Posts Tagged ‘hnetulaust’

Avocado- og wasabimajónes

IMG_4312Avocadomajones: / 4 msk heimagert majónes eða tilbúið frá Himneskt / 1 stk avocado / 1 hvítlauksrif / 1 tsk Dijon sinnep / 1 tsk grænt wasabimauk / smá lime.

Aðferð: pressið hvítlaukinn, maukið avocadoið og blandið því og öllu hinu við heimagerða majónesið.

Stundum vantar mann einhverja sósu sem er rík og þung eins og t.d. með hamborgara en vill ekki tilbúna Gunnars :O) Þessi sósa er snilld og ég sá hana í bókinni hennar Berglindar Sigmarsdóttur. Það tekur ekki langan tíma að gera hana sérstaklega ef þú kaupir majónesið en þá mundi ég kaupa frá t.d. Himneskt.

Sætkartöflumix

IMG_3503Innihald: / 1 sæt kartafla / 1 rauðlaukur / 2-3 rifin hvítlauksrif / 2-3 cm ferskt engifer / 3 msk kaldpressuð lífræn ólífuolía / smá ekta sítrónusafi.

  1. Kartaflan er skorin í teninga
  2. Laukurinn skorinn í sneiðar
  3. Hvítlaukur og engifer pressað yfir og kryddað með rósmarín, turmeric og salti.
  4. Ólífuolíu er hellt yfir og bakað í ofni í ca 20-25 mín við 180g.

Þetta meðlæti elska ég og verð aldrei þreytt á því. Tilvalið í nestisboxið daginn eftir með fullt af grænmeti.

1 2 3 4