Posts Tagged ‘superfood’

Kakópróteinsjeik með lakkrísrótardufti

IMG_1547_2Innihald: / 2 dl haframjólk (oat) eða möndlumjólk, hrísmjólk / 1 kúfuð mæliskeið vanilluprótein / 1 msk hrátt kakóduft / 1/2 avocado / 1/2 tsk lakkrísrótarduft / 1 msk hörfræolía / 1 msk chiafræ / smá himalayasalt / klakar / VAL: smá acai-duft

  1. Setja allt í blandarann, mixa vel og drekka. Bragðgóður og súperhollur sjeik.

Mig langar aðeins að segja þér hvað lakkrísrótarduft gerir fyrir líkamann.

Lakkrísrótarduft er ekki bara gott á bragðið og harmónar vel með hráu kakódufti (hver elskar ekki bragðið af súkkulaði og lakkrís) heldur hefur það nokkra frábæra eiginleika:

  • verndar lifrina og lætur blóðið streyma í gegnum hana.
  • örvar lifrina til að framleiða meira gall. Alveg nauðsynlegt!
  • jafnar starfsemi í brisi og þá verður blóðsykurinn svooo happy.
  • örvar hægðir og eykur þol gegn streitu. Ef það er ekki nauðsynlegt þá hvað???
  • losar slím úr öndunarfærum.
  • mýkir og græðir meltingarveg.
  • er bólgueyðandi.

Að sjálfsögðu getum við fengið allt okkar prótein úr venjulegum mat og það væri æskilegast en mér líkar að nota hreint mysuprótein og geri það af og til. Spirulina er t.d. mjög próteinrík og ég nota hana líka stundum. Plöntuprótein úr hamp er líka mjög flott. Ég persónulega er ekki hrifin af casein próteini og hér getur þú lesið af hverju. Flókið mál en bara ekki fyrir mig. Ást og friður :)

IMG_1556_2

 

Ljomandi-bordi_3

 

 

 

Bláberjamuffins

IMG_6146-2Innihald: / 3 egg / 1 eggjarauða / 1 1/2 dl sukrin melis (eða flórsykur) / 4 msk kókosolía / 3/4 dl möndlumjólk / 3/4 dl kókoshveiti / 3 msk whole psyllium husk / smá salt / 1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft / 2 tsk kanill / 1/2 tsk vanilluduft / 1 tsk kardimommuduft / 3 dl bláber / 1 msk kartöflumjöl eða tapica mjöl / 2 msk sukrin melis (eða flórsykur) / ca. 1/2 dl hakkaðar möndlur.

  1. Þeytið saman í hrærivél egg, eggjahvítu og sukrin melis þar til það verður létt og ljóst.
  2. Bræðið kókosolíuna (ég set krukkuna bara undir sjóðandi vatn), blandið henni saman við mjólkina ásamt vanilluduftinu, kardimommunni og saltinu og hellið öllu saman við eggin. Þeytið saman.
  3. Blandið saman kókoshveiti, vínsteinslyftidufti, huski og salti og setjið saman við deigið.
  4. Hrærið saman þar til þetta fer að líta út eins og deig og látið svo standa í 15-20 mín.  Deigið er samt klístrað og er ekki eins og venjulegt deig.
  5. Því næst hrærið þið saman kartöflumjölinu og sukrin melis og veltið bláberjunum upp úr. Þá blandið þið bláberjunum varlega saman við deigið.
  6. Setjið í muffinsform og stráið hökkuðum möndlum yfir.
  7. Þessi uppskrift er í ca. 8 muffinsform.
  8. Bakið við 175gr í 12-15 mínútur eða þar til liturinn er orðinn fallegur.

Hverjum finnst ekki bláber góð? HALLÓ! Bláber eru ofurfæða og eitt það allra hollasta sem fyrirfinnst. Ég notaði frosin bláber en það er örugglega alveg rosalega gott að nota fersk.

Glútenlaus bakstur er alls ekki eins og venjulegur bakstur og deigin eru oftast mjög blaut. Þannig eiga þau að vera og þess vegna á ekki að bæta við hveitimjöli til að ráða betur við deigið því þá verður útkoman algjör steypuklumpur.

Chiagrautur með ávöxtum

IMG_4964Innihald: / 1/2 dl chiafræ / 1/4 dl sólblómafræ / 1/4 dl sesamfræ / 1/4 dl graskersfræ / 1/4 dl hampfræ / 1 tsk kanill / smá salt / 3 1/2 dl vatn / ávextir að eigin vali.

  1. Setjið allt í skál, hrærið saman og látið standa inni í ísskáp yfir nótt.
  2. Setið svo ávextina út á morguninn eftir og fáið ykkur morgunmat.

Það segir sig sjálft að ef þú ferð beint úr Kelloggs pakkanum yfir í þennan morgunmat mun þér ekki finnast hann góður. Það þarf fyrst að setja bragðlaukana í smá sykurafvötnun. En ég lofa að mallinn þinn mun elska hann. Ef þið viljið hafa grautinn sætari má setja döðlur í litlum bitum út í og láta standa með yfir nótt. Ég sleppti því hér en notaði smá kardimommukrydd og smá vanillu extract því mér finnst vanillubragð svo gott.

Jarðarberja-sultulína

IMG_5500Innihald: / 250g jarðarber /  2 msk chiafræ / 10 steviudropar.

  1. Setjið fersk eða frosin jarðarber í pott ásamt chiafræjunum og hitið eða sjóðið í ca. 5 mínútur.
  2. Hrærið í þar til verður að mauki.
  3. Sætið með steviudropunum. Tilbúin sulta!

Þessi sulta er svo mikið lostæti og yfirburða holl að auki. Elín vinkona mín er snillingur í eldhúsinu og meistari í kökugerð. Hún kenndi mér að gera þessa sultu og þess vegna heitir hún sultulína :O)

Hafra- og chiagrautur

IMG_5221Innihald grautsins: / 1 bolli möndlu- eða hrísmjólk / 2/3 bollar tröllahafrar (ekki verra ef þeir eru glútenlausir) /2 msk chiafræ / 1 tsk vanilluduft / 1 tsk kanill / 1/2 tsk sítrónusafi / smá salt.

  1. Þessu er öllu hrært saman og látið standa yfir nótt í ísskáp.

Innihald ávaxtablöndunnar:1 epli / 2 dl frosin hindber / 1-2 cm rifinn engifer.

  1. Allt sett í matvinnsluvél og léttsaxað, ekki maukað.
Finnið glerkrukku og setjið fyrst smá graut í botninn, þar næst hluta af epla/berjablöndunni og svo þunnar bananasneiðar ofaná ef þið viðjið. Ég sleppti þeim hér en þannig er þessi grautur náttúrulega algjört æði. Svo geriði eins aftur og fyllið krukkuna. Algjör snilld að taka með sér í vinnuna og ég í flugvélina.
Þessi uppskrift er ca. ein stór eða tvær litlar máltíðir.

Þennan graut bjó Solla til í Heilsugenginu og hann er bara geggjaður.

Ebbugrautur

IMG_4422Innihald: / 1 dl quinoa / 2 dl vatn / 1/2 dl chiafræ / ferskir mangóbitar eða annar ávöxtur / smá sítrónuólífuolía

  1. Munið að leggið quinoa í bleyti yfir nótt.
  2. Morguninn eftir skolið quinoa með köldu vatni, setjið í pott ásamt 2 dl af vatni og sjóðið í 10-15 mín.
  3. Á meðan setjið þið chiafræ í bleyti og hrærið af og til í á meðan fræin eru að drekka í sig vökvann.
  4. Þegar grauturinn er tilbúinn fer quinoa í skál, blandið chiafræjunum saman við og skerið mangó út í.
  5. Hellið svo aðalatriðinu út, sítrónuólífuolíunni. Hún gerir svo mikið bragð og þá fáum við einnig aukaskammt af omega-9. Tilbúinn dásamlegur morgunmatur!

Mangó er með mjög hátt frúktósamagn þannig að ef þú ert að minnka við þig sykur og ávaxtasykur gæti verið sniðugt að nota kiwi í staðinn. Mangó er samt basískur ávöxtur en ekki súr fyrir líkamann. Kíkið á Dr. Mercola, þar finnið þið lista yfir frúktósamagn í nokkrum ávöxtum. Þið verðið að skrolla aðeins niður á síðunni þegar þið eruð búin að klikka á linkinn hér við hliðina til að finna þetta (1).

Þessi morgunmatur er svo mikil tær snilld og mér líður svo ótrúlega vel þegar ég byrja daginn á honum. Reyndar borða ég morgunmat frekar seint því mér líður yfirleitt best ef ég drekk bara í byrjun dags. Þessi grautur er fullur af næringarefnum og svo er höfundur hans bara svo dásamlega sjarmerandi kona, Ebba Guðný. Og það besta er að Edda mín 12 ára er farin að biðja um hann reglulega á morgnana sem er frábært.

http://www.mbl.is/smartland/heilsa/2012/08/21/chiagrautur_ebbu_gudnyjar/

Kúrbítspizza

IMG_3893Botninn: / 2 bollar kúrbítur / 3/4 bollar malaðar möndlur / 1/4 bolli rifinn parmesan / 1 msk chiafræ (möluð í kaffikvörn) / 1 tsk oregano / 1/2 tsk hvítlauksduft / 1/4 tsk salt

Heimagerð pizzusósa: / 2 dl maukaðir tómatar / 1 dl tómatpúrra / 1-2 hvítlauksrif / 1-2 tsk oregano

Ofaná: tómatsósa + ostur + pestó + rúkóla + heimagerð hvítlauksolía

  1. Kúrbíturinn er rifinn fínt á rifjárni og síðan er vökvinn kreistur úr honum gegnum spírupoka (fæst í Ljósinu Langholtsvegi). Mikilvægt að kreista vökvann vel úr.
  2. Öllu er blandað saman í skál og síðan sett á bökunarpappír á ofnplötu.
  3. Bakið við 180°C í 25 mínútur.
  4. Snúið svo við og bakið í 5-10 mínútur.
  5. Smyrjið svo sósunni á, stráið osti yfir og bakið aftur þar til osturinn hefur bráðnað.
  6. Takið pítsuna út úr ofninum, smyrjið  grænu pestói á pítsuna, setjið rúkóla og hvítlauksolíu ofan á. Njótið!

Þessi uppskrift er frá Sollu http://www.lifrænt.is

IMG_3889-2