Searching for "ghee"

Ghee

IMG_4030-2Innihald: / 500g ósaltað smjör.

 1. Setjið smjörið í pott og bræðið við meðalhita án þess að setja lok á pottinn.
 2. Eftir um ca. 10 mínútur á smjörið að vera að byrja að rétt sjóða. Þá lækkiði hitann og leyfið að malla rólega í um 30-45 mínútur. Ekki hræra!
 3. Eftir um ca. 20 mínutur byrjar smjörið að skilja sig og mynda froðu. Takið hana af varlega. Þarf að gera nokkrum sinnum.
 4. Þið sjáið e.k. karamellu myndast í botninum á pottinum (mjólkurpróteininin). Passið að ofelda ekki smjörið né brenna karmelluna sem myndast.
 5. Þegar þið farið að finna lykt af karamellu, slökkvið undir og leyfið að kólna í ca. 15 mín.
 6. Þá má sýja olíuna gegnum bómullarklút eða kaffifilter gegnum trekkt.
 7. Geymið í hreinni flösku/krukku en ekki setja lokið á fyrr en það hefur alveg kólnað. Ghee er olíukennt við hita en í föstu formi kalt.

Ghee er algjör snilld og rosalega hitaþolin. Það verður eiginlega allt gott ef maður notar ghee og að poppa upp úr þessari olíu er rosalegt! Poppið verður svo hættulega gott að maður borðar yfir sig af poppi. Það er einfaldara að búa ghee til en maður heldur og mjög ódýr olía til að eiga í skápnum. Það er best að búa það til úr hreinu, ósöltuðu smjöri (ég nota græna íslenska).

Ghee er s.s. smjör án laktósa (mjólkursykur) og kaseins (mjólkurprótein) svo það er auðmeltanlegra fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir mjólkurvörum (1, 2). Þið sjáið á myndinni hér að ofan hvernig smjörið skilur sig og það sem við viljum burt er í skeiðinni.

Snillingurinn hún Ragnhildur Eiríksdóttir kenndi mér að búa til ghee. Ragnhildur er ein af þeim sem getur allt held ég. Svona töfrakona pínu :O) Ég fann alveg örstutt snilldar myndband sem sýnir vel hvernig á að búa til ghee. Myndbandið er stutt en bara dásamlega krúttað.

Viðar

viddiViðar er maður systur minnar og er kokkur af guðs náð. Það er dásamlegt að fylgjast með honum í eldhúsinu. Hann er líka frábær kennari og hefur kennt mér allt sem ég veit um í sambandi við þessa vefsíðu mína og án hans væri hún ekki til. Fyrir það er ég honum óendanlega þakklát.

 

 

Lambalæri að hætti Viðars Garðars

IMG_2491

Úrbeinað lambalæri:

 1. Lambalærið er úrbeinað með því að skera mjaðmabeinið og hálfan legginn burt en smá hluti leggsins er skilinn eftir. Til eru leiðbeiningar á netinu sem er hægt að kíkja á hvernig á að úrbeina lambalæri. Beinin notar maður til að búa til soðsósu.
 2. Þegar búið er að úrbeina er skorið í vöðvann og kjötið flatt út þannig að kjötið verður allt svipað á þykkt.
 3. Kjötið er svo brúnað í smjöri eða ghee og kryddað á pönnunni með himalayan salti og pipar.
 4. Þá er það penslað bæði að utan og innan með góðri hvítlauksolíu og kryddað með kryddi eftir smekk. Gæti verið rósmarín, timian, einiber…
 5. Kjötið er svo vafið saman eða lagt saman, jafnvel bundið saman og sett í svartan ofnpott.
 6. Kjötið er sett í ofninn án þess að setja lokið á pottinn og brúnað við 180 gr í ca. 15-20 mínútur.
 7. Þá er hitinn lækkaður í 100 gr. og lokið sett á og látið malla í ofninum í rúma 2 tíma.
 8. Síðan er lokið tekið af, soðið í pottinum notað í sósugrunninn og kjötið látið aftur inn í ofninn við 180 gr. án þess að setja lokið á í ca. 15-20 mínútur.

 

Sósan:

 1. Leggirnir og mjaðmabeinið sem voru úrbeinuð úr lærinu eru brúnuð í smjöri/ghee í stórum potti.
 2. Út í það er svo sett laukur, gulrætur, púrrulaukur, sellerí, hvítlaukur og það grænmeti sem er að verða slappt í ísskápnum, nema kál.
 3. Síðan er 1 lítra af vatni bætt út í pottinn og hollum grænmetiskrafti eftir smekk og þetta soðið til að fá kraft í sósuna. Því lengur sem þetta er soðið því betra og jafnvel gott að gera daginn áður ef lærið er úrbeinað deginum áður en á að bera fram.
 4. Soðinu af kjötinu í svarta ofnpottinum er bætt út í sósupottinn.
 5. Soðið af beinunum er síðan sigtað og þykkt eftir smekk með maizena mjöli.
 6. Smá rjóma bætt út í í restina og smökkuð til með salti og pipar.

 

IMG_2460 IMG_2467 IMG_2443 IMG_2472

Borið fram með því meðlæti sem hugur girnist. Við tókum þetta hefðbundna, sykurbrúnaðar kartöflur (það eru nú einu sinni páskar), rauðkál, Ora grænar, grænt salat og að sjálfsögðu rabbarbarasultan hennar mömmu. Það besta við að elda í sveitinni er að allir taka þátt stórir og smáir eins og sjá má.

 

IMG_2474

 

 

Lambalæri að hætti Viðars Garðars

IMG_2491

Úrbeinað lambalæri:

 1. Lambalærið er úrbeinað með því að skera mjaðmabeinið og hálfan legginn burt en smá hluti leggsins er skilinn eftir. Til eru leiðbeiningar á netinu sem er hægt að kíkja á hvernig á að úrbeina lambalæri. Beinin notar maður til að búa til soðsósu.
 2. Þegar búið er að úrbeina er skorið í vöðvann og kjötið flatt út þannig að kjötið verður allt svipað á þykkt.
 3. Kjötið er svo brúnað í smjöri eða ghee og kryddað á pönnunni með himalayan salti og pipar.
 4. Þá er það penslað bæði að utan og innan með góðri hvítlauksolíu og kryddað með kryddi eftir smekk. Gæti verið rósmarín, timian, einiber…
 5. Kjötið er svo vafið saman eða lagt saman, jafnvel bundið saman og sett í svartan ofnpott.
 6. Kjötið er sett í ofninn án þess að setja lokið á pottinn og brúnað við 180 gr í ca. 15-20 mínútur.
 7. Þá er hitinn lækkaður í 100 gr. og lokið sett á og látið malla í ofninum í rúma 2 tíma.
 8. Síðan er lokið tekið af, soðið í pottinum notað í sósugrunninn og kjötið látið aftur inn í ofninn við 180 gr. án þess að setja lokið á í ca. 15-20 mínútur.

Sósan:

 1. Leggirnir og mjaðmabeinið sem voru úrbeinuð úr lærinu eru brúnuð í smjöri/ghee í stórum potti.
 2. Út í það er svo sett laukur, gulrætur, púrrulaukur, sellerí, hvítlaukur og það grænmeti sem er að verða slappt í ísskápnum, nema kál.
 3. Síðan er 1 lítra af vatni bætt út í pottinn og hollum grænmetiskrafti eftir smekk og þetta soðið til að fá kraft í sósuna. Því lengur sem þetta er soðið því betra og jafnvel gott að gera daginn áður ef lærið er úrbeinað deginum áður en á að bera fram.
 4. Soðinu af kjötinu í svarta ofnpottinum er bætt út í sósupottinn.
 5. Soðið af beinunum er síðan sigtað og þykkt eftir smekk með maizena mjöli.
 6. Smá rjóma bætt út í í restina og smökkuð til með salti og pipar.

Borið fram með því meðlæti sem hugur girnist. Við tókum þetta hefðbundna, sykurbrúnaðar kartöflur (það eru nú einu sinni páskar), rauðkál, Ora grænar, grænt salat og að sjálfsögðu rabbarbarasultan hennar mömmu. Það besta við að elda í sveitinni er að allir taka þátt stórir og smáir eins og sjá má. Gleðilega páska.

IMG_2443IMG_2472IMG_2467IMG_2460

IMG_2474Le Chef

Viðar er blessunarlega í fjölskyldunni minni, maður systur minnar. Hann er kokkur af guðs náð og það er dásamlegt að fylgjast með honum í eldhúsinu. Hann er líka frábær kennari og hefur kennt mér allt sem ég veit um í sambandi við þessa vefsíðu mína og án hans væri hún ekki til. Fyrir það er ég honum óendanlega þakklát.

Ljomandi-bordi4

Eggja-Quiche með beikoni & grænum baunum

IMG_1717_2Innihald: / 1 tsk kókosolía eða ghee / 1 laukur / 1 vorlaukur / 2 pressaðir hvítlauksgeirar / 150 g beikon / 6 egg / 250 ml rjómi / 1 1/2 bolli frosnar grænar baunir (peas) látnar þiðna / 150-200 g mosarella eða cheddar ostur / smá himalayasalt / smá mulinn svartur pipar / nokkur fersk myntublöð / skreytt með avocado og ferskum myntublöðum.

 1. Hitið ofninn á 175 gr og setjið kókosolíu eða ghee á pönnu.
 2. Byrjið á að saxa laukinn og mýkið hann í olíunni í ca. 5 mínútur, bætið hvítlauknum út í í smá stund og takið laukinn til hliðar í stóra skál.
 3. Setjið beikonið á pönnuna og eldið í ca. 5 mínútur á hvorri hlið eða þar til brúnt og stökkt.
 4. Setjið svo beikonið á disk með eldhúsbréfi og látið renna aðeins af því. Skerið í bita þegar það hefur kólnað.
 5. Brjótið 6 egg í stóru skálina.
 6. Bætið rjómanum út í ásamt baununum, ostinum, beikoninu, myntunni og salti og pipar.
 7. Smyrjið eldfast mót að innan með kókosolíu eða smjöri og hellið blöndunni í.
 8. Bakið við 175 gr í u.þ.b. klukkustund eða þar til gullið.
 9. Skreytið með myntu og avocado og berið fram með fullt af salati.

Ég notaði 26 cm eldfast mót. Það tekur ekki langan tíma að undirbúa þennan rétt en hann þarf að vera í ofni í klukkustund.

IMG_1694_2-2

Þegar ég var au-pair í Frakklandi fyrir langa löngu kynntist ég fyrst Quiche Lorraine og váááá hvað ég elskaði það. Quiche Lorraine er með hveitibotni og svo er fylling sett ofan á botninn. Ég stenst engan veginn svona bökur, finnst þær sjúklega góðar og þegar ég rakst á þessa uppskrift á netinu varð ég bara að prófa. Þetta quiche eða þessi baka er ekki með hveitibotni, sem mér finnst reyndar alveg hrikalega gott að hafa, en hún er alveg ótrúlega bragðgóð og flottur hádegis- eða kvöldmatur. Alla vega kláraðist allt upp til agna hjá okkur og enginn afgangur var til að hafa með í vinnuna daginn eftir.

IMG_1708_2

 

Þessi hugmynd kemur frá http://zagleft.com

 

 

Ljomandi-bordi_3

Núðlusúpa

IMG_0943_2Innihald: / 1 msk kókosolía eða ghee / 1 msk rifin engiferrót / 3 hvítlauksgeirar / 1/2 rautt chili / 2-3 stórar gulrætur / 1 1/2 líter vatn / 2 msk grænmetiskraftur / 1 tsk túrmerik / 1/2 tsk kóríander / 1 msk tamarisósa / 2 tsk sesamolía / 1 msk hlynsíróp / 1 lítill hvítkálshaus / 375 gr núðlur (jafnvel glútenlausar) eða hrísgrjónanúðlur / VAL: misoduft (sjá umfjöllun neðar í pósti)

 1. Setjið kókosolíu í pott.
 2. Rífið niður engiferrót og hvítlauk, saxið chili smátt og skerið gulræturnar í litla bita og leyfið að malla smá stund.
 3. Bætið vatninu út í ásamt kryddinu og leyfið suðunni að koma upp.
 4. Sjóðið pastað í öðrum potti samkvæmt leiðbeiningum og setjið svo í skál þegar tilbúið.
 5. Rífið hvítkálið niður í litla bita í höndunum og setjið í súpupottinn ca. 5 mínútum áður en súpan er tilbúin því það á bara rétt að mýkjast.
 6. Súpan fer svo á diskinn og núðlurnar út í í því magni sem þú vilt.

Hugmyndin að þessari súpu kemur frá Elínu vinkonu minni sem er snillingur í eldhúsinu og bakarameistari af guðs náð. Ég heimsótti hana um daginn þegar hún var að elda núðlusúpu og lyktin í húsinu hennar var svo dásamleg svo ég fór að kíkja í pottana. Hún setti hvítkál út í súpuna og ég gat bara ekki hætt að hugsa um þessa súpu því mér finnst soðið hvítkál svo hrikalega gott. Hver man ekki eftir kálbögglum í gamla daga? Krakkarnir mínir biðja ömmu sína reglulega um að gera þá handa sér og þau eru með risa matarást á Ömmu Hönnu. Ég mun t.d. aldrei ná að mastera hrísgrjónagraut eins vel og hún að þeirra mati.

Núðlurnar í súpunni þurfa alls ekki að vera glútenlausar og Elín notaði hrísgrjónanúðlur sem hún sauð í ca. 2 mínútur í öðrum potti en þá er hægt að ráða hversu mikið af núðlum fer á súpudiskinn þinn. Súper einföld súpa sem er holl, bragðgóð og fljótleg.

Ef þú vilt bæta við próteinum í súpuna geturðu þess vegna notað egg út í, rækjur eða kjúkling. Það er líka snilld að setja misoduft út á súpur til að fá góða gerla og er algjör næringarbomba. Misoduftið þarf reyndar að vera ógerilsneytt eða unpasturised því engir gerlar eru í því gerilsneydda. Passið bara að setja aldrei misoduft í sjóðandi vatn því þá drepast gerlarnir, vatnið má helst ekki vera meira en 50 gráður. Misoduft bragðast einkar vel með hvítlauk og engifer. Misoduftin frá Clear Spring fást á GLÓ FÁKAFENI og í JURTAAPÓTEKINU.

IMG_0968_2

 

 

Ljomandi-bordi_3

Viku hreinsun

viku_hreinsunÞað er hægt að hreinsa á marga vegu en hér er að finna leiðbeiningar að vikuhreinsun frá Kolbrúnu grasalækni sem hún kallar hausthreinsun.

Mjög gott er að nota tímann í hreinsuninni og losa sig alfarið við kaffi, sykur, tóbak eða annað því um líkt. Ef þið takið jurtir með þá verður ferlið mun auðveldara.

Tveimur dögum áður en byrjað er á skrefi 1 er gott að taka eftirfarandi út úr mataræðinu:

 • Kaffi
 • Sykur og gervisykur
 • Hvítt kornmeti
 • Unnar kjötvörur
 • Áfengi
 • Salt (minnka neyslu)
 • Reyktan mat

Gott er að taka því einnig rólega þessa daga, fara í sund og gufu, slaka á og losa um vöðvana.

Með því að gera þetta náið þið að:

 • Hreinsa líkamann
 • Auka orkuna
 • Styrkja ónæmiskerfið
 • Hreinsa húðina
 • Auka liðleika
 • Auka framkvæmdagleði
 • Auka minni og einbeitingu
 • Lækka blóðþrýsting ef þarf
 • Bæta meltingu
 • Og ef á þarf að halda þá léttist þú

1. SKREF – Dagur 1

Morgunmatur: 

Grænn hristingur: / 2 sellerýstönglar / 3 grænkálslauf eða annað grænt laufsalat / ½ avókadó / ½ límóna / ½ gúrka / 1-2 msk olía (kókós-, hörfræ- eða ólífuolía) / vatn sem nær rétt upp að matnum í skál / 1/8 tsk himalaya salt / allt sett í blandara og mixað saman / ef þið eruð að nota jurtir þá má setja þær út í blönduna sem og olíur.

Inn á milli er hægt að fá sér jurtate eins og brenninetlute eða kamillute.

Kolbrún mælir með að nota annaðhvort Suttungamjöð allan tímann í hreinsunni. Það er mjög mikilvægt að hafa hægðir allan tímann, því þurfið þið annað hvort að nota jurtir til að örva hægðir eða nota stólpípu.

Hádegismatur

Grænmetissalat: 80% grænmeti og 20% fræ – allt grænmeti er í lagi nema sveppir. Hafið jafnt hlutfall á milli grænmetis sem er léttgufusoðið eða rifið fínt (s.s. spergilkál, blómkál, rófur, gulrætur) og fersks blaðsalats. Notið þið hugmyndaflugið. Notið möndlur, hampfræ, sólblómafræ, sesamfræ og graskersfræ en þau þurfa helst að liggja í bleyti í 6-8 klukkutíma fyrir neyslu.

Dressing: sítrónusafi og olía með jurtakryddi í.

Seinnipartinn er hægt að fá sér hnetur, grænmeti eða ávöxt og te.

Kvöldmatur

Kælandi Kichadi: / ½ bolli basmati hýðishrísgrjón / ¼ bolli mung baunir / 1 msk króklappa / 1 ½ bolli grænar strengjabaunir / 2 msk smjör eða ghee / ½ tsk fennelfræ / 1 tsk cummin / 1 msk amarant (val) / 1 stykki kombuþang / 6-10 bollar vatn / ½ tsk sjávarsalt / 1 msk kóríander duft

 1. Baunir þarf að leggja í bleyti í 12 tíma áður en þær eru notaðar. Þvoið grjónin og baunirnar þar til vatnið er tært.
 2. Hitið feitina við meðalhita, setjið svo fennel og cumminfræ út á pönnuna og hitið í nokkrar mínútur.
 3. Setjið svo grjónin og baunirnar út í og hitið í nokkrar mínútur.
 4. Setjið svo strax á eftir króklöppuna og hitið í 1 mínútu.
 5. Þá eru 6 bollar vatn settir út í og suðan látin koma upp. Setjið þá kombú, amaranth og salt út í þegar suðan er komin upp.
 6. Lækkið hitann þá niður í meðal lágan hita og látið malla í 1 – 1 1/2 klukkutíma. Bætið við vatni ef þarf.
 7. Þegar 10 mínútur eru eftir af suðu, bætið grænum baunum við. Rétt áður en rétturinn er borinn fram setjið þá kóríander duftið út í. Bragðbætið með ferskum kóríanderlaufum.

Þessi réttur er mjög blóðhreinsandi. Króklappan hreinsar nýrun og lifrina, meðan grænu baunirnar eru vökvalosandi. Mung baunirnar og grjónin henta öllum og eru notuð sem undirstaða í indverskri panchakarma hreinsun og svo eru valdar jurtir eftir því hvað hentar hverjum og einum. Því getið þið gert þetta og notað innsæið ykkar á það hvaða krydd þið eigið að nota og ekki er nauðsynlegt að halda rammfast í uppskriftina og það má nota annað krydd. Ef þið þurfið ekki að kæla ykkur þá megið þið nota engifer, svartan pipar, hvítlauk eða kardimommur til að hita.

Dagur 2

Gerið nákvæmlega sama og dag 1.

2. SKREF – Dagur 3

Hér hefst fastan. Þið drekkið bara þegar þið verðið svöng ef ykkur finnst 3 tímar of langt á milli. Það má pressa safa fyrirfram. Ekki taka nein bætiefni eða lyf í föstunni (ef þið notið lyf þá verðið þið að hafa samband við grasalækni eða lækni og kanna hvernig þið gerið þetta).

Veljið einhvern af eftirfarandi söfum til að fasta á. Ef þið viljið þá þarf ekki að vera heilagur og halda sig við sama safann. Yfir allan daginn þurfið þið að drekka 2 lítra af grænmetissafa og 1 lítra af vatni til viðbótar.

 1. gúrku, sellerý, eitthvað grænt kál og sítrónu ( 1 tsk pr. glas)
 2. gulróta, sellerý og rauðrófusafi.
 3. grænmetissafi (blandaður) frá Yggdrasil
 4. hýðishrísgrjón – fyrir þá sem hræðast það að vera bara á fljótandi. Þá notar maður soðin hrísgrjón með engu kryddi og borðar þangað til maður er saddur.
 • Klukkan 7:30 – 3 dl safi
 • Klukkan 10:30 – 3 dl af völdum safa og kannski te með.
 • Klukkan 13:30 – 4 dl af völdum safa.
 • Klukkan 16:30 – 3 dl af völdum safa og kannski te með
 • Klukkan 19:30 – 4 dl af völdum safa
 • Klukkan 22.00 – 3 dl af völdum safa

 

Dagur 4 og 5

Gerið alveg eins og á degi 3

3. SKREF – Dagur 6 og 7

Hér brjótið þið föstuna og byrjið aftur á því sama og á degi 1. Eftir þetta má byrja á prógramminu í bókinni „Betri næring, betri líðan“ eða láta þetta bara gott heita.

Eftirfarandi er gott að hafa í huga í föstunni:

 • Svefn er mjög mikilvægur og helst að fara að sofa klukkan 22.30
 • Gera teygjur eða jóga
 • Fara í sauna
 • Fá góða hvíld
 • Fara í léttar útigöngur
 • Fara í bað með salti, þara, jurtum eða ilmkjarnaolíum til að hreinsa meira
 • Þurrburstun á húð
 • Róa hugann, gera einbeitingaræfingar og stunda hugleiðslu
 • Drekka ferskt vatn
 • Stólpípur, ristilskolun eða jurtir sem hreinsa ristil eins og Vaðgelmir.

 

 

 

 

 

Grænmetispottrétturinn minn

IMG_0477Innihald: /  1-2 msk olífuolía, kókosolía eða ghee / 1 laukur / 1/2 jalapeno / 2-3 cm ferskt engifer / 1 sæt kartafla / 2 stilkar sellerí / 1 lítið brokkolíhöfuð / 3-4 gulrætur / 1 rauð papríka / 1 bolli rauðar linsubaunir.

Krydd: / 2 msk hollur grænmetiskraftur / 1/4 tsk kardimomma / 1/4 tsk kanill / 1/2 tsk karrí / 1/2 tsk turmeric / 2-3 lárviðarlauf / nokkur svört piparkorn / smá maldonsalt / 1/2 líter vatn / 1 dós kókosmjólk / 3 dl maukaðir tómatar í flösku.

Þessi uppskrift er frekar stór eða fyrir ca. 6-8 manns. En mér finnst gott að elda mikið og taka með í nesti daginn eftir.

 1. Byrjið á skera allt grænmetið niður.
 2. Skerið laukinn frekar smátt og mýkjið hann í olíu eða ghee en ekki brúna.
 3. Skerið engiferið og jalapeno-ið smátt niður og setjið út í.
 4. Bætið síðan við sætu kartöflunni, selleríinu, gulrótunum, brokkolíinu og papríkunni.
 5. Kryddið.
 6. Setjið svo vatnið út í og látið malla í ca. 1/2 tíma þannig að rétt sjóði. Ekki hafa of mikinn hita.
 7. Hreinsið linsubaunirnar og setjið út í.
 8. Bætið tómötunum í flösku og kókosmjólkinni út í.
 9. Látið malla í 1/2 tíma.
 10. Því lengur sem þið getið látið réttinn vera í pottinum, því betra. Ég t.d. set þennan rétt stundum upp á morgnana þegar ég er heima og læt hann malla við lágan hita. Ég slekk bara undir þegar ég skrepp út og kveiki aftur undir seinnipartinn þegar ég kem heim. En auðvitað þarf það alls ekki, bara svo gott svoleiðis ef tími leyfir.

Ég keypti mér leirpott síðast þegar ég fór til Seattle í búðinni Sur la Table. Ég var að skoða Le Creuset potta en þessi var á svo frábæru tilboði að ég gat ekki annað en keypt hann þó hann væri nýþungur og erfitt að rogast með alla þessa leið. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim (eftir að ég var sko búin að hvíla mig) var að kíkja á netið og googla cast iron pot recipes. Ég skoðaði nokkrar og ákvað svo bara að skella því sem ég átti í pottinn. Úr varð þessi dásamlegi pottréttur sem átti fyrst að vera súpa. Systir mín kom svo daginn eftir og fékk að smakka hann kaldan. Kannski var hún súpersvöng en hún alla vega malaði meðan hún borðaði :) Ég elska þegar fólk verður svona hrifið af því sem ég geri. Best í heimi!

Það sem er svo frábært við þennan pott er að hann getur líka farið inn í ofninn. Hér geturðu kíkt á pottinn og séð litina sem til eru :http://www.surlatable.com/product/PRO-1315373/Sur+La+Table+Red+Round+Oven+7+qt.

IMG_0403

Kúrbíts-eggjaklattar

IMG_3946Innihald: / 450 g kúrbítur / 30 g ferskur parmesan / 2 egg / 4 tsk bókhveitimjöl / 1 tsk whole psyllium husks / smá chili / salt og pipar

 1. Rífið kúrbítinn, setjið í síupoka (fæst í Ljósinu Langholtsvegi) og kreistið vatnið úr.
 2. Blandið saman við restina.
 3. Hitið pönnu með ghee, ólífuolíu eða kókosolíu, búið til klatta og steikið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Gott bara eintómt eða með góðu salati og rauðrófuhummus.

 

 

 

Fiskisúpa

IMG_0025Innihald: / 1 kg langa og keila / 1 msk ghee eða kókosolía / 1 laukur / 2-3 sellerístilkar / 4 gulrætur / 1 rauð papríka / 1/2 ferskur jalapeno / 2-3 cm engifer / 3-4 hvítlauksrif / 3-4 lárviðarlauf / lúka ferskt kóríander / 2 msk grænmetiskraftur / smá salt / 2 tsk fennil / 1 líter vatn / 1 flaska (450gr) maukaðir tómatar / 2 dl hvítvín eða mysa / 1 dós kókosmjólk.

 1. Byrjið á að skola og skera allt grænmetið niður, passið að fræhreinsa jalapeno-ið (seinna mauka ég grænmetið með töfrasprota en ef þú vilt það ekki þá skerðu bara grænmetið smátt).
 2. Setjið olíu í meðalstóran pott, byrjið á að setja laukinn í pottinn og mýkið svo allt grænmetið upp í dágóða stund ásamt kryddinu. Ég setti kóríander út í grunninn, s.s. ekki bara sem skraut.
 3. Bætið síðan vatninu út í ásamt maukuðu tómötunum og hvítvíninu og hitið að suðu við meðalhita.
 4. Setjið kókosmjólkina út í.
 5. Maukið síðan grænmetið í pottinum með töfrasprota.
 6. Rétt áður en súpan er borin fram þá setjið þið fiskinn út í. Ég skar hann í litla bita og lét malla í heitri súpunni í örfáar mínútur.
 7. Gott að setja ferskan kóríander og rifinn parmesan yfir fyrir þá sem vilja.

Mig langaði allt í einu svo ótrúlega mikið í fiskisúpu. Ég skoðaði nokkrar uppskriftir á netinu og gerði þessa svo bara uppúr mér. Hún kom ljómandi vel út og krökkunum fannst hún æðisleg. Ég reyndar byrjaði á grunninum um miðjan dag og slökkti svo undir grænmetinu því ég þurfti að skreppa út. Þegar ég kom heim rétt undir kvöldmatarleytið hélt ég áfram og bætti þá vökvanum út í. Þannig fékk grænmetið góðan tíma í pottinum og kannski gerði það galdurinn. Mér finnst betra þegar ég geri súpur að mauka grænmetið með töfrasprota, þannig slepp ég við að þykkja súpuna með hveiti eða maizenamjöli.

Ég vissi ekki alveg hvaða fisk ég ætti að hafa í súpunni en fékk súpergóða þjónustu í Fiskbúðinni Sundlaugarvegi 12 og mig langar að þakka konunni sem afgreiddi mig. Hún á nokkuð í þessari uppskrift :)

Ég gerði speltbollur með úr bókinni hennar Sollu Grænn Kostur og kryddaði þær með fersku rósmarín og timjan. Það var bara geggjað með :)

Sellerírótarsúpa

IMG_5110Innihald: / ghee eða kókosolía til steikingar / 1 sellerírót / 3 gulrætur / 100 g þurrkaðir tómatar / 2 hvítlauksrif / 2 msk grænmetiskraftur / 1 msk oregano / 1 msk turmeric / 500-750 ml vatn / 1 dós kókosmjólk / nokkrir dropar fiskisósa / salt og pipar.

 1. Skerðu sellerírótina og gulræturnar smátt og láttu mýkjast í olíunni.
 2. Bættu svo tómötunum, hvítlauknum og kryddinu við og passaðu að láta tómatana mýkjast.
 3. Settu vatnið út í og láttu malla í ca. 10 mín.
 4. Taktu þá töfrasprota og maukaðu súpuna. Áferðin á að vera frekar gróf.
 5. Settu svo kókosmjólkina út í og kryddaðu til .

Þessi súpa er sprengholl og stútfull af frábærri næringu. Haustið er einmitt súputími og snilld að nota haustuppskeruna í súpugerð. Þessi klikkar ekki og mér finnst frábært að nota kókosmjólk í súpur. Ég sá þessa uppskrift í bókinni hennar Þorbjörgu Hafsteinsdóttur 9 leiðir til lífsorku en breytti henni bara örlítið. Ég er að lesa bækurnar hennar þessa stundina og rekst á svo endalaust mikið gott og sniðugt sem ég verð bara að deila. Þessi bók hennar Þorbjargar er frábær og fullt af flottum og súperhollum uppskriftum þar.

1 2