Hvítlauksbrauð

IMG_2712_2Deig: / 1 1/4 bolli möndlumjöl / 1 msk kókoshveiti / 1/4 tsk salt / 3 tsk vínsteinslyftiduft / 1/2 tsk hvítlauksduft / 3 eggjahvítur /  1 tsk kókospálmasykur / 1/4 bolli 38 gr heitt vatn / 1 tsk ger / 2 msk ólífuolía / 1/2 bolli mozarella ostur / (1/2 tsk xanthan eða guar gum (ég sleppi því)).

Topping: / 2 msk bráðið smjör / 1/4 tsk hvítlauksduft / 1/4 tsk salt / 1 bolli rifinn mozarella ostur / 1/2 tsk ítölsk kryddblanda.

  1. Hitið ofninn í ca. 200 gr.
  2. Setjið möndlumjöl, kókoshveiti, salt, lyftiduft, hvítlauksduft og xanthan gum (ef þið viljið nota það – heldur deiginu betur saman) í skál og hrærið vel saman.
  3. Þeytið eggjahvíturnar þar til ljósar og léttar.
  4. Setjið sykurinn og vatnið í aðra litla skál og hrærið vel saman þar til sykurinn leysist upp og bætið þá gerinu út í. Passið að vatnið sé ekki of heitt né of kalt.
  5. Bætið ólífuolíunni út í hveitiblönduna og hellið síðan vatnsblöndunni með gerinu hægt og rólega út í og hnoðið vel saman með sleif.
  6. Bætið eggjahvítunum rólega út í.
  7. Setjið síðan 1/2 bolla af rifinum mozarella osti út í deigið.
  8. Setjið deigið í form (23cm) eða bara beint á bökunarpappír og formið til í ferning.
  9. Bakið í ofnin í ca. 15 mín eða þar til deigið er gullið.
  10. Á meðan búið þið til smjörið sem fer ofan á með því að bræða smjörið í potti og krydda með salti og hvítlauksdufti.
  11. Takið brauðið úr ofninum þegar það er tilbúið og penslið smjörinu yfir. Passið að smyrja alveg út á kantana.
  12. Skellið svo mozarellaostinum ofan á og kryddið með ítölsku kryddblöndunni.
  13. Setjið aftur inn í ofn í ca. 3 mín. eða þar til osturinn er bráðinn.
  14. Látið standa í smá stund áður en þið skerið niður.

Um daginn langaði mig alveg óstjórnlega í hvítlauksbrauð með einhverju sem ég var að elda. Ég átti frosið, týpískt hvítlauksbrauð inni í frysti en mig langaði ekki alveg í svoleiðis þó svo ég borði alveg allt brauð og allskonar brauð svo ég ákvað að reyna að finna hollari kost. Sem betur fer átti ég allt sem þurfti til að búa þetta flotta brauð til. Þetta er ekki alveg týpískt loftkennt hvítlauksbrauð en það kom verulega á óvart og var borðað með bestu lyst. Lyktin var himnesk… smjör.. hvítlaukur… ostur…. mmmmmmmm……

 

Heimild: cutthewheat.com

 

Ljomandi-bordi4.

 

 

 

Sesam tamari kjötbollur

IMG_2681_2Fyrir 4

Kjötbollur: / 450 g nautahakk / 2 vorlaukar / 1 stórt egg / 1/4 bolli brauðteningar / 3 msk kóríanderlauf / 1 msk tamarisósa / 2 tsk ristuð sesamolía / 1 tsk ferskt rifið engifer / smá himalayan salt / smá svartur mulinn pipar.

  1. Hitið ofninn í 200-220 gr.
  2. Saxið laukinn gróft niður, pískið eggið létt, saxið kóríanderlaufin smátt og rífið engiferið niður.
  3. Setjið nautahakkið í stóra skál ásamt lauknum, egginu, brauðteningunum (bara rista brauð og skera smátt), kóríanderlaufunum, tamarisósunni, sesamolíunni, engiferinu, saltinu og piparnum og blandið öllu vel saman.
  4. Notið hendurnar til að búa til kjötbollur.
  5. Setjið bollurnar á bökunarpappír í ofnskúffu eða í eldfast mót og inn í ofn í ca. 15-20 mínútur eða þar til þær eru gullnar og að fullu eldaðar. Eldunartíminn fer auðvitað eftir því hversu stórar þið viljið hafa bollurnar en þessi uppskrift miðast við ca. 12 bollur.
  6. Gott að bera fram með fetaosti, sultuðum rauðlauk, sultu og hvítlauksbrauði.

Rauðrófu- og elpasalat: / 1 rauðrófa / 2 lífræn epli / safi úr hálfri lime eða sítrónu / 1-2 cm rifið engifer / smá sesamfræ / ólífuolía / salt.

  1. Rífið rauðrófuna og eplin niður.
  2. Ágætt er að láta rauðrófurnar liggja aðeins í sítrónusafanum áður en öllu er blandað saman því þá mýkjast þær smá.
  3. Síðan er hægt að bæta hverju sem er útí eins og sellerí, kóríander, zukkini eða bara hverju sem er.

Ég er í ótrúlega skemmtilegum matarklúbbi sem samanstendur af 16 hressum stelpum. Við höldum klúbb tvær og tvær saman og hver klúbbur eldar mat frá ákveðnu landi. Þegar klúbburinn er búinn að fara einn hring drögum við hverjar elda saman og hvert teymi dregur land. Það er alltaf svaka spenna. Ég og Gunna sæta fengum Noreg… roooosa spennandi! En við dóum nú alls ekki ráðalausar og skelltum í kjötbollur. Það er alltaf svo skandinavískt eitthvað. Gunna er svona heilsugúrú eins og ég og fannst ekkert að því að færa kjötbollurnar í aðeins hollari búning. Hún bjó svo til ótrúlega hollt og gott salat með úr rauðrófum og eplum sem kom rosalega vel út með kjötbollunum. Frábær matarklúbbur og ísinn hennar Ebbu sló í gegn í desert.

Heimild: http://www.yummly.com

 

Ljomandi-bordi4

 

Bakaður rauðlaukur með valhnetusalsa

IMG_2510-1024x683

Þessi réttur er fyrir ca. 4

Innihald: / 4 rauðlaukar / 1 1/2 msk ólífuolía / 1 bolli (20 g) rucola salat / 15 g steinseljulauf / 60 g mjúkur geitaostur (hægt að nota fetaost eða jafnvel Havarti) / smá salt og svartur pipar.

Salsa: / 65 g valhnetur / 1 rautt chili / 1 hvítlauksgeiri / 3 msk rauðvínsedik / 1 msk ólífuolía / smá himalayan salt.

  1. Hitið ofninn í 220 gráður.
  2. Takið utan af rauðlauknum og skerið toppinn og botninn af.
  3. Skerið hvern lauk í þrennt þversum eða þannig að bitarnir séu ca. 2 cm þykkir og setjið á bökunarpappír.
  4. Penslið laukana með olíunni, saltið (ca. 1/4 tsk) og piprið með svörtum pipar og grillið eða bakið í ofninum í u.þ.b. 40 mínútur eða þar til laukarnir eru tilbúnir.
  5. Látið kólna lítillega.
  6. Á meðan laukarnir eru í ofninum búið þá til salsað með því að setja allt í skál. Gott er að brjóta valhneturnar í tvennt eða þrennt.

Til að bera fram setjið rucola salat og steinselju á fat. Setjið heita laukana ofan á (ekki taka þá í sundur), ostinn og helminginn af salsanu.

Enn og aftur Ottolenghi. Ég bara eeelska hann. Sætleiki rauðlaukanna leikur hér aðalhlutverkið en hann eykst einmitt þegar rauðlaukur er grillaður eða bakaður. Frábært meðlæti með allskonar mat, sérstaklega með appelsínu saffran kjúklingasalatinu. Það þarf ekkert endilega að hafa salsað með en grillaður rauðlaukur ásamt smá granateplum svínvirkar alltaf.

 

Ljomandi-bordi4

Appelsínu saffran kjúklingasalat

IMG_2541Réttur fyrir ca. 6 manns.

Appelsínu- og saffran paste: / 1 appelsína / 50 g hunang (ég notaði akasíu) / 1/2 tsk saffranþræðir / ca. 300 ml. vatn

Salat: / 1 kg kjúklingabringur / 4 msk ólífuolía / 2 lítil fennel / 15 g kóríanderlauf / 15 g basillauf rifin / 15 g myntulauf rifin / 2 msk sítrónusafi / 1 rautt chili / 1 hvítlauksgeiri / salt og pipar.

Svona gerið þið appelsínupaste-ið:

  1. Byrjið á að hita ofninn í 180 gr.
  2. Skerið toppinn og botninn af appelsínunni, skerið í 12 báta og takið kjarnann burt.
  3. Setjið bátana með hýðinu í pott ásamt saffranþráðunum, hunanginu og vatni þannig að rétt fljóti yfir appelsínurnar.
  4. Látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í klukkustund.
  5. Útkoman á að vera mjúkar appelsínur og ca. 3 msk af þykku sýrópi en það gerðist ekki hjá mér. Appelsínurnar urðu mjúkar en ég fékk ekki þykkt sýróp svo ég notaði ekki allan vökvann þegar ég setti appelsínurnar í matvinnsluvélina til að mauka þetta saman. En úr matvinnsluvélinni á að koma þykkt mauk en samt þannig að það renni.

Salatið:

  1. Skolið kjúklingabringurnar, þerrið, setjið í ílát og veltið þeim upp úr helmingnum af ólífuolíunni og nægu af himalayan salti og pipar.
  2. Setjið síðan á heita pönnu, helst grillpönnu og brúnið í 2 mínútur á hvorri hlið.
  3. Því næst í eldfast mót og inn í 180 gr. heitan ofninn og eldið í 15-20 mínútur eða þar til tilbúið.
  4. Útbúið salatið á meðan með því að skera fennelið í þunnar sneiðar, rífa basiliku og myntu niður, bæta við kóríander og skera eitt rautt chili í þunnar sneiðar og setjið á það fat sem þið viljið bera fram á.
  5. Ég setti svo sítrónusafann, restina af ólífuolíunni og kraminn hvítlauksgeirann í litla skál og hrærði saman, setti yfir salatið og blandaði vel.
  6. Þegar kjúklingurinn hefur kólnað lítillega rífið hann þá í strimla með höndunum og setjið í skál. Hellið helmingnum af appelsínu- og saffran maukinu yfir og veltið kjúklingnum upp úr því. Hinn helminginn getið þið geymt í kæli og notað í alls konar sem ykkur dettur í hug t.d. með feitum fisk.

Gott að bera fram með bökuðum rauðlauk í valhnetusalsa. Uppskrift kemur inn von bráðar.

Jana vinkona mín benti mér á að prófa þennan rétt en hann kemur frá Ottolenghi og er mjög vinsæll réttur á veitingastað þeirra. Trikkið við þennan rétt er appelsínan, það gerist eitthvað meiriháttar þegar hún er soðin heil í mauk  Óóótrúlega gott.

 

 

Ljomandi-bordi4

Quesadillas à la Ottolenghi

IMG_2426_2Svartbaunamauk: / 1 1/2 bolli (400g) svartar baunir (niðursoðnar eru fínar) / 1 tsk kóríanderduft / 1/2 tsk cuminduft / 1/4 tsk cayenne pipar / 30 g ferskt kóríander (lauf og stiklar) / safi úr einni lime / 1/4 tsk himalayan salt

  1. Allt sett í matvinnsluvél og búið til mauk.

Salsa: / 1/2 rauðlaukur, skorinn í mjög þunnar sneiðar / 1/2 msk hvítvínsedik / 3 vorlaukar (grænu blöðin) skornir smátt / 5 tómatar, kjötið tekið burt innan úr / 1 pressaður hvítlauksgeiri / 1 rautt chili, skorið smátt / 30 g ferskt kóríander (lauf og stilkar) skorið smátt / 3/4 tsk himalayan salt / 2 avókadó skorið í teninga

  1. Leggið rauðlaukinn í bleyti í hvítvínsedikið í nokkrar mínútur. Skerið allt grænmetið niður, hrærið saman og setjið í skál.

Annað: / tortillur – sýrður rjómi – mosarella eða cheddar ostur, jafnvel parmesan – etv. pikklað jalapeno.

  1. Smyrjið baunamaukið á tortillu, setjið sýrðan rjóma ofan á og rifinn ost yfir.
  2. Setjið smá salsa ofaná og jafnvel pikklað jalapeno.
  3. Brjótið tortilluna saman í tvennt.
  4. Setjið á grillið eða á rifflaða pönnu og hitið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Fyllingin á að vera heit og tortillurnar lítilsháttar brenndar.
  5. Skerið tortillurnar í helming og berið fram með auka salsa og fersku kóríander.

Við gerðum þetta aðeins öðruvísi. Við byrjuðum á að hita tortillurnar í ofni, settum svo allt gúmmelaðið innan í og borðuðum þannig eða eiginlega meira eins og vefjur. Það kom mjög vel út en ég hlakka til að prófa þessa uppskrift aftur og þá að grilla þegar allt er komið innan í tortillurnar.

IMG_2360_2

 

IMG_2376_2

 

Þetta eru tortillurnar sem ég kaupi yfirleitt þegar ég er í Ameríku. Aðrar eru hveitilausar og úr lífrænu, spíruðu korni og hinar eru lífrænar heilhveititortillur. Tortillurnar eru kælivara og svo miklu, miklu betri en pappatortillur með geymsluþol út í hið óendanlega. Svona vara þarf virkilega að fást hér á landi og ef einhver veit um ferskar, flottar tortillur þá endilega megið þið láta mig vita.

 

IMG_2357_2

Ég kíkti í Barnes and Nobles í Seattle og datt í fjórar bækur eftir Yotam Ottolenghi. Hann hefur skrifað bækurnar Ottolenghi: The Cookbook –  Plenty – Plenty More og Jerusalem. Ottolenghi og samstarfsaðili hans, Sami Tamimi, sem eru mennirnir á bak við fyrirtækið Ottolenghi og velgengni þess, ólust upp í Ísrael og Palestínu og nutu góðs af því í sínum uppvexti að borða mat eldaðan frá grunni af foreldrum sínum sem aðallega notuðu ferskt, árstíðabundið hráefni keypt af heimamönnum sem voru arabískir bændur og gyðingar. Þó svo að bókin Plenty, þaðan sem þessi uppskrift kemur, er grænmetisbók notar Ottolenghi bæði kjöt og fisk í sínum uppskriftum en út af uppruna sínum finnst honum ekkert tiltökumál að elda aðeins úr grænmeti að eigin sögn. Bókin er full af skemmtilegum frásögnum og maður bókstaflega finnur ástríðu hans gagnvart matseld.

Ottolenghi rekur fimm veitingastaði í London. Ef þú rekst á bækurnar hans þá skora ég á þig að kíkja í þær. Fallegar myndir, frábærar uppskriftir og fallegur heimur.

IMG_2359_2

 

 

Ljomandi-bordi4

Lambalæri að hætti Viðars Garðars

IMG_2491

Úrbeinað lambalæri:

  1. Lambalærið er úrbeinað með því að skera mjaðmabeinið og hálfan legginn burt en smá hluti leggsins er skilinn eftir. Til eru leiðbeiningar á netinu sem er hægt að kíkja á hvernig á að úrbeina lambalæri. Beinin notar maður til að búa til soðsósu.
  2. Þegar búið er að úrbeina er skorið í vöðvann og kjötið flatt út þannig að kjötið verður allt svipað á þykkt.
  3. Kjötið er svo brúnað í smjöri eða ghee og kryddað á pönnunni með himalayan salti og pipar.
  4. Þá er það penslað bæði að utan og innan með góðri hvítlauksolíu og kryddað með kryddi eftir smekk. Gæti verið rósmarín, timian, einiber…
  5. Kjötið er svo vafið saman eða lagt saman, jafnvel bundið saman og sett í svartan ofnpott.
  6. Kjötið er sett í ofninn án þess að setja lokið á pottinn og brúnað við 180 gr í ca. 15-20 mínútur.
  7. Þá er hitinn lækkaður í 100 gr. og lokið sett á og látið malla í ofninum í rúma 2 tíma.
  8. Síðan er lokið tekið af, soðið í pottinum notað í sósugrunninn og kjötið látið aftur inn í ofninn við 180 gr. án þess að setja lokið á í ca. 15-20 mínútur.

Sósan:

  1. Leggirnir og mjaðmabeinið sem voru úrbeinuð úr lærinu eru brúnuð í smjöri/ghee í stórum potti.
  2. Út í það er svo sett laukur, gulrætur, púrrulaukur, sellerí, hvítlaukur og það grænmeti sem er að verða slappt í ísskápnum, nema kál.
  3. Síðan er 1 lítra af vatni bætt út í pottinn og hollum grænmetiskrafti eftir smekk og þetta soðið til að fá kraft í sósuna. Því lengur sem þetta er soðið því betra og jafnvel gott að gera daginn áður ef lærið er úrbeinað deginum áður en á að bera fram.
  4. Soðinu af kjötinu í svarta ofnpottinum er bætt út í sósupottinn.
  5. Soðið af beinunum er síðan sigtað og þykkt eftir smekk með maizena mjöli.
  6. Smá rjóma bætt út í í restina og smökkuð til með salti og pipar.

Borið fram með því meðlæti sem hugur girnist. Við tókum þetta hefðbundna, sykurbrúnaðar kartöflur (það eru nú einu sinni páskar), rauðkál, Ora grænar, grænt salat og að sjálfsögðu rabbarbarasultan hennar mömmu. Það besta við að elda í sveitinni er að allir taka þátt stórir og smáir eins og sjá má. Gleðilega páska.

IMG_2443IMG_2472IMG_2467IMG_2460

IMG_2474Le Chef

Viðar er blessunarlega í fjölskyldunni minni, maður systur minnar. Hann er kokkur af guðs náð og það er dásamlegt að fylgjast með honum í eldhúsinu. Hann er líka frábær kennari og hefur kennt mér allt sem ég veit um í sambandi við þessa vefsíðu mína og án hans væri hún ekki til. Fyrir það er ég honum óendanlega þakklát.

Ljomandi-bordi4

Sólþurrkað tómatpestó

IMG_2133_2Sólþurrkað tómatpestó: 1 bolli sólþurrkaðir tómatar (eða ein krukka sem er ca. 300 g) / smá sítrónusafi og sítrónubörkur / 2 hvítlauksgeirar / lúka af ferskri basilíku / 1/2 rauður laukur / 1/2 bolli kaldpressuð ólífuolía / 1/2 bolli furuhnetur / smá himalayan salt / 1/3 bolli parmesan ostur.

  1. Setjið alllt í matvinnsluvélina eða blandara og mixið í smá stund en samt ekki þannig að það verði of þunnt, gott að hafa smá áferð.
  2. Frábært að setja innan í grænmetisblað í staðinn fyrir brauð og fá próteinið úr eggjunum.

IMG_2117_2

Ég elska pestó og gæti lifað á því. Þegar við förum í ferðalög tek ég alltaf eitthvað svona með okkur. Frábært meðlæti með mat og milli mála.

 

Ljomandi-bordi4

Makrílsalat með graslaukssósu

IMG_2277_2Salat: / 2 flök af reyktum makríl (má líka nota lax) / fullt af grænu salati  / 1 sæt kartafla / 1/2 rauðlaukur / 1/2 púrrulaukur / 1 rauð papríka / 1 avókadó / parmesanostur yfir.

Graslaukssósa: / 125 g sýrður rjómi / 2 msk himneskt lífrænt majónes (eða bara venjulegt) / 1 msk sítrónusafi / 2 msk fínsaxaður graslaukur / 1 msk fínsöxuð mynta / himalayan salt og pipar.

  1. Skerið sætu kartöfluna í bita, setjið olíu yfir og kryddið að ykkar hætti. Ég notaði salt, pressaðan hvítlauk, turmeric, timian og eitthvað fleira.
  2. Bakið í ofni þar til tilbúið (ca. 20-25 mín).
  3. Skerið grænmetið fallega niður og setjið í skál.
  4. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar er gott að láta þær kólna smá (mega samt alveg vera volgar) og setjið yfir salatið.
  5. Berið fram með graslaukssósunni og kannski góðu brauði.

Ég fór á Matarmarkað Búrsins í Hörpunni fyrir nokkru og keypti þar heitreyktan, handfæraveiddan makríl frá Hornafirði. Mér fannst hann líta svo vel út að ég ákvað að prófa en ég hef ekki oft borðað makríl. Ég ákvað að setja hann í salat og gerði þessa frábæru graslaukssósu með sem passar einmitt svo ótrúlega vel með reyktum fiski. Einhver sagði mér að það væri ger í parmesanosti svo ef þú vilt það ekki þá bara sleppurðu honum. Makríll inniheldur mikið magn af B-12 og ómega-3 fitusýrum.

Þetta salat er ekkert svo stórt, kannski fyrir ca. þrjá fullorðna. Mér finnst samt alltaf erfitt að áætla með magn matar, það er svo misjafnt hve mikið hver borðar og ef við erum með börn eða bara fullorðna í mat. Ég hef líka gert þetta salat og notað lax sem kom mjög vel út. Við keyptum of mikið af laxi og notuðum afganginn af honum í svona salat daginn eftir. Mjög gott.

 

IMG_2270_2

 

IMG_7668

 

 

Ljomandi-bordi4

Lime avókadó hrákaka

IMG_2020_2Botn: / 80 g kókosmjöl / 100 g möndlur eða heslihnetur eða mix af báðu / 250 g döðlur / ögn cayennepipar / smá himalayan salt

  1. Allt sett í matvinnsluvél og mixað saman, sett í kökuform og inn í frysti á meðan þið gerið fyllinguna.

Fylling: / 2-3 avókadó / 3/4 bollar hlynsíróp / 1/4 bolli limesafi

  1. Allt set í blandara og hellt svo yfir botninn.
  2. Geymið í frysti í amk. klukkustund eða þar til kakan er frosin.
  3. Hægt að skreyta með kókosflögum, rifnu súkkulaði eða kíví.

Þessi kaka er mjög bragðgóð en það er betra að bera hana fram kalda og hún getur ekki staðið mjög lengi á borði. Þessi kemur úr smiðjunni hennar Jönu vinkonu.

 

IMG_2017_2

 

IMG_2033_2

 

 

Ljomandi-bordi4

Karamelluís Ebbu

IMG_2070_2Innihald: / 400 ml rjómi / 2 egg / 100 g kókospálmasykur / 10 dropar Via Health karamellustevía (eða vanillustevía) / 30 g mórber / 100 g dökkt karamellusúkkulaði / 50 g dökkt súkkulaði.

  1. Þeytið rjómann og setjið hann í skál.
  2. Þeytið vel saman eggin og sætuna.
  3. Setjið mórberin í blandarann og hakkið.
  4. Saxið súkkulaðið niður.
  5. Hrærið öllu saman og setjið í frysti.

IMG_2096_2  IMG_2086_2  IMG_2098_2IMG_2093_2

 Tóm hamingja

Ljomandi-bordi4

1 2 3 10