Þriggja daga djúsfasta

 

djusÞegar við drekkum fljótandi fæði notar líkaminn lágmarks orku til að brjóta niður fæðuna og fær hámarksnæringu úr drykkjunum. Með fljótandi fæði gefum við meltingunni meiri hvíld en þegar við borðum fasta fæðu og gefum líkamanum tækifæri á að hreinsa vefi og byggja sig upp.

Oft er talað um að það sé gott að vera á fljótandi fæði í 3 daga. Það er bæði hægt að gera djúsana sína sjálfur, kaupa lífræna djúsa í glerflöskum eða kaupa nýpressaða djúsa af heilsuveitingastöðum eins og Gló. Þá er búið að gera daginn kláran fyrir þig af dýrindis djúsum sem er ótrúlega þægilegt. Safarnir á Gló eru einstakir þar sem þeir eru nú kaldpressaðir en þannig næst enn meiri safi úr hráefninu. Það er gott að þynna djúsana í glerflöskunum út með smá af vatni ef þú kaupir svoleiðis. Ég geri svona djúsföstur alls ekki oft og mér finnst alltaf best að borða aðeins með, eins og hálfan eða einn ávöxt t.d. epli til að halda kerfinu gangandi. Þegar við tyggjum mat sendir munnurinn skilaboð til ristilsins um að tæma sig og ef við erum lengi á fljótandi fær ristillinn ekki þessi skilaboð. Mér finnst líka mjög gott að halda inni próteinsjeikum. Þeir gefa meiri fyllingu og próteinið gefur okkur amínósýrurnar sem við þurfum.

  • Það er líka hægt að blanda smá af grænu dufti út í einn af djúsunum ef hungrið er alveg að fara með mann.
  • Það er gott að taka inn hörfræolíu með fyrir lifrina.
  • Ávextir hækka blóðsykurinn frekar mikið en þeir eru samt hreinsandi á meðan grænmeti er styrkjandi.
  • Þegar fastan er svo brotin þá er gott að byrja á ávaxtasalati í morgunmat, fá sér grænmetisdjús í hádeginu og svo flott og mikið grænmetissalat í kvöldmat.
  • Svona djúsfasta ætti ekki að vera erfið ef þú hvílir þig vel, hugsar vel um þig og ert ekki undir miklu álagi. Það gengur ekkert að gera svona lagað ef þú ætlar að hamast í ræktinni eða vinna eins og vitleysingur. Það er líka nauðsynlegt að vera búin að undirbúa líkamann með því að borða létt dagana fyrir föstuna.

Það eru til fullt af uppskriftum af flottum djúsum en hér koma nokkrar tillögur:

  • Einfaldur djús: 4-5 stórar gulrætur / smá biti af engifer / 1-2 stk epli.
  • Spínatdjús: lúka af spínati / 2 bollar vatnsmelóna / 1/2 gúrka / 2 sellerístilkar / lúka fersk mynta.
  • Hreinsandi djús: 1/2 gúrka / 1 rauðrófa / 1/2 epli / 4 gulrætur.
  • Bólgueyðandi djús: lúka af grænu salati / 1 grænt epli / 1/2 gúrka / 2-3 sellerístilkar / smá engiferbiti / sítróna (ekki með hýði nema lífræn).
  • Orkudjús: 2 meðalstórar appelsínur / 1/2 sítróna / 100g rauðrófur / 100g spínat eða annað grænt kál / 100g sellerí / 100g gulrætur / smá engiferbiti.
  • Súpergrænn og hreinsandi: 200g gulrætur / 100g græn papríka / 50g spínat eða annað salat / 50g laukur / 100g sellerí / 200g gúrka / 100g tómatar.
  • RMVJ

Það er flott að láta líða ca. 3 tíma á milli en ef hungrið segir til sín er allt í lagi að drekka örar.

Hér fyrir neðan getur þú séð hugmynd að dagsskammti til viðmiðunnar og alls ekki neitt heilagt.

Klukkan 7:30 – 3 dl af safa.
Klukkan 10:30 – 3 dl af safa og kannski te með.
Klukkan 13:30 – 4 dl af safa.
Klukkan 16:30 – 3 dl af safa og kannski te með.
Klukkan 19:30 – 4 dl af safa.
Klukkan 22.00 – 3 dl af safa.

Leave a Reply