Archive of ‘Súpur’ category

Núðlusúpa

IMG_0943_2Innihald: / 1 msk kókosolía eða ghee / 1 msk rifin engiferrót / 3 hvítlauksgeirar / 1/2 rautt chili / 2-3 stórar gulrætur / 1 1/2 líter vatn / 2 msk grænmetiskraftur / 1 tsk túrmerik / 1/2 tsk kóríander / 1 msk tamarisósa / 2 tsk sesamolía / 1 msk hlynsíróp / 1 lítill hvítkálshaus / 375 gr núðlur (jafnvel glútenlausar) eða hrísgrjónanúðlur / VAL: misoduft (sjá umfjöllun neðar í pósti)

  1. Setjið kókosolíu í pott.
  2. Rífið niður engiferrót og hvítlauk, saxið chili smátt og skerið gulræturnar í litla bita og leyfið að malla smá stund.
  3. Bætið vatninu út í ásamt kryddinu og leyfið suðunni að koma upp.
  4. Sjóðið pastað í öðrum potti samkvæmt leiðbeiningum og setjið svo í skál þegar tilbúið.
  5. Rífið hvítkálið niður í litla bita í höndunum og setjið í súpupottinn ca. 5 mínútum áður en súpan er tilbúin því það á bara rétt að mýkjast.
  6. Súpan fer svo á diskinn og núðlurnar út í í því magni sem þú vilt.

Hugmyndin að þessari súpu kemur frá Elínu vinkonu minni sem er snillingur í eldhúsinu og bakarameistari af guðs náð. Ég heimsótti hana um daginn þegar hún var að elda núðlusúpu og lyktin í húsinu hennar var svo dásamleg svo ég fór að kíkja í pottana. Hún setti hvítkál út í súpuna og ég gat bara ekki hætt að hugsa um þessa súpu því mér finnst soðið hvítkál svo hrikalega gott. Hver man ekki eftir kálbögglum í gamla daga? Krakkarnir mínir biðja ömmu sína reglulega um að gera þá handa sér og þau eru með risa matarást á Ömmu Hönnu. Ég mun t.d. aldrei ná að mastera hrísgrjónagraut eins vel og hún að þeirra mati.

Núðlurnar í súpunni þurfa alls ekki að vera glútenlausar og Elín notaði hrísgrjónanúðlur sem hún sauð í ca. 2 mínútur í öðrum potti en þá er hægt að ráða hversu mikið af núðlum fer á súpudiskinn þinn. Súper einföld súpa sem er holl, bragðgóð og fljótleg.

Ef þú vilt bæta við próteinum í súpuna geturðu þess vegna notað egg út í, rækjur eða kjúkling. Það er líka snilld að setja misoduft út á súpur til að fá góða gerla og er algjör næringarbomba. Misoduftið þarf reyndar að vera ógerilsneytt eða unpasturised því engir gerlar eru í því gerilsneydda. Passið bara að setja aldrei misoduft í sjóðandi vatn því þá drepast gerlarnir, vatnið má helst ekki vera meira en 50 gráður. Misoduft bragðast einkar vel með hvítlauk og engifer. Misoduftin frá Clear Spring fást á GLÓ FÁKAFENI og í JURTAAPÓTEKINU.

IMG_0968_2

 

 

Ljomandi-bordi_3

Fiskisúpa

IMG_0025Innihald: / 1 kg langa og keila / 1 msk ghee eða kókosolía / 1 laukur / 2-3 sellerístilkar / 4 gulrætur / 1 rauð papríka / 1/2 ferskur jalapeno / 2-3 cm engifer / 3-4 hvítlauksrif / 3-4 lárviðarlauf / lúka ferskt kóríander / 2 msk grænmetiskraftur / smá salt / 2 tsk fennil / 1 líter vatn / 1 flaska (450gr) maukaðir tómatar / 2 dl hvítvín eða mysa / 1 dós kókosmjólk.

  1. Byrjið á að skola og skera allt grænmetið niður, passið að fræhreinsa jalapeno-ið (seinna mauka ég grænmetið með töfrasprota en ef þú vilt það ekki þá skerðu bara grænmetið smátt).
  2. Setjið olíu í meðalstóran pott, byrjið á að setja laukinn í pottinn og mýkið svo allt grænmetið upp í dágóða stund ásamt kryddinu. Ég setti kóríander út í grunninn, s.s. ekki bara sem skraut.
  3. Bætið síðan vatninu út í ásamt maukuðu tómötunum og hvítvíninu og hitið að suðu við meðalhita.
  4. Setjið kókosmjólkina út í.
  5. Maukið síðan grænmetið í pottinum með töfrasprota.
  6. Rétt áður en súpan er borin fram þá setjið þið fiskinn út í. Ég skar hann í litla bita og lét malla í heitri súpunni í örfáar mínútur.
  7. Gott að setja ferskan kóríander og rifinn parmesan yfir fyrir þá sem vilja.

Mig langaði allt í einu svo ótrúlega mikið í fiskisúpu. Ég skoðaði nokkrar uppskriftir á netinu og gerði þessa svo bara uppúr mér. Hún kom ljómandi vel út og krökkunum fannst hún æðisleg. Ég reyndar byrjaði á grunninum um miðjan dag og slökkti svo undir grænmetinu því ég þurfti að skreppa út. Þegar ég kom heim rétt undir kvöldmatarleytið hélt ég áfram og bætti þá vökvanum út í. Þannig fékk grænmetið góðan tíma í pottinum og kannski gerði það galdurinn. Mér finnst betra þegar ég geri súpur að mauka grænmetið með töfrasprota, þannig slepp ég við að þykkja súpuna með hveiti eða maizenamjöli.

Ég vissi ekki alveg hvaða fisk ég ætti að hafa í súpunni en fékk súpergóða þjónustu í Fiskbúðinni Sundlaugarvegi 12 og mig langar að þakka konunni sem afgreiddi mig. Hún á nokkuð í þessari uppskrift :)

Ég gerði speltbollur með úr bókinni hennar Sollu Grænn Kostur og kryddaði þær með fersku rósmarín og timjan. Það var bara geggjað með :)

Sellerírótarsúpa

IMG_5110Innihald: / ghee eða kókosolía til steikingar / 1 sellerírót / 3 gulrætur / 100 g þurrkaðir tómatar / 2 hvítlauksrif / 2 msk grænmetiskraftur / 1 msk oregano / 1 msk turmeric / 500-750 ml vatn / 1 dós kókosmjólk / nokkrir dropar fiskisósa / salt og pipar.

  1. Skerðu sellerírótina og gulræturnar smátt og láttu mýkjast í olíunni.
  2. Bættu svo tómötunum, hvítlauknum og kryddinu við og passaðu að láta tómatana mýkjast.
  3. Settu vatnið út í og láttu malla í ca. 10 mín.
  4. Taktu þá töfrasprota og maukaðu súpuna. Áferðin á að vera frekar gróf.
  5. Settu svo kókosmjólkina út í og kryddaðu til .

Þessi súpa er sprengholl og stútfull af frábærri næringu. Haustið er einmitt súputími og snilld að nota haustuppskeruna í súpugerð. Þessi klikkar ekki og mér finnst frábært að nota kókosmjólk í súpur. Ég sá þessa uppskrift í bókinni hennar Þorbjörgu Hafsteinsdóttur 9 leiðir til lífsorku en breytti henni bara örlítið. Ég er að lesa bækurnar hennar þessa stundina og rekst á svo endalaust mikið gott og sniðugt sem ég verð bara að deila. Þessi bók hennar Þorbjargar er frábær og fullt af flottum og súperhollum uppskriftum þar.

Kókossúpa

IMG_4218Innihald: / 1 msk ghee eða olía / 1 laukur / 3 gulrætur / 1/2 sæt kartafla / 1 sellerístilkur / 2 hvítlauksgeirar / 2 msk hollur grænmetiskraftur / 1/2 l vatn / 1 dós kókosmjólk / 1 tsk karrý / smá salt / ögn cayenne pipar.

  1. Setjið olíu í pott, saxið laukinn, skerið grænmetið niður og setjið út í.
  2. Bætið vatninu við þegar grænmetið er orðið gullið.
  3. Kryddið og látið sjóða í ca. 15 mín.
  4. Maukið með töfrasprota í pottinum.
  5. Síðan bætiði kókosmjólkinni út í og hitið smá.

Ég setti smá kasjúhnetur út í en þá er uppskriftin auðvitað ekki lengur hnetulaus. Mild og góð súpa. Algjört uppáhalds, love it!

Þú finnur kókosmjólk hjá asísku vörunum í flestum búðum og svo er til hollari útgáfa sem er yfirleitt í lífrænu deildinni.

Rauð linsusúpa

 

IMG_4995Innihald: / 1 msk ólífuolía, kókosolía eða ghee / 1 laukur / 2-3 hvítlauksrif / lítið blómkálshöfuð / lítið brokkolíhöfuð / 1 rauð paprika / 1 tsk oregano / 1 tsk basilika / smá salt / 2 msk hollur grænmetiskraftur / 1 flaska/dós maukaðir tómatar / 2 msk tómatpúrra / 750 ml vatn / 2 dl rauðar linsubaunir

  1. Hitið olíuna á pönnu og mýkið laukinn og hvítlaukinn.
  2. Setjið grænmetið saman við ásamt baununum og vökvanum og sjóðið í 30 mín. Tilbúin súperholl súpa.

Ég átti rauðar linsubaunir frá tveim mismunandi merkjum. Á öðrum stóð að rauðar linsubaunir þyrfti ekki að leggja í bleyti en á hinum voru leiðbeiningar um að baunirnar þyrftu að vera í bleyti í 10-12 tíma. Ég náði að hafa baunirnar í bleyti í 3 tíma og það virkaði bara ljómandi vel. Það er gott að muna eftir að setja 1 tsk af matarsóda í vatnið með baununum.

Hugmyndin að þessari uppskrift kemur úr bókinni Betri næring –  betra líf eftir Kolbrúnu Björnsdóttur.