Innihald: / 4 lúkur spínat eða annað grænt kál / 1 dl grænar ólífur / 1 lúka fersk basil (líka hægt að nota þurrkaða) / 1 dl kasjúhnetur / 3 dl ólífuolía / smá salt / smá svartur pipar.
Aðferð: setjið allt í blandarann og maukið. Gæti verið gott að setja ólífuolíuna út í í mjórri bunu. Smakkið til.
Þessa afar einföldu sósu sá ég í Happ Happ Húrra bókinni. Þar heitir hún einfaldlega græn sósa og er pizzasósa. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þessa sósu og ég nota hana yfirleitt sem álegg eða meðlæti því hún er svo þykk og bragðgóð. Hún er góð með brauði, hrökkbrauði, með fersku grænmeti eins og gulrótum og gúrku. Hún er einfaldlega frábær til að eiga í ísskápnum og reddar manni oft þegar sykurpúkinn mætir seinnipartinn og vill fá sitt. Það tekur enga stund að búa hana til, ekkert að leggja í bleyti eða neitt þannig. Sósan geymist ekki mjög lengi svo mér finnst betra að búa til minna en meira og þá geri ég hana bara oftar.