Posts Tagged ‘raw’

Sólþurrkað tómatpestó

IMG_2133_2Sólþurrkað tómatpestó: 1 bolli sólþurrkaðir tómatar (eða ein krukka sem er ca. 300 g) / smá sítrónusafi og sítrónubörkur / 2 hvítlauksgeirar / lúka af ferskri basilíku / 1/2 rauður laukur / 1/2 bolli kaldpressuð ólífuolía / 1/2 bolli furuhnetur / smá himalayan salt / 1/3 bolli parmesan ostur.

  1. Setjið alllt í matvinnsluvélina eða blandara og mixið í smá stund en samt ekki þannig að það verði of þunnt, gott að hafa smá áferð.
  2. Frábært að setja innan í grænmetisblað í staðinn fyrir brauð og fá próteinið úr eggjunum.

IMG_2117_2

Ég elska pestó og gæti lifað á því. Þegar við förum í ferðalög tek ég alltaf eitthvað svona með okkur. Frábært meðlæti með mat og milli mála.

 

Ljomandi-bordi4

Mömmukaka

IMG_4463Botn: / 100 g möndlur / 100 g kókosmjöl / 4 msk kakó / 250 g döðlur lagðar í bleyti í ca 15 mín í volgt vatn

Aðferð: setjið allt í matvinnsluvél + þrýstið með fingrum í fallegt mót.

Súkkulaði: / 1 dl kakó / 1 dl kókosolía (fljótandi) / 1/2 dl hlynsíróp (maple syrup) / val: 2-3 dropar piparmyntuolía út í súkkulaðið (Young Living) eða 3 dropar piparmyntu-stevia.

Aðferð: hrært saman + hellt yfir botninn + sett í frysti + tilbúið eftir ca. 1-2 tíma.

Ég hef alltaf notað 1/2 dl af agave sírópi í súkkulaðið en núna notaði ég hlynsíróp í staðinn. Hér getið þið lesið um muninn á hlynsírópi og agave. Svo bætti ég út í þremur dropum af piparmyntu-steviu. Kannski er alveg eins gott að nota bara piparmyntuolíuna og sleppa steviunni. Alveg nóg af sykri hinsegin. Ég prufa það næst. En þessi kaka kom mjög vel út og eiginlega miklu betur með hlynsírópinu.

Ég nota eldfast mót undir þessa köku sem er 18×25 (innri botn). Svo set ég bara filmu :/ yfir og inn í frysti.

Þetta er uppáhaldskakan á heimilinu og við eigum þessa köku mjög oft til í frystinum. Krakkarnir fundu nafnið á hana því ég var alltaf að stelast í frystinn endalaust og þau urðu forvitin hvað ég væri alltaf að ná mér í. Þeim finnst kakan svo góð að þau biðja mig reglulega um að búa hana til. Hún er samt full af sykri (döðlur, agave eða hlynsírópið, kókosmjöl) svo ég hef róast mjög mikið í því að stelast í frystinn :) Ef þið setjið piparmyntudropa út í skúkkulaðið eru þið komin með After Eight bragð!

Já kókosmjöl hagar sér pínu eins og sykur í líkamanum því miður, eins og það er nú dásamlega gott.

Hráfæðipasta Jönu

IMG_7555-2Innihald: / 1 kúrbítur / 1 sæt kartafla / 1 rauðrófa

  1. Skerið grænmetið í pastastrimla með julienne peeler eða mandólín rifjárni og mýkið milli fingra með ólífuolíu. Ég set pínu salt líka.

Avocado basil pestó: / 2 avocado / 2 hvítlauksrif / handfylli af ferskri basilíku / hálf lúka af steinselju / 1/4 tsk þurrkar chili / 1/2 lime / smá ólífuolía / salt og pipar

  1. Allt sett í blandarann.
  2. Notið safann og börkinn úr lime-inu.

Kasjú”osta”sósa: / 1 bolli kasjúhnetur / 2 msk næringager / 1 tsk laukduft / lúka af graslauk / smá sítrónusafi / smá vatn til að þynna / salt og pipar

  1. Setjið kasjúhnetur í bleyti í ca. 2 klst.
  2. Setjið þær ásamt öllu hinu í blandarann og blandið þar til verður að sósu.

Mangótwist: / 1-2 mangó / bláber / mynta söxuð yfir. Svooooo gott!!!

Ég fékk þessa dásemdar uppskrift hjá elsku vinkonu minni henni Jönu. Hún heldur úti frábærri facebook síðu, Healthy Jana sem er full af allskonar fróðleik. Kíkið á hana.

Eplasnarl

IMG_5796Innihald: / 4 græn epli / 3-5 cm engiferrót / 30 blöð fersk mynta / 1/2 – 1 lime.

Aðferð: allt sett í safapressuna og best að pressa myntublöðin og engiferið milli eplanna.

Þetta er einn uppáhalds djúsinn minn. Svo ferskur og einfaldur með aðeins fjórum innihaldsefnum. Ég fékk þessa uppskrif senda frá Telmu Matt á fitubrennsla.is. Telma er algjör heilsusnillingur og er með frábæra facebook síðu.

Græn og guðdómleg sósa

IMG_5945Innihald: / 4 lúkur spínat eða annað grænt kál / 1 dl grænar ólífur / 1 lúka fersk basil (líka hægt að nota þurrkaða) / 1 dl kasjúhnetur / 3 dl ólífuolía / smá salt / smá svartur pipar.

Aðferð: setjið allt í blandarann og maukið. Gæti verið gott að setja ólífuolíuna út í í mjórri bunu. Smakkið til.

Þessa afar einföldu sósu sá ég í Happ Happ Húrra bókinni. Þar heitir hún einfaldlega græn sósa og er pizzasósa. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þessa sósu og ég nota hana yfirleitt sem álegg eða meðlæti því hún er svo þykk og bragðgóð. Hún er góð með brauði, hrökkbrauði, með fersku grænmeti eins og gulrótum og gúrku. Hún er einfaldlega frábær til að eiga í ísskápnum og reddar manni oft þegar sykurpúkinn mætir seinnipartinn og vill fá sitt. Það tekur enga stund að búa hana til, ekkert að leggja í bleyti eða neitt þannig. Sósan geymist ekki mjög lengi svo mér finnst betra að búa til minna en meira og þá geri ég hana bara oftar.

IMG_5925

RMVJ

IMG_4402Innihald: / 2 gulrætur / 2 stk sellerí / 2 græn epli / 1/3 rauðrófa / 1/3 gúrka eða eitthvað grænt eins og spínat / 1/2 sítróna / 1 hvítlauksgeiri / smá engiferbiti

Aðferð: þessi safi er pressaður í safapressu en ef þið eigið ekki svoleiðis þá notiði bara blandarann og síið djúsinn frá hratinu gegnum síupoka (fæst í Ljósinu Langholtsvegi).

RMVJ stendur fyrir Raw Mixed Vegetable Juice og er talinn einn sá næringarríkasti sem þið getið skellt í ykkur. Sumum finnst kannski skrítið að djúsa hvítlauk en hvítlaukur er t.d. ótrúlega sveppa- og bakteríudrepandi. Þessi safi er notaður í The Great Liquid Diet eða GLD sem Dr. Leonard Mehlmauer þróaði í sinni lækningafræði (1). Try it!

 

Súkkulaði-hrákaka með “mousse” kremi

IMG_4491Botn: / 2 bollar valhnetur / 1 1/2 bolli hlynsíróp / 1 bolli vatn / 1 tsk lífrænir vanilludropar / 2 bollar hreint kakó / 3 bollar kókosmjöl / 1 tsk sjávarsalt

  1. Setjið kókosmjöl í matvinnsluvél/blandarann til að fá fínlega áferð og setjið til hliðar.
  2. Setjið valhnetur, agave, vatn og vanilludropa í blandara og maukið.
  3. Blandið svo kakói og salti saman við. Setjið í skál og blandið saman við kókosmjölið.
  4. Setjið í 24 cm smelluform klætt að innan með bökunarpappír og þjappið vel.

Mousse: / 2 bollar kasjúhnetur / 1 bolli gróft kókosmjöl / 1 1/4 tsk bolli vatn / 1 msk kakó / 2 1/2 tsk lífrænir vanilludropar / smá salt / 1 bolli hlynsíróp / 1 1/2 bolli kókosolía (fljótandi).

  1. Kasjúhnetur, kókosmjöl, og vatn sett í blandara og þeytt saman.
  2. Restinni blandað út í, síðast kókosolíunni og blandað vel.
  3. Þá er “mousse” kremið sett ofan á botninn og formið sett í frysti í amk. 2 tíma.

Ég bauð upp á þessa í afmæli og var beðin um uppskiftina sem er besti mælikvarðinn á hversu vel heppnast að mínu mati.

Chiagrautur með ávöxtum

IMG_4964Innihald: / 1/2 dl chiafræ / 1/4 dl sólblómafræ / 1/4 dl sesamfræ / 1/4 dl graskersfræ / 1/4 dl hampfræ / 1 tsk kanill / smá salt / 3 1/2 dl vatn / ávextir að eigin vali.

  1. Setjið allt í skál, hrærið saman og látið standa inni í ísskáp yfir nótt.
  2. Setið svo ávextina út á morguninn eftir og fáið ykkur morgunmat.

Það segir sig sjálft að ef þú ferð beint úr Kelloggs pakkanum yfir í þennan morgunmat mun þér ekki finnast hann góður. Það þarf fyrst að setja bragðlaukana í smá sykurafvötnun. En ég lofa að mallinn þinn mun elska hann. Ef þið viljið hafa grautinn sætari má setja döðlur í litlum bitum út í og láta standa með yfir nótt. Ég sleppti því hér en notaði smá kardimommukrydd og smá vanillu extract því mér finnst vanillubragð svo gott.

Hafra- og chiagrautur

IMG_5221Innihald grautsins: / 1 bolli möndlu- eða hrísmjólk / 2/3 bollar tröllahafrar (ekki verra ef þeir eru glútenlausir) /2 msk chiafræ / 1 tsk vanilluduft / 1 tsk kanill / 1/2 tsk sítrónusafi / smá salt.

  1. Þessu er öllu hrært saman og látið standa yfir nótt í ísskáp.

Innihald ávaxtablöndunnar:1 epli / 2 dl frosin hindber / 1-2 cm rifinn engifer.

  1. Allt sett í matvinnsluvél og léttsaxað, ekki maukað.
Finnið glerkrukku og setjið fyrst smá graut í botninn, þar næst hluta af epla/berjablöndunni og svo þunnar bananasneiðar ofaná ef þið viðjið. Ég sleppti þeim hér en þannig er þessi grautur náttúrulega algjört æði. Svo geriði eins aftur og fyllið krukkuna. Algjör snilld að taka með sér í vinnuna og ég í flugvélina.
Þessi uppskrift er ca. ein stór eða tvær litlar máltíðir.

Þennan graut bjó Solla til í Heilsugenginu og hann er bara geggjaður.

Blómkálspopp

.

IMG_4196-2Innihald: 1 lítið blómkálshöfuð / 2 msk ólífuolía / 2-3 msk næringarger / smá salt.

  1. Takið eins mikið blómkál og þið ætlið að borða, segjum 1/2 stórt eða heilt lítið og rífið niður í höndunum í munnbita.
  2. Best er að nota ílát sem hægt er að loka eins og t.d. nestisbox.
  3. Setjið slatta af ólífuolíu, smá salt og ca. 3 msk næringarger yfir.
  4. Lokið boxinu og hristið…. þá eru þið að poppa (það kemur popphljóð án gríns).

Ef ykkur finnst vanta bragð þá bara setja meira næringarger.  Þetta er uppskriftin sem Solla snillingur gerði í þættinum Heilsugengið fyrir Lindu P.  Næringager getur þó farið í magann á sumum svo takið eftir því ef það gerist hjá ykkur og ég þarf að passa mig að borða ekki of mikið af hráu blómkáli út af skjaldkirtlinum.

1 2