Archive of ‘Pizza’ category

Uppáhalds pizzan okkar

IMG_7203Innihald: / 5 dl spelti eða heilhveiti / 1 1/2 dl fjölkornablanda frá LÍF eða einhver önnur fræ / 1 1/2 dl gróft haframjöl / 2 msk oregano / 1/2 tsk sjávarsalt / 2 msk vínsteinslyftiduft / 2 1/2  dl volgt vatn / 8 msk ólífuolía

  1. Blandið þurrefnunum saman, hellið vatni og olíu út í og bætið auka mjöli út í ef þarf.
  2. Hnoðið saman og skiptið upp í hluta eða búið til stóra botna.
  3. Ef þið viðjið bara setja ferskt hráefni ofaná pizzuna eins og græna sósu, sólþurrkaða tómata, ferskt grænmeti, ferskan parmesan, hráskinku þá bakiði botnana í ca. 10-15 mín við 200gr og setjið svo ferska hráefnið ofnaá. Hér er t.d. ég með rauðrófumaukið góða.
  4. Ef þið viljið gera venjulega pizzu, þ.e. með pizzasósu, skinku, pepperoni, osti og ananas sem þarf að fara aftur inn í ofn þá bakið þið botninn í ca. 5 mín. Setjið svo aftur inn í ofn með öllu gúmmelaðinu á þar til osturinn er bráðinn og pizzan tilbúin.
  5. Hér er nauðsynlegt að sulla vel af hvítlauksolíu ofan á.

Þegar ég geri pizzu geri ég eiginlega alltaf þessa botna og krakkarnir biðja um holla pizzu í hverri viku. Þau hreinlega elska þennan rétt en þeirra pizza er ennþá svona þessi týpíska með áleggi, osti og ananas. Ég er bara glöð að þau vilji þennan botn en ekki tilbúinn hveitibotn. Eldri stelpan mín er reyndar dugleg og prófar alltaf hollari útgáfuna sem er frábært.

Uppskriftin af botninum kemur úr bókinni Happ Happ Húrra.

Glútenlaus föstudagspizza

IMG_4520Innihald: / 1 1/2 dl bókhveitimjöl eða maísmjöl, teffmjöl, kókoshveiti eða möndlumjöl (ég blandaði tveim tegundum saman 50/50) / 1 dl fjölkornablanda frá LÍF eða önnur fræ / 1 msk psyllium husks / 1 tsk vínsteinslyftiduft / 3 egg / 1 dl möndlumjólk / 2 msk oregano / 1 hvítlauksrif pressað / smá salt

Heimagerð pizzusósa: 2 dl maukaðir tómatar / 1 dl tómatpúrra / 1-2 hvítlauksrif 1-2 tsk oregano

  1. Stillið ofninn á 220gr.
  2. Blandið saman þurrefnunum.
  3. Hrærið saman eggjunum og mjólkinni og blandið út í. Látið standa í ca. 5 mínútur. Deigið á að vera blautt svo ekki setja meira mjöl út í.
  4. Búið til eina stóra pizzu eða tvær minni og bakið í 5-8 mínútur.
  5. Takið svo pizzuna úr ofninum og smyrjið pizzusósu yfir botninn. Setjið á hana það sem ykkur finnst gott og má fara inn í ofn. Ég notaði sólþurrkaða tómata, rauða papriku og parmesan ost. Örugglega gott að nota sveppi fyrir þá sem finnst þeir góðir.
  6. Setjið pizzuna aftur inn í ofninn í 10-15 mín.
  7. Þegar pizzan kom úr ofninum setti ég rauðlauk, rucola, avocado og aðeins meiri parmesan ofaná. Svo fullt af hvítlauksolíu. Algjört must.

Passið bara að ef þið notið kókoshveiti þá þarf meiri vökva í uppskriftina. Hér er líka frábært að nota rauðrófuhummus með. Ég studdist hér við uppskrift af hurbrasomhelst.se og bætti aðeins við hana. Eigið dásamlega helgi :) 

 

 

 

Kúrbítspizza

IMG_3893Botninn: / 2 bollar kúrbítur / 3/4 bollar malaðar möndlur / 1/4 bolli rifinn parmesan / 1 msk chiafræ (möluð í kaffikvörn) / 1 tsk oregano / 1/2 tsk hvítlauksduft / 1/4 tsk salt

Heimagerð pizzusósa: / 2 dl maukaðir tómatar / 1 dl tómatpúrra / 1-2 hvítlauksrif / 1-2 tsk oregano

Ofaná: tómatsósa + ostur + pestó + rúkóla + heimagerð hvítlauksolía

  1. Kúrbíturinn er rifinn fínt á rifjárni og síðan er vökvinn kreistur úr honum gegnum spírupoka (fæst í Ljósinu Langholtsvegi). Mikilvægt að kreista vökvann vel úr.
  2. Öllu er blandað saman í skál og síðan sett á bökunarpappír á ofnplötu.
  3. Bakið við 180°C í 25 mínútur.
  4. Snúið svo við og bakið í 5-10 mínútur.
  5. Smyrjið svo sósunni á, stráið osti yfir og bakið aftur þar til osturinn hefur bráðnað.
  6. Takið pítsuna út úr ofninum, smyrjið  grænu pestói á pítsuna, setjið rúkóla og hvítlauksolíu ofan á. Njótið!

Þessi uppskrift er frá Sollu http://www.lifrænt.is

IMG_3889-2