November 2014 archive

Gulrótarkaka úr kókoshveiti

IMG_0841_2Innihald: / 1 bolli kókoshveiti / 3/4 bolli hlynsíróp / 1/2 bolli kókosolía (fljótandi) / 8 egg (stofuheit) / 1 msk kanill / 1 tsk engifer / 1/2 tsk múskat (nutmeg) / 1/2 tsk salt / 1 msk sítrónusafi / 1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft / 1 tsk matarsódi / 2 bollar rifnar gulrætur.

Krem: / 300 g rjómaostur / 150 g sukrin melis eða flórsykur / 1 tsk vanillu extract eða vanilludropar / smá sítrónusafi.

  1. Hitið ofninn í 180 gr. og notið tvö 23 cm kökuform.
  2. Setjið öll innihaldsefnin nema gulræturnar í hrærivél og hrærið saman.
  3. Bætið síðast gulrótunum út í.
  4. Setjið deigið í formin og bakið í 20-25 mín.
  5. Látið kólna alveg áður en þið setjið kremið á milli botnanna og yfir.
  6. Skreytið með rifnum gulrótum og berið fram með þeyttum rjóma.

IMG_0860_2

Þessi uppskrift er frá heimasíðunni http://detoxinista.com. Hrikalega góð gulrótarkaka.

 

Bordi2

 

Ljómandi grænt boost

IMG_0787_2Innihald: / 1/2 greip / 1/2 grænt epli / 1/3 gúrka / handfylli grænt salat / 1/2 sítróna / handfylli mynta eða kóríander / 1 tsk chiafræ / 1 bolli vatn eða kókosvatn / 2 tsk græna bomban.

  1. Setjið allt í blandarann og mixið saman.
  2. Ef þið viljið nota djúsvél þá djúsið þið greipið, eplið, gúrkuna, salatið, sítrónuna og kryddjurtirnar og hrærið svo restinni út.

Grænu bombuna hef ég tekið lengi. Hún er öflug og næringarrík jurtabanda sem fæst í Jurtaapótekinu sem inniheldur spirulina, bygggras, steinselju, cholrellu og rauðrófur. Hún styrkir ónæmiskerfið, örvar brennslu hitaeininga, lækkar kólesterólið í blóðinu og vinnur gegn öldrun ásamt því sem hún hreinsar lifrina, styrkir flóruna í ristlinum og brýtur niður fitu. Græna bomban inniheldur m.a. amínósýrur, beta-karótín, fólínsýru, járn, joð, kalk, kalíum, kísil, magnesíum, selen, SOD-ensím, zink, A-vítamín, B12-vítamín, C-vítamín, E-vítamín.

Uppskriftin af þessum annars basíska djús er innblásin frá I Quit Sugar Cookbook eftir Sarah Wilson. Hún segist drekka svona djús þá daga sem hún nær ekki að borða eins hollt og hún mundi vilja. Chiafræin og greipið, sem er mjög C-vítamínríkt, þykkja hann aðeins og skapa áferðina.

Svona til gamans má geta þá á ég hæfileikaríka frænku sem er hönnuður og heitir Inga Sól. Hún hannaði einstaka lampaseríu úr endurunnum mjólkufernum og skírði lampana Ljómandi. Hvorug okkar vissi af því að við hrifumst svona af sama orðinu fyrr en fyrir stuttu. Hér getur þú kíkt á lampana hennar :)

Bordi2

 

“Marsípan” bitar

IMG_0603Botn: / 1 bolli möndlumjöl / 2 msk hlynsíróp / 1 msk kókosolía (fljótandi) / 1/4 tsk möndludropar eða extraxt / smá salt.

Kókosfylling: / 1 bolli kókosmjöl / 3 msk hlynsíróp / 2 msk kókosolía (fljótandi) / 1 msk vatn.

Súkkulaði: / 1/4 bolli kakóduft / 1/4 bolli kókosolía (fljótandi) / 2 msk hlynsíróp.

  1. Setjið bökunarpappír í form, ég notaði venjulegt jólakökuform.
  2. Setjið kókosolíukrukkuna í heitt vatn svo olían verði fljótandi.
  3. Blandið öllu sem er í botninum saman í skál, hrærið vel saman þar til verður að deigi og pressið slétt í botninn á forminu.
  4. Blandið öllu sem er í kókosfyllingunni saman og hrærið vel. Setjið yfir botninn og sléttið.
  5. Búið til súkkulaðið í skál, pískið smá til að fá fallega áferð á það og hellið yfir.
  6. Setjið í frysti og tilbúið eftir 1-2 tíma.
  7. Skerið í fallega bita og berið fram beint úr frysti, það er betra að bera þá fram kalda.

Þessir ótrúlega einföldu og meiriháttar góðu bitar komu alveg óóótrúlega á óvart. Þvílíkt nammi. Ég held ég sé búin að finna jólakonfektið mitt svo gott er þetta.

 

IMG_0574 IMG_0580

IMG_0615Ég fann þessa dásemdar dásemd á detoxinista.com

Bordi1

Rauða pestóið hennar Ragnhildar

IMG_0506Innihald: / 100 gr möndlur / 1 krukka sólþurrkaðir tómatar / 50 gr fersk basil / 1-2 hvítlauksrif / 1 rautt chili / 1-2 msk hunang / safi úr 1/2 lime / smá salt.

  1. Byrjið á að rista möndlurnar á pönnu.
  2. Malið möndlurnar frekar gróft í matvinnsluvél og takið frá.
  3. Setjið alla krukkuna af sólþurrkuðu tómötunum í matvinnsluvélina ásamt olíunni og öll hin innihaldsefnin.
  4. Hrærið síðan möndlunum saman við með sleif.
  5. Það gæti þurft að setja smá auka olíu út í.
  6. Tilbúið.

IMG_0480Vinkona mín hún Ragnhildur Eiríksdóttir bauð mér og vinkonum okkar í hádegisverð og gerði handa okkur dásamlega súpu, heimabakað brauð og þetta klikkaða pestó. Ég fékk uppskriftina hjá henni og er búin að gera þessa uppskrift svo oft síðan að nú græja ég þetta pestó með augun lokuð. Alveg ómótstæðilega gott. Takk elsku Ragnhildur, þú ert snillingur.