Ilmkjarnaolíur

9everydayoils1Ilmkjarnaolíur er eitt það magnaðasta sem ég hef kynnst. Ég hafði aldrei heyrt getið um ilmkjarnaolíur fyrr en ég sat námslotu um olíur í Heilsumeistaraskólanum og varð strax mjög hrifin enda kynntist ég þar hreinum, hágæða kjarnaolíum. Ilmkjarnaolíur eru kraftmikil náttúruafurð sem eru fengnar með eimingu úr rótum, blöðum, blómum og trjákvoðu planta. Þær geta verið misjafnar gæðum og skipta t.d. gæði plöntunar, ræktunarskilyrði og aðferðin við að ná olíunni miklu. Ilmkjarnaolíur hafa verið notaðar í þúsundir ára og þær geta virkað græðandi, sótthreinsandi, róandi, styrkjandi og verkjastillandi svo eitthvað sé nefnt. Þær er hægt að nota í daglegu lífi við alls kyns kvillum eins og kvefi, fyrir svefninn, í baðið, í ferðalagið, í nálarstungur, nudd og margt margt fleira en olíurnar virka bæði andlega og líkamlega.

Án þess að við gerum okkur kannski grein fyrir því þá hafa flest okkar upplifað hinn ótrúlega kraft sem ilmkjarnaolíur hafa. Þær eru nefnilega allt í kringum okkur. Prófaðu næst að finna ilminn af sítrónuberki og athugaðu hvort þú hressist ekki aðeins eða finndu lyktina af lavender búnti og gáðu hvort þú róist ekki aðeins. Gildi lavender olíunnar var t.d. uppgötvað fyrir slysni árið 1910 af Rene Gattefossé sem er oft nefndur faðir aromaþerapíunnar er hann brenndist illilega á rannsóknarstofu sinni og taldi sig vera að stinga hendi sinni í kalt vatn en stakk henni óvart í lavender olíu.

Mínar uppáhalds olíur eru frá fyrirtæki sem heitir Young Living en þær eru skilgreindar sem meðferðarolíur (therapeutic grade). Ástæðan fyrir því að ég vel þær olíur fram yfir aðrar er sú að eigandi Young Living, Gary Young, leggur mjög ríka áherslu á að farið sé eftir allra ströngustu reglum hvar sem er í framleiðsluferlinu til að varðveita hreinleika þeirra. Hann ferðast sjálfur um allan heim til að leita að besta mögulega ræktunarlandinu með ákjósanlegustu skilyrðum hvað varðar loftslag, jarðveg og vaxtarskilyrði fyrir þær plöntur sem Young Living notar í sínar ilmkjarnaolíur. Þannig hefur Young Living náð að þróa sitt svokallaða Seed to Seal ferli þar sem þeir hafa yfirsýn yfir alla þætti framleiðsluferlisins. Árið 1992 keypti Gary Young hreint ræktunarland í St. Maries í Idaho og þar hefur enn þann dag í dag ekki verið notað skordýraeitur né annar tilbúinn efnaáburður. Young Living er t.d. eina ameríska fyrirtækið sem á ræktunarland fyrir lavender og rósmarín í Provence í Frakklandi. Einnig á Young Living ræktunarlönd í Guayauquil í Ekvador, í Óman og Perú ásamt fleiri stöðum.

Það eru 3 leiðir til að nota Young Living ilmkjarnaolíur:

  • Innöndun: þetta má gera með því að anda beint úr flöskunni, setja einn dropa í lófann og anda að sér eða nota svokallaðan ilmúðara. Það má einnig setja heitt vatn í skál og nokkra dropa út í vatnið, setja handklæði yfir höfuð og anda að sér.
  • Gegnum húð: þá má setja ilmkjarnaolíu beint á eitthvað ákveðið svæði sem þarf að meðhöndla en þó er mælt með því að þynna hana með annarri olíu sem gæti verið kókosolía eða ólífuolía. Það er líka hægt að setja þær út í bað eða nota í heita bakstra. Sumar geta verið ertandi fyrir húðina og þess vegna er gott að lesa leiðbeiningar vel.
  • Inntaka: margir nota kjarnaolíur í matargerð. Sumir setja valdar ilmkjarnaolíur í vatn og drekka eða setja í grænmetishylki og taka inn en þetta á aðeins við um 100% hreina ilmkjarnaolíu með gæðastimpilinn therapeutic grade.

VARÚÐ: sumar kjarnaolíur eru heitar og því ætti að kynna sér notkun þeirra áður en þær eru notaðar beint á húð eða í inntöku.

Ég á nokkrar uppáhalds olíur sem ég nota mikið og mig langar að deila með ykkur hvernig ég nota þær helst. Þið sjáið þær flestar hér að ofan á myndinni og hægt er að kaupa þær saman í pakka sem heitir Everyday Oils.

LAVENDER:

  • Mjög góð alhliðaolía og styrkir ónæmiskerfið.
  • Róandi, vöðvaslakandi, góð við spennu, kvíða og svefnleysi. Setja þá nokkra dropa undir iljar eða aftan á háls.
  • Mjög græðandi og góð á þurra húð og exem.
  • Frábær á flugnabit.
  • Góð við bíl- og sjóveiki.
  • Má setja beint á opið sár.
  • Góð við sólbruna og minniháttar bruna.
  • Róandi og góð fyrir svefninn, sniðugt er að setja nokkra dropa í lófann, strjúka yfir koddann minn og svo undir iljarnar.
  • Gott er að leyfa börnum að fá dropa í lófann og anda að sér fyrir svefninn.
  • Yndislegt að setja lavenderdropa í jógahandklæðið og þá lavender ilm gegnum allan jógatímann.
  • Sniðugt er að setja lavenderdropa í blautan klút og í þurrkarann með þvottinum.
  • Gott að setja lavender í bómull og setja í skúffur og skápa.

LEMON:

  • Sótthreinsandi og bakteríudrepandi.
  • Örvar blóðstreymi, sniðugt að nudda nokkrum dropum eftir fótleggjunum.
  • Styrkir ónæmiskerfið.
  • Góð fyrir meltinguna, þá er gott að setja 1-2 dropa út í vatn og drekka.
  • Mjög gott að byrja daginn á 5 dropum af lemon út í vatn (sítrónuvatn).
  • Má nota í matargerð.
  • Frábært að setja í tusku og þrífa ísskápinn eða setja dropa í uppþvottavélina.

PANAWAY:

  • Verkjaolía og góð við alls kyns sársauka, meiðslum og eymslum, tognunum og eftir högg.
  • Við höfuðverk er gott að nudda 1-2 dropum á enni og gangauga.
  • Góð við bakverk og verkjum í liðamótum.
  • Dregur úr spennu í vöðvum.
  • Við tíðaverkjum er gott að setja 3-4 dropa út í örlítið af annarri olíu eins og kókosolíu og bera á magann. Setja svo hitapoka eða heitan klút á magann.

PEACE AND CALMING:

  • Þetta er uppáhaldsolía barnanna minna og þau biðja um hana fyrir svefninn því hún hefur svo dásamleg áhrif og lyktar svo vel.
  • Dregur úr spennu, er mild og róandi blanda sem kyrrir hugann.
  • Góð í ilmúðara (kaldúðun).
  • Fyrir svefninn er gott að setja 1-2 dropa undir iljarnar, á axlir eða anda olíunni að sér úr lófanum, líka fyrir börnin og er þetta uppáhalds olía barnanna minna.
  • Er góð í baðið.
  • Góð fyrir óróleg, ofvirk börn og börn með ADHD.

Sítrusolíur eins og t.d. lemon og orange og blöndur með sítrusolíum eins og t.d. Peace and Calming geta gert húðina ljósnæma og því má ekki setja þær á húðina ef farið er í sól næstu 24-36 klst.

PEPPERMINT:

  • Verkjastillandi, bólgueyðandi og kælandi olía.
  • Gott að setja nokkra dropa í glerflösku og drekka yfir daginn eða á æfingu.
  • Mjög góð fyrir meltinguna, við ógleði, hausverk og bíl- og sjóveiki.
  • Gott að setja 1-2 dropa í lófann og nudda yfir magann við magaverk.
  • Setja 1 dropa á enni, gagnauga eða aftan á háls til að draga úr spennu.
  • Hægt að setja 1 dropa út í te til að hjálpa meltingunni, við meltingaróþægindum og við brjóstsviða.
  • Góð við verkjum, þreytu í fótum og vöðvabólgu.
  • Olían virkar kælandi og hressandi og er t.d. góð í próflestri því hún getur aukið einbeitingu og orku.
  • Góð við kvefi og gott að setja 1-2 dropa á bringuna til að létta öndun.
  • Stillir matarlyst.
  • Má nota í matargerð og sniðugt er að setja olíuna úr í kökusúkkulaði sem bragðast þá svolítið eins og After Eight. Hér er uppskrift þar sem ég notaði piparmyntudropa.

PURIFICATION:

  • Sótthreinsandi olía.
  • Eyðir lykt og er þess vegna góð í ilmúðara.
  • Gott að nota í þvottavélina, sérstaklega íþróttafatnað.
  • Frábær á flugnabit og kláða.
  • Góð í innöndun við stíflum í ennis- og kinnholum (gott fyrir flugfólk).
  • Gott að bera á háls við særindum í hálsi.

THIEVES:

  • Flensubani og galdraolía gegn bakteríum, flensum og sýkingum.
  • Gott að bera undir iljar og á háls sem forvörn gegn veikindum eða ef slappleika verður vart.
  • Gott að setja einn til tvo dropa í volgt vatn við hálsbólgu.
  • Frábært að setja 4-5 dropa í uppþvottavélina til að sóttheinsa og eyða lykt.

Svona til gamans þá er nafnið Thieves mjög sérstakt en það er tilkomið vegna goðsagnar um 15. aldar þjófagengi sem stundaði það að ræna lík, grafir og deyjandi fólk. Til að koma í veg fyrir smit nudduðu þeir á sig olíu sem var sótthreinsandi og bakteríudrepandi. Er þeir náðust að lokum urðu þeir að ljóstra upp leyndarmálinu um vernd sína gegn sýkingum.

VALOR:

  • Þykk olía sem inniheldur möndluolíu.
  • Gott að bera á úlnliði við kvíða.
  • Kölluð hugrekkisolía sem eykur kjark og þor.
  • Góð við hræðslu, eykur jarðtengingu og dregur úr kvíða.
  • Gott að bera á undir iljar.
  • Eykur sjálfsöryggi, sjálfstraust og orkuflæði.

Ég mæli með því ef þú ætlar að prófa að nota ilmkjarnaolíur að fá ráð hjá fagaðila. Til að byrja með gæti verið öruggast að nota lítið og fikra sig áfram og það er mikilvægt að læra grunnatriðin um hvernig á að nota þær. Allar upplýsingar um Young Living olíurnar er hægt að fá hjá Heilsumeistaraskólanum. Þar eru reglulega námskeið og hægt er að læra hvernig á að nota olíurnar.

Hvar er hægt að kaupa Young Living olíur?

Hægt er að panta olíur í heildsölu beint frá Young Living með því að skrá sig inn á vefsíðu þeirra. Í raun eru þessar vörur frekar ódýrar miðað við kröfurnar, framleiðsluferlið og natnina sem lögð er í framleiðsluna. Sem dæmi þá þarf oftast mjög mikið magn af jurtum til að framleiða 1 líter af kjarnaolíu og það þarf 3-5 tonn af handtíndum rósablöðum til að framleiða 1 líter af rósaolíu.

Hægt er að versla í smásölu (retail) eða í heildsölu (wholesale) en hagstæðast er að velja hið síðarnefnda. Flestir byrja á að kaupa svokallað byrjunarsett sem inniheldur úðara og 10 olíur auk upplýsingaefnis. Þetta sett heitir PREMIUM START KITT.

Sérstakur sendingarsamningur er á milli Íslands og Young Living í Bretlandi og kostar þá PERMIUM START KITT um 27.500kr hingað komið með sköttum og tollum og sendingu.

Þeir sem velja það að skrá sig inn til að fá heildsöluverð þurfa ekki að panta í hverjum mánuði til að halda sínum afslætti.

Svona er ferlið:

  • Þú hefur samband (valdis@ljomandi.is) vegna þess að til að skrá þig inn þarftu að hafa sponsor númer og enroller númer og þannig færð þú þitt eigið viðskiptanúmer.
  • Þannig getur þú verslað hvenær sem þú vilt.
  • Mitt sponsor og enroller númer er 1957118.
  • Persónulega upplýsingar fylltar út.
  • Þú velur þér lykilorð og pin-númer sem þú svo notar þegar þú pantar olíurnar þínar.
  • Hagstæðast er að byrja á því að kaupa PREMIUM STARTER KIT sem ég sagði frá í byrjun.
  • Staðfesta pöntun.
  • Velkomin í Young Living heiminn.

Ef þú vilt skrá þig sjálfur inn þá er mitt sponsor og enroller númer 1957118 og þú getur fyllt inn allar upplýsingar á Young Living heimasíðunni. Hér er linkurinn til að skrá sig inn og passaðu að velja Europe-English.

2 Comments on Ilmkjarnaolíur

  1. Aslaug
    18. August, 2014 at 10:09 am (10 years ago)

    Bestu þakkir fyrir þetta. Líst vel á byrjunarpakkann. Kv. Áslaug

    Reply

Leave a Reply