Rauð linsusúpa

 

IMG_4995Innihald: / 1 msk ólífuolía, kókosolía eða ghee / 1 laukur / 2-3 hvítlauksrif / lítið blómkálshöfuð / lítið brokkolíhöfuð / 1 rauð paprika / 1 tsk oregano / 1 tsk basilika / smá salt / 2 msk hollur grænmetiskraftur / 1 flaska/dós maukaðir tómatar / 2 msk tómatpúrra / 750 ml vatn / 2 dl rauðar linsubaunir

  1. Hitið olíuna á pönnu og mýkið laukinn og hvítlaukinn.
  2. Setjið grænmetið saman við ásamt baununum og vökvanum og sjóðið í 30 mín. Tilbúin súperholl súpa.

Ég átti rauðar linsubaunir frá tveim mismunandi merkjum. Á öðrum stóð að rauðar linsubaunir þyrfti ekki að leggja í bleyti en á hinum voru leiðbeiningar um að baunirnar þyrftu að vera í bleyti í 10-12 tíma. Ég náði að hafa baunirnar í bleyti í 3 tíma og það virkaði bara ljómandi vel. Það er gott að muna eftir að setja 1 tsk af matarsóda í vatnið með baununum.

Hugmyndin að þessari uppskrift kemur úr bókinni Betri næring –  betra líf eftir Kolbrúnu Björnsdóttur.

Leave a Reply