Archive of ‘ís’ category

Karamelluís Ebbu

IMG_2070_2Innihald: / 400 ml rjómi / 2 egg / 100 g kókospálmasykur / 10 dropar Via Health karamellustevía (eða vanillustevía) / 30 g mórber / 100 g dökkt karamellusúkkulaði / 50 g dökkt súkkulaði.

  1. Þeytið rjómann og setjið hann í skál.
  2. Þeytið vel saman eggin og sætuna.
  3. Setjið mórberin í blandarann og hakkið.
  4. Saxið súkkulaðið niður.
  5. Hrærið öllu saman og setjið í frysti.

IMG_2096_2  IMG_2086_2  IMG_2098_2IMG_2093_2

 Tóm hamingja

Ljomandi-bordi4

Vanilluís

IMG_1432Innihald: // 1 bolli nýmjólk / 1/2 líter þeyttur rjómi / 1/2 bolli hlynsíróp / smá salt / 1 msk vanillu extract eða vanilludropar / 1 vanillustöng (maukið innan úr) / VAL: 1-2 dropar vanillustevía en ekki nauðsynlegt.

  1. Byrjið á að þeyta rjómann.
  2. Skerið vanillustöngina langsum i tvennt og skafið dásamlegt vanillumaukið úr.
  3. Blandið svo saman í skál mjólkinn, hlynsírópinu, vanillumaukinu, vanillu extrakt-inu og saltinu og blandið vel.
  4. Bætið þessu síðan út í rjómann og hrærið vel saman.
  5. Hér má setja 1-2 dropa af vanillustevíu en það er alls ekki nauðsynlegt, smakkið til.
  6. Setjið eitthvað yfir skálina og kælið í ísskáp í amk. klukkustund eða yfir nótt.
  7. Setjið í ísvél og látið ganga í ca. 20 mínútur eða þar til tilbúið.
  8. Þið getið síðan borið ísinn strax fram eða sett í frysti í 20-30 mín.

Ég er engin ísmanneskja en ég hér á heimilinu er stóra stelpan mín hún Edda og maðurinn minn mikið ísfólk. Þegar þau gera sér glaðan dag er farið í ísbúð. Við Edda gerðum um jólin jólaísinn hennar Ebbu sem er brjálæðilslega góður karamelluís og verður okkar jólaís hér eftir. Eddu langaði að prófa að gera vanilluís og varð þessi uppskrift fyrir valinu eftir smá leit á netinu. Hann er eiginlega smá samansafn af uppskriftum svo ég stakk upp á að við mundum kalla hann vanilluísinn okkar en henni fannst það súper asnalegt :) svo hann heitir bara vanilluís. Ef þið notið ekki ísvél og setjið ísinn beint í frysti er hann ekki eins mjúkur og verður meira vatnskenndur en alveg jafn bragðgóður. Ísvélin gerir smá töfra.

IMG_1391-2

IMG_1423

 

 

Ljomandi-bordi_3

Jarðarberjaís

IMG_4824Innihald: / 4 dl frosin jarðarber / 1 dós kókosmjólk / 1 tsk vanilla extract / 5 dropar piparmyntu stevia / nokkur fersk myntulauf.

Aðferð: setjið allt í blandarann og síðan í ísvél. Ef þið eigið ekki svoleiðis þá bara beint úr blandaranum í ísform og svo í frystinn.

Edda mín elskar heimatilbúinn ís og hjálpaði mér að búa til þennan :O)