Súkkulaði-hindberja þeytingur með grænni bombu

IMG_6461Innihald: / 1 mæliskeið prótein (ég nota Dr. Mercola Pure Power vanilla prótein)  / 4 tsk hreint kakó / 1 tsk grænt duft (Græna Bomban frá Jurtaapótekinu eða pHion Green Superfood Powder) / 1 tsk akai duft / 1 tsk chia fræ / 1 tsk hampfræ / 3 dl möndlu- eða hrísmjólk / 2 dl frosin hindber (getið líka sett 1 dl hindber og 1 dl frosið spínat eða annað grænt kál).

Aðferð: allt sett í blandarann!

Ég tók út ávexti í nokkrar vikur og þurfti að finna mér gott boost með engum banana. Ég sleppti því hindberjunum fyrst um sinn og setti frosið spínat í staðinn. Þá kemur auðvitað allt annað bragð en það bragðaðist bara ágætlega. Núna finnst mér eiginlega betra að hafa bæði eitthvað grænt kál og hindber, ekki bara hindberin. Og ég elska kakóbragð.

Þetta boost er mjög gott, stútfullt af vítamínum, steinefnum og er próteinríkt. Tilvalið eftir æfingu eða sem sem orkuskot síðdegis. Þegar ég kaupi spínat finnst mér best að kaupa það beint af Lambhaga. Svo er um að gera að breyta til og nota eitthvað annað grænt kál.

 

2 Comments on Súkkulaði-hindberja þeytingur með grænni bombu

 1. Ása F. Kjartansdóttir
  25. June, 2014 at 5:41 pm (10 years ago)

  Sæl.
  Mig langaði svo að vita hvar þú kaupir prótein frá Dr.Mercola, er það ekki til hér á Íslandi?
  Kv. Ása

  Reply
 2. Ljómandi
  26. June, 2014 at 3:08 pm (10 years ago)

  Sæl Ása og takk fyrir að hafa samband. Ég sá það í Lifandi Markaði um daginn. Það fæst samt örugglega á fleiri stöðum.

  Reply

Leave a Reply