Ebba Guðný

 

2013_Welcome_sEbbu Guðnýju þekkja allir og við vitum að hún kann að gera gómsætan og hollan mat. Oftar en ekki hef ég leitað í matreiðslubækur frá Ebbu eftir einhverju til að elda eða baka og alltaf fundið eitthvað framúrskarandi gott. Við gerðum karamelluísinn hennar um jólin og vá hvað hann var góður. Reyndar keyrðum við um allan bæ til að finna mórber en þau voru uppseld allsstaðar. Greinilega allir að gera þennan ís enda hlusta allir á Ebbu. En svo fyrir stuttu bað Hanna Birna litlan mín mig að gera þennan ís aftur og þar sem hann er greinilega kominn til að vera i þessari fjölskyldu þá bara verð ég að eiga hann inni á heimasíðunni minni. Ég fékk þess vegna leyfi til að birta þessa uppskrift frá Ebbu hér því ég vil geta nálgast hana fljótt og örugglega enda er þessi síða hugsuð fyrir til að halda utan um það sem mér og fjölskyldunni finnst gott. Ég prófaði að nota karamellustevíuna frá Omica en hún er mjög bragðmikil og ég setti aðeins minna af dropum af henni. Takk Ebba fyrir þennan dásamlega bragðgóða ís.

 

Karamelluís Ebbu

IMG_2070_2Innihald: / 400 ml rjómi / 2 egg / 100 g kókospálmasykur / 10 dropar Via Health karamellustevía (eða vanillustevía) / 30 g mórber / 100 g dökkt karamellusúkkulaði / 50 g dökkt súkkulaði.

  1. Þeytið rjómann og setjið hann í skál.
  2. Þeytið vel saman eggin og sætuna.
  3. Setjið mórberin í blandarann og hakkið.
  4. Saxið súkkulaðið niður.
  5. Hrærið öllu saman og setjið í frysti.

 

IMG_2096_2IMG_2086_2

IMG_2098_2 IMG_2093_2

Tóm hamingja

https://www.facebook.com/eldadmedebbu?fref=nf

Ljomandi-bordi4

Leave a Reply