupoka (fæst í Ljósinu Langholtsvegi).

RMVJ stendur fyrir Raw Mixed Vegetable Juice og er talinn einn sá næringarríkasti sem þið getið skellt í ykkur. Sumum finnst kannski skrítið að djúsa hvítlauk en hvítlaukur er t.d. ótrúlega sveppa- og bakteríudrepandi. Þessi safi er notaður í The Great Liquid Diet eða GLD sem Dr. Leonard Mehlmauer þróaði í sinni lækningafræði (1). Try it!

 

Bleikur próteinsjeik

IMG_5581Innihald: / 3 dl möndlumjólk1 mæliskeið vanilluprótein / 1/2 avocado eða banani / 1 dl frosin hindber og bláber / 1 msk hörfræ (möluð) / 1 msk sesamfræ (möluð) / smá sítrónusafi / smá kanill / bee pollen ofaná.

Aðferð: Ég mala hörfræin og sesamfræin í kaffikvörn eða bara í blandaranum á undan og skelli svo öllu hinu útí.

Frábær sjeik eftir æfingu. Þið getið notað hvaða fræ sem er eins og t.d. hampfræ eða chiafræ.

Súkkulaði-hrákaka með “mousse” kremi

IMG_4491Botn: / 2 bollar valhnetur / 1 1/2 bolli hlynsíróp / 1 bolli vatn / 1 tsk lífrænir vanilludropar / 2 bollar hreint kakó / 3 bollar kókosmjöl / 1 tsk sjávarsalt

  1. Setjið kókosmjöl í matvinnsluvél/blandarann til að fá fínlega áferð og setjið til hliðar.
  2. Setjið valhnetur, agave, vatn og vanilludropa í blandara og maukið.
  3. Blandið svo kakói og salti saman við. Setjið í skál og blandið saman við kókosmjölið.
  4. Setjið í 24 cm smelluform klætt að innan með bökunarpappír og þjappið vel.

Mousse: / 2 bollar kasjúhnetur / 1 bolli gróft kókosmjöl / 1 1/4 tsk bolli vatn / 1 msk kakó / 2 1/2 tsk lífrænir vanilludropar / smá salt / 1 bolli hlynsíróp / 1 1/2 bolli kókosolía (fljótandi).

  1. Kasjúhnetur, kókosmjöl, og vatn sett í blandara og þeytt saman.
  2. Restinni blandað út í, síðast kókosolíunni og blandað vel.
  3. Þá er “mousse” kremið sett ofan á botninn og formið sett í frysti í amk. 2 tíma.

Ég bauð upp á þessa í afmæli og var beðin um uppskiftina sem er besti mælikvarðinn á hversu vel heppnast að mínu mati.

Hneturnar hans Davíðs

IMG_5771Ég elska hnetur og á þær alltaf til að grípa í. Þær eru fullar af próteinum og fitu.

Í frábæru bókinni hans Davíðs Kristinssonar 30 dagar leið til betra lífs sá ég einstakt ráð varðandi hnetur.

Ég lagði einn stóran poka af valhnetum og einn af pecanhnetum í bleyti í 2-6 klst. með salti út í (4 bollar hnetur – 2 msk himalayasalt). Síðan dreifði ég þeim á bökunarplötu, stráði smá salti yfir, stillti ofninn á 60 gráður og þurrkaði hneturnar yfir nótt (amk. 12 tíma). Setti svo í glerkrukku þegar þær höfðu kólnað og inn í ísskáp. Svona meltast hneturnar miklu betur sérstaklega ef meltingin er léleg.

Frábært ráð finnst mér og hneturnar bragðast sjúklega vel. Takk fyrir þetta Davíð!

Skonsubollur

IMG_5731Innihald: / 1 dl bókhveitimjöl / 1 dl maísmjöl/möndlumjöl eða teffmjöl / 1/2 dl möluð hörfræ / 2 tsk whole psyllium husk / 2 tsk vínsteinslyftiduft / smá klípa salt / 3 dl hrís- eða möndlumjólk / 2 msk kókosolía.

  1. Hiitið kókosolíuna og mjólkina saman í potti við lágan hita.
  2. Blandið þurrefnunum saman og hellið mjólkinni í.
  3. Hrærið þar til deigið verður þykkt og leyfið því að standa í amk. 5 mínútur.
  4. Gerið 5-6 bollur og setjið falleg fræ ofaná.
  5. Bakið í 10-15 min við 200gr.

Þessi uppskrift er t.d. tilvalin á helgarmorgunverðarborðið þegar fólk getur gefið sér tíma í svoleiðis. Hvað er betra en að fá sér heita skonsu? Hægt að gera hana hnetulausa með því að skipta út möndlumjölinu fyrir bókhveiti eða maísmjöl. Ég notaði teffmjöl og bókhveitimjöl í þessa uppskrift en teffmjölið gerir bollurnar svona dökkar. Og smurði með fullt af smjöri… ummmm!

IMG_5724

Þessi uppskrift er frá hurbrasomhelst.se

 

Paprikuhummus

IMG_5174Innihald: / 1 dós kjúklingabaunir / 3 msk tahini / 2 hvítlauksrif / 1/2 rauð paprika / 2 msk ólífuolía / 1/2 tsk tamarisósa / 1/4 tsk cummin / ögn cayennepipar / smá vatn

Aðferð: setjið allt í blandarann eða matvinnsluvélina og maukið þar til verður að hummus. Einfalt, hollt og gott. Gott með hrökkbrauði.

Hrökkbrauð með paprikubragði

IMG_5172Innihald: / 1 dl möndlumjöl / 1 dl rísmjöl / 2 1/2 dl fimmkornablanda frá LÍF eða önnur fræ / 2 msk kókosolía / 2 1/2 dl soðið vatn / 1 msk paprikuduft / smá salt

  1. Blandið þurrefnunum saman.
  2. Sjóðið vatn, setjið kókosolíuna út í og blandið saman við deigið.
  3. Setjið bökunarpappír á plötu, deigið þar ofaná og breiðið úr deiginu með því að setja annan bökunarpappír ofaná deigið og fletið þannig út með höndunum.
  4. Hægt að strá salti eða einhverjum fræjum yfir og ef ég geri það þá finnst mér gott að setja aftur bökunarpappírinn yfir og þrýsta smá.
  5. Skerið í deigið með pizzaskera.
  6. Bakið í 30-40 mín á 175gr.

1 2 3 4 5