February 2014 archive

Hafra- og chiagrautur

IMG_5221Innihald grautsins: / 1 bolli möndlu- eða hrísmjólk / 2/3 bollar tröllahafrar (ekki verra ef þeir eru glútenlausir) /2 msk chiafræ / 1 tsk vanilluduft / 1 tsk kanill / 1/2 tsk sítrónusafi / smá salt.

  1. Þessu er öllu hrært saman og látið standa yfir nótt í ísskáp.

Innihald ávaxtablöndunnar:1 epli / 2 dl frosin hindber / 1-2 cm rifinn engifer.

  1. Allt sett í matvinnsluvél og léttsaxað, ekki maukað.
Finnið glerkrukku og setjið fyrst smá graut í botninn, þar næst hluta af epla/berjablöndunni og svo þunnar bananasneiðar ofaná ef þið viðjið. Ég sleppti þeim hér en þannig er þessi grautur náttúrulega algjört æði. Svo geriði eins aftur og fyllið krukkuna. Algjör snilld að taka með sér í vinnuna og ég í flugvélina.
Þessi uppskrift er ca. ein stór eða tvær litlar máltíðir.

Þennan graut bjó Solla til í Heilsugenginu og hann er bara geggjaður.

Ebbugrautur

IMG_4422Innihald: / 1 dl quinoa / 2 dl vatn / 1/2 dl chiafræ / ferskir mangóbitar eða annar ávöxtur / smá sítrónuólífuolía

  1. Munið að leggið quinoa í bleyti yfir nótt.
  2. Morguninn eftir skolið quinoa með köldu vatni, setjið í pott ásamt 2 dl af vatni og sjóðið í 10-15 mín.
  3. Á meðan setjið þið chiafræ í bleyti og hrærið af og til í á meðan fræin eru að drekka í sig vökvann.
  4. Þegar grauturinn er tilbúinn fer quinoa í skál, blandið chiafræjunum saman við og skerið mangó út í.
  5. Hellið svo aðalatriðinu út, sítrónuólífuolíunni. Hún gerir svo mikið bragð og þá fáum við einnig aukaskammt af omega-9. Tilbúinn dásamlegur morgunmatur!

Mangó er með mjög hátt frúktósamagn þannig að ef þú ert að minnka við þig sykur og ávaxtasykur gæti verið sniðugt að nota kiwi í staðinn. Mangó er samt basískur ávöxtur en ekki súr fyrir líkamann. Kíkið á Dr. Mercola, þar finnið þið lista yfir frúktósamagn í nokkrum ávöxtum. Þið verðið að skrolla aðeins niður á síðunni þegar þið eruð búin að klikka á linkinn hér við hliðina til að finna þetta (1).

Þessi morgunmatur er svo mikil tær snilld og mér líður svo ótrúlega vel þegar ég byrja daginn á honum. Reyndar borða ég morgunmat frekar seint því mér líður yfirleitt best ef ég drekk bara í byrjun dags. Þessi grautur er fullur af næringarefnum og svo er höfundur hans bara svo dásamlega sjarmerandi kona, Ebba Guðný. Og það besta er að Edda mín 12 ára er farin að biðja um hann reglulega á morgnana sem er frábært.

http://www.mbl.is/smartland/heilsa/2012/08/21/chiagrautur_ebbu_gudnyjar/

Glútenlaust gulrótarbrauð

IMG_3727-4Innihald: / 2 rifnar gulrætur / 2 1/2 dl bókhveitimjöl eða möndlumjöl  2 1/2 dl maísmjöl / 1 msk whole psyllium husks2 msk kókosolía / 2 egg / 1 1/2 dl fjölkornablanda frá LÍF eða einhver fræ /  3 tsk lyftiduft / smá klípa salt / 2 dl möndlumjólk eða hrísmjólk.

  1. Blandið öllum þurrefnum saman og síðan restinni. Maísmjölið er skemmtilega fagurgult á litinn en gæti farið illa í fólk með glútenóþol.
  2. Psyllium husks virkar eins og bindiefni með glútenlausu mjöli, rétt eins og glútenið er bindiefni í hveiti, spelti os.frv. Þess vegna er gott að leyfa deiginu að standa ca. 5 mín áður en það er sett í form til að leyfa huskinu að bindast deiginu.
  3. Mér finnst best að klæða form að innan með bökunarpappír en annars gæti verið gott að smyrja formið að innan með t.d. kókosolíu.
  4. Setiið í miðjan ofninn og bakið í 30-40 mín á 180gr. Brauðið á að fá harða skorpu. Látið kólna smá áður en þið skerið.

Ef þú vilt ekki nota egg geturðu gert svokölluð hörfræ-egg, notað banana og eplamauk.

Glútenlaus bakstur verður aldrei eins og venjulegur bakstur en kroppurinn mun elska hann og þið munuð finna og sjá muninn. Glútenlaus brauð geymast ekkert mjög vel, þau eru best beint úr ofninum. Ekkert að því!

IMG_3692Þessa uppskrift fann ég á dásamlega fallegu heimasíðunni hennar Hönnu Göransson http://www.hurbrasomhelst.se

 

Jarðarberjaís

IMG_4824Innihald: / 4 dl frosin jarðarber / 1 dós kókosmjólk / 1 tsk vanilla extract / 5 dropar piparmyntu stevia / nokkur fersk myntulauf.

Aðferð: setjið allt í blandarann og síðan í ísvél. Ef þið eigið ekki svoleiðis þá bara beint úr blandaranum í ísform og svo í frystinn.

Edda mín elskar heimatilbúinn ís og hjálpaði mér að búa til þennan :O)

Blómkálspopp

.

IMG_4196-2Innihald: 1 lítið blómkálshöfuð / 2 msk ólífuolía / 2-3 msk næringarger / smá salt.

  1. Takið eins mikið blómkál og þið ætlið að borða, segjum 1/2 stórt eða heilt lítið og rífið niður í höndunum í munnbita.
  2. Best er að nota ílát sem hægt er að loka eins og t.d. nestisbox.
  3. Setjið slatta af ólífuolíu, smá salt og ca. 3 msk næringarger yfir.
  4. Lokið boxinu og hristið…. þá eru þið að poppa (það kemur popphljóð án gríns).

Ef ykkur finnst vanta bragð þá bara setja meira næringarger.  Þetta er uppskriftin sem Solla snillingur gerði í þættinum Heilsugengið fyrir Lindu P.  Næringager getur þó farið í magann á sumum svo takið eftir því ef það gerist hjá ykkur og ég þarf að passa mig að borða ekki of mikið af hráu blómkáli út af skjaldkirtlinum.

Súkkulaði og bananasmoothie fyrir krakka

IMG_4662Innihald: 1 banani / 1 dl spínat / 2 dl möndlumjólk / 2 msk kakó / 1 tsk sólblómafræ / 1 tsk kasjúhnetur / 3-4 pecanhentur / 2 tsk akasíuhunang / 1 tsk hörfræolía eða hampolía (omega-3) / 1/2 tsk vanilluduft / smá salt

  1. Malið sólblómafræin, kasjúhneturnar og pecanhneturnar í kaffikvörn.
  2. Allt sett í blandarann og nokkrir klakar. Sólblómafræin gefa frá sér sérstakt bragð svo ef krakkarnir eru ekki að fýla þennan prufið þá að sleppa sólblómafræjunum.

Ég klippti þessa uppskrift úr Morgunblaðinu fyrir löngu, löngu síðan og man ekkert frá hverjum hún kemur.

Hinn daglegi græni djús

IMG_4789 Innihald: / 2-3 lúkur spínat eða annað kál / 1/2 sítróna eða lime / 1/2 – 1 grænt epli / 1/3 gúrka / 1-2 sellerístilkar / 2-3 cm engiferrót / 4 dl vatn / val: lúka af myntu eða kóríander.

Aðferð: ég set allt í blandarann og sía svo hratið frá gegnum síupoka sem fæst í Ljósinu Langholtsvegi. Stundum þegar ég hef ekki mikinn tíma set ég allt í blandarakönnuna nema vatnið og geymi inni í ísskáp. Bæti svo vatninu út í um morguninn, sía hratið frá og þá er djúsinn tilbúinn strax fyrir tvo.

Ég hef gert þennan djús á morgnana í mörg ár og ætla að gera hann út lífið. Stundum tek ég pásu en mér finnst alltaf jafngott að byrja daginn á grænum djús og ekki bara mér heldur manninum mínum líka. Þetta er innblástur frá djúsnum hennar Sollu, hinn daglegi græni djús en stundum bæti ég í hann myntu og þá er hann extra góður. Hvar værum við án Sollu segi ég bara :)

EN það er vandlifað og ég má ekki ofnota spínat vegna þess að ég er með vanvirkan skjaldkirtil. Þess vegna er mjög gott að skipta um káltegund reglulega og festast ekki í einni tegund eingöngu heldur reyna að nota sem fjölbreyttast. Það tekur enga stund að útbúa hann þegar þetta er komið í rútínu.

Sætar kartöflur og sellerírót

IMG_4288Innihald: / 1 sæt kartafla / 1 sellerírót / 2-3 hvítlauksrif / smá salt / kaldpressuð lífræn ólífuolía

  1. Skerið rótargrænmetið í bita og hellið ólífuolíunni yfir.
  2. Pressið hvítlaukinn yfir og saltið.
  3. Inn í ofn í 20-30 mín.

Þetta er nú það einfaldasta í heimi að búa til en ég fæ aldrei leið á þessu. Svo er þetta svo mikil snilld daginn eftir í nestið með fullt af grænmeti eða afgang af t.d. kjúklingi. Ég elska þegar mér tekst að taka svona nesti með mér í flug en það tekst nú ekki alltaf því þetta er alltaf klárað. Þá er bara eitt ráð, gera meira í einu.

Kúrbítspizza

IMG_3893Botninn: / 2 bollar kúrbítur / 3/4 bollar malaðar möndlur / 1/4 bolli rifinn parmesan / 1 msk chiafræ (möluð í kaffikvörn) / 1 tsk oregano / 1/2 tsk hvítlauksduft / 1/4 tsk salt

Heimagerð pizzusósa: / 2 dl maukaðir tómatar / 1 dl tómatpúrra / 1-2 hvítlauksrif / 1-2 tsk oregano

Ofaná: tómatsósa + ostur + pestó + rúkóla + heimagerð hvítlauksolía

  1. Kúrbíturinn er rifinn fínt á rifjárni og síðan er vökvinn kreistur úr honum gegnum spírupoka (fæst í Ljósinu Langholtsvegi). Mikilvægt að kreista vökvann vel úr.
  2. Öllu er blandað saman í skál og síðan sett á bökunarpappír á ofnplötu.
  3. Bakið við 180°C í 25 mínútur.
  4. Snúið svo við og bakið í 5-10 mínútur.
  5. Smyrjið svo sósunni á, stráið osti yfir og bakið aftur þar til osturinn hefur bráðnað.
  6. Takið pítsuna út úr ofninum, smyrjið  grænu pestói á pítsuna, setjið rúkóla og hvítlauksolíu ofan á. Njótið!

Þessi uppskrift er frá Sollu http://www.lifrænt.is

IMG_3889-2

 

Heimagert majónes

 

IMG_4609Innihald: /eggjarauður / 1 egg / 1 msk ferskur sítrónusafi / 
1 tsk Djion sinnep 
/ 1/2 tsk salt
 / 1/2 tsk karrí / smá hvítur pipar / 
1 dl kaldpressuð lífræn ólífuolía

  1. Setjið eggjarauður, egg, sítrónusafa, sinnep og krydd í blandara og blandið saman þangað til það verður kremkennt.
  2. Olíunni er hellt út í mjög rólega meðan blandarinn gengur rólega. Smakkið til.

Notið til að búa til avocadomajónes sem er frábærlega góð þyngri sósa með eins og hamborgara og þannig mat.

 

1 2