Hrökkbrauð með paprikubragði

IMG_5172Innihald: / 1 dl möndlumjöl / 1 dl rísmjöl / 2 1/2 dl fimmkornablanda frá LÍF eða önnur fræ / 2 msk kókosolía / 2 1/2 dl soðið vatn / 1 msk paprikuduft / smá salt

  1. Blandið þurrefnunum saman.
  2. Sjóðið vatn, setjið kókosolíuna út í og blandið saman við deigið.
  3. Setjið bökunarpappír á plötu, deigið þar ofaná og breiðið úr deiginu með því að setja annan bökunarpappír ofaná deigið og fletið þannig út með höndunum.
  4. Hægt að strá salti eða einhverjum fræjum yfir og ef ég geri það þá finnst mér gott að setja aftur bökunarpappírinn yfir og þrýsta smá.
  5. Skerið í deigið með pizzaskera.
  6. Bakið í 30-40 mín á 175gr.

2 Comments on Hrökkbrauð með paprikubragði

  1. Harpa
    31. October, 2015 at 3:41 pm (8 years ago)

    Hæhæ takk fyrir frábæra síðu ég rak augun í að þú segir að þetta sé glutenlaust en því miður er fimmkornablandan frá ekki glútenlaus því miður
    Eigðu góðan dag

    Reply
    • Ljómandi
      31. October, 2015 at 4:19 pm (8 years ago)

      Takk innilega fyrir frábært komment

      Reply

Leave a Reply