Innihald: / 1 dl möndlumjöl / 1 dl rísmjöl / 2 1/2 dl fimmkornablanda frá LÍF eða önnur fræ / 2 msk kókosolía / 2 1/2 dl soðið vatn / 1 msk paprikuduft / smá salt
- Blandið þurrefnunum saman.
- Sjóðið vatn, setjið kókosolíuna út í og blandið saman við deigið.
- Setjið bökunarpappír á plötu, deigið þar ofaná og breiðið úr deiginu með því að setja annan bökunarpappír ofaná deigið og fletið þannig út með höndunum.
- Hægt að strá salti eða einhverjum fræjum yfir og ef ég geri það þá finnst mér gott að setja aftur bökunarpappírinn yfir og þrýsta smá.
- Skerið í deigið með pizzaskera.
- Bakið í 30-40 mín á 175gr.
Harpa
31. October, 2015 at 3:41 pm (9 years ago)Hæhæ takk fyrir frábæra síðu ég rak augun í að þú segir að þetta sé glutenlaust en því miður er fimmkornablandan frá ekki glútenlaus því miður
Eigðu góðan dag
Ljómandi
31. October, 2015 at 4:19 pm (9 years ago)Takk innilega fyrir frábært komment