June 2014 archive

Fiskur í sinnepssósu

IMG_7280Innihald: / 2 ýsu- eða þorskflök (bein- og roðlaus) / 1 laukur / 2 gulrætur / 1 lítið brokkolí / 2 msk grænmetiskraftur / 2-3 cm engifer / 150-200 ml rjómi / 3 msk dijon sinnep / salt og pipar / kókosolía til steikingar.

  1. Mýkið grænmetið á pönnu í olíunni og kryddið með grænmetiskraftinum.
  2. Takið grænmetið af pönnunni og setjið fiskinn á pönnuna.
  3. Hellið rjómanum út á, bætið sinnepinu út í og engiferinu. Leyfið að malla í smá stund.
  4. Setjið grænmetið út á pönnuna. Tilbúið fyrir 5 manna fjölskyldu :)

Ég verð að deila þessum fiskrétti sem ég bjó til því hann tókst svona ljómandi vel. Meira að segja krökkunum fannst hann rosa góður… eða kannski voru þau bara svona svöng :) Ég hef alla vega gert hann nokkrum sinnum og þeim finnst hann alltaf jafn góður. Ég viðurkenni að ég kaupi mjög oft tilbúna fiskrétti en passa alltaf að spurja hvað sé í þeim og vel hollasta kostinn ef mér líst á hann.

 

 

 

Paleo hamborgari

IMG_7319Innihald: / 700 g nautahakk / 2 hvítlauksrif / 1/2 laukur / 1 egg / 1 eggjarauða / 1 tsk sjávarsalt / 1 tsk pipar  (gerir fjóra borgara) / 1-2 sætar kartöflur fyrir brauð.

  1. Steikið lauk og hvítlauk á pönnu, setjið í skál og blandið við hakkið.
  2. Bætið eggi og eggjarauðu við hakkið og blandið vel.
  3. Mótið fjóra hamborgara og steikið á pönnu við meðalhita.
  4. Hægt að bera fram með spældu eggi og beikoni fyrir þá sem vilja það.
  5. Frábært með avocado- og wasabimajonesi.

Sætar kartöflur (hamborgarabrauð): / 1-2 sætar kartöflur. Veljið þá stærð sem hentar til að skera niður í 8 sneiðar og kryddið með uppáhalds kryddinu ykkar. Ég notaði franskt kartöflukrydd frá Pottagöldrum, smá túrmerik, olíu og salt. Ég skar þær í frekar þunnar sneiðar og setti þær í ofninn á 180g. þar til þær verða mjúkar.

Þessi uppskrift er í bókinni hennar Berglindar Sigmarsdóttur Nýjir Heilsuréttir fjölskyldunnar sem er dásamleg bók og ætti að vera til á öllum heimilum. Berglind notar beikon og spæld egg með sem er örugglega guðdómlega gott en ég sleppti því hér. Þegar ég hef ekki mikinn tíma og get ekki undirbúið hamborgarana á þennan hátt fer ég í Frú Laugu og kaupi tilbúna hamborgara úr fyrsta flokks nautahakki. Þeir eru dýrir en svo gjörsamlega þess virði.

Hvítlaukshummus

IMG_4375Innihald: / 1 dós kjúklingabaunir / 2 msk sesamsmjör eða tahini / 1-2 pressuð hvítlaukrif / 1 tsk ferskur sítrónusafi / 1 tsk rifið engifer / 1 tsk cumin / 3 msk ólífuolía / smá cayenne pipar / salt og pipar / vatn ef þarf.

Aðferð: skolið kjúklingabaunirnar undir köldu vatni, blandið öllu saman í blandara eða matvinnsluvél.

Hummus geymist 4-5 daga í loftþéttum umbúðum í kæli. Algjör snilld með t.d. hrökkbrauði.

Uppáhalds pizzan okkar

IMG_7203Innihald: / 5 dl spelti eða heilhveiti / 1 1/2 dl fjölkornablanda frá LÍF eða einhver önnur fræ / 1 1/2 dl gróft haframjöl / 2 msk oregano / 1/2 tsk sjávarsalt / 2 msk vínsteinslyftiduft / 2 1/2  dl volgt vatn / 8 msk ólífuolía

  1. Blandið þurrefnunum saman, hellið vatni og olíu út í og bætið auka mjöli út í ef þarf.
  2. Hnoðið saman og skiptið upp í hluta eða búið til stóra botna.
  3. Ef þið viðjið bara setja ferskt hráefni ofaná pizzuna eins og græna sósu, sólþurrkaða tómata, ferskt grænmeti, ferskan parmesan, hráskinku þá bakiði botnana í ca. 10-15 mín við 200gr og setjið svo ferska hráefnið ofnaá. Hér er t.d. ég með rauðrófumaukið góða.
  4. Ef þið viljið gera venjulega pizzu, þ.e. með pizzasósu, skinku, pepperoni, osti og ananas sem þarf að fara aftur inn í ofn þá bakið þið botninn í ca. 5 mín. Setjið svo aftur inn í ofn með öllu gúmmelaðinu á þar til osturinn er bráðinn og pizzan tilbúin.
  5. Hér er nauðsynlegt að sulla vel af hvítlauksolíu ofan á.

Þegar ég geri pizzu geri ég eiginlega alltaf þessa botna og krakkarnir biðja um holla pizzu í hverri viku. Þau hreinlega elska þennan rétt en þeirra pizza er ennþá svona þessi týpíska með áleggi, osti og ananas. Ég er bara glöð að þau vilji þennan botn en ekki tilbúinn hveitibotn. Eldri stelpan mín er reyndar dugleg og prófar alltaf hollari útgáfuna sem er frábært.

Uppskriftin af botninum kemur úr bókinni Happ Happ Húrra.

Eplasnarl

IMG_5796Innihald: / 4 græn epli / 3-5 cm engiferrót / 30 blöð fersk mynta / 1/2 – 1 lime.

Aðferð: allt sett í safapressuna og best að pressa myntublöðin og engiferið milli eplanna.

Þetta er einn uppáhalds djúsinn minn. Svo ferskur og einfaldur með aðeins fjórum innihaldsefnum. Ég fékk þessa uppskrif senda frá Telmu Matt á fitubrennsla.is. Telma er algjör heilsusnillingur og er með frábæra facebook síðu.