Posts Tagged ‘morgunmatur’

Grísk jógúrt með chiafræjum

IMG_8015Innihald: / 350 g grísk jógúrt / 4 msk tröllahafrar / 3 msk chiafræ / 1/2 dl kalt vatn / 1-2 msk jarðarberjasulta.

  1. Hrærið öllu saman og geymið í ísskáp í amk. 3 klst eða helst yfir nótt.
  2. Ég hræri sultunni saman við rétt áður en ég fæ mér þennan dásamlega góða morgunmat en auðvitað er alveg hægt að setja sultuna út í um leið og allt hitt.
  3. Ég nota frönsku sultuna í löngu glösunum því í henni er enginn viðbættur sykur.

Þetta er held ég uppáhalds morgunmaturinn minn sem inniheldur mjólkurvöru. Hann er alveg ótrúlega einfaldur og svakalega góður. Þessi uppskrift dugar fyrir ca. tvo og krökkunum mínum finnst mjög gott að skera banana út í. Þetta er líkja frábært nesti og ég tek þetta oft með mér í flug á morgnana því þetta er svo einfalt að búa til og svakalega gott. Ég fékk þessa uppskrift senda frá Telmu á Fitubrennslu. Hún hefur oft búið til prógram fyrir mig, bæði matarprógram og æfingaprógram og er algjör snillingur í því sem hún er að gera.

 

Súkkulaði-hindberja þeytingur með grænni bombu

IMG_6461Innihald: / 1 mæliskeið prótein (ég nota Dr. Mercola Pure Power vanilla prótein)  / 4 tsk hreint kakó / 1 tsk grænt duft (Græna Bomban frá Jurtaapótekinu eða pHion Green Superfood Powder) / 1 tsk akai duft / 1 tsk chia fræ / 1 tsk hampfræ / 3 dl möndlu- eða hrísmjólk / 2 dl frosin hindber (getið líka sett 1 dl hindber og 1 dl frosið spínat eða annað grænt kál).

Aðferð: allt sett í blandarann!

Ég tók út ávexti í nokkrar vikur og þurfti að finna mér gott boost með engum banana. Ég sleppti því hindberjunum fyrst um sinn og setti frosið spínat í staðinn. Þá kemur auðvitað allt annað bragð en það bragðaðist bara ágætlega. Núna finnst mér eiginlega betra að hafa bæði eitthvað grænt kál og hindber, ekki bara hindberin. Og ég elska kakóbragð.

Þetta boost er mjög gott, stútfullt af vítamínum, steinefnum og er próteinríkt. Tilvalið eftir æfingu eða sem sem orkuskot síðdegis. Þegar ég kaupi spínat finnst mér best að kaupa það beint af Lambhaga. Svo er um að gera að breyta til og nota eitthvað annað grænt kál.