Posts Tagged ‘chiafræ’

Próteinsjeik með bananabragði án banana

IMG_1600_2Innihald: / 2 dl haframjólk (oat) eða möndlumjólk, hrísmjólk / 1 kúfuð mæliskeið vanilluprótein / 1/2 avocado / 1 – 2 msk hörfræolía með banana- og jarðarberjabragði / 1 msk chiafræ /  1/2 – 1 tsk kanill / 1/2 tsk vanilluduft / smá himalayasalt / klakar / VAL: mér finnst gott að setja smá dass af venjulegri hörfræolíu líka :) olíur gera okkur svo gott.

Síðust 5 vikurnar hef ég setið mjög skemmtilegt, hvetjandi og fróðlegt námskeið á GLÓ hjá henni Þorbjörgu Hafsteinsdóttur ásamt mjög hressum og skemmtilegum hópi fólks þar sem Þorbjörg leiddi hópinn skref fyrir skref í áttina að bættu mataræði. Fjórðu vikuna var hópurinn settur á fljótandi fæði í eina heila viku. Ég hef oft reynt að vera á fljótandi fæði (hreinum djús) í nokkra daga en aldrei liðið almennilega vel og alltaf verið frekar svöng og ómöguleg. En á námskeiðinu hennar Þorbjargar kenndi hún okkur að halda inni próteinsjeikum í svona ferli því amínósýrurnar eru nauðsynlegar fyrir lifrina og hjálpa til við afeitrun og mysuprótein er stútfullt af amínósýrum. Þau sem sátu námskeiðið voru sammála um að þetta hefði gert þeim ótrúlega gott og voru allir frekar mikið glaðir og ánægðir með sig í lok námskeiðsins.

En að boostinu hér að ofan. Því miður eru bananar of sætir fyrir mína meltingu nema í örlitlu magni og þess vegna er ég hætt að nota þá í próteinboostið mitt. Ég nota avocado í staðinn en ég sakna bara svooo rosalega bananabragðsins. Þess vegna ákvað ég að prófa Omega Swirl hörfræolíu með banana- og jarðarberjabragði og það svoleiðis svínvirkaði fyrir mig. Olían fæst t.d. á GLÓ.

Frábært boost, virkilega bragðgott, einfalt og næringarríkt.

 

Ljomandi-bordi_3

Grísk jógúrt með chiafræjum

IMG_8015Innihald: / 350 g grísk jógúrt / 4 msk tröllahafrar / 3 msk chiafræ / 1/2 dl kalt vatn / 1-2 msk jarðarberjasulta.

  1. Hrærið öllu saman og geymið í ísskáp í amk. 3 klst eða helst yfir nótt.
  2. Ég hræri sultunni saman við rétt áður en ég fæ mér þennan dásamlega góða morgunmat en auðvitað er alveg hægt að setja sultuna út í um leið og allt hitt.
  3. Ég nota frönsku sultuna í löngu glösunum því í henni er enginn viðbættur sykur.

Þetta er held ég uppáhalds morgunmaturinn minn sem inniheldur mjólkurvöru. Hann er alveg ótrúlega einfaldur og svakalega góður. Þessi uppskrift dugar fyrir ca. tvo og krökkunum mínum finnst mjög gott að skera banana út í. Þetta er líkja frábært nesti og ég tek þetta oft með mér í flug á morgnana því þetta er svo einfalt að búa til og svakalega gott. Ég fékk þessa uppskrift senda frá Telmu á Fitubrennslu. Hún hefur oft búið til prógram fyrir mig, bæði matarprógram og æfingaprógram og er algjör snillingur í því sem hún er að gera.

 

Súkkulaði-hindberja þeytingur með grænni bombu

IMG_6461Innihald: / 1 mæliskeið prótein (ég nota Dr. Mercola Pure Power vanilla prótein)  / 4 tsk hreint kakó / 1 tsk grænt duft (Græna Bomban frá Jurtaapótekinu eða pHion Green Superfood Powder) / 1 tsk akai duft / 1 tsk chia fræ / 1 tsk hampfræ / 3 dl möndlu- eða hrísmjólk / 2 dl frosin hindber (getið líka sett 1 dl hindber og 1 dl frosið spínat eða annað grænt kál).

Aðferð: allt sett í blandarann!

Ég tók út ávexti í nokkrar vikur og þurfti að finna mér gott boost með engum banana. Ég sleppti því hindberjunum fyrst um sinn og setti frosið spínat í staðinn. Þá kemur auðvitað allt annað bragð en það bragðaðist bara ágætlega. Núna finnst mér eiginlega betra að hafa bæði eitthvað grænt kál og hindber, ekki bara hindberin. Og ég elska kakóbragð.

Þetta boost er mjög gott, stútfullt af vítamínum, steinefnum og er próteinríkt. Tilvalið eftir æfingu eða sem sem orkuskot síðdegis. Þegar ég kaupi spínat finnst mér best að kaupa það beint af Lambhaga. Svo er um að gera að breyta til og nota eitthvað annað grænt kál.

 

Chiagrautur með ávöxtum

IMG_4964Innihald: / 1/2 dl chiafræ / 1/4 dl sólblómafræ / 1/4 dl sesamfræ / 1/4 dl graskersfræ / 1/4 dl hampfræ / 1 tsk kanill / smá salt / 3 1/2 dl vatn / ávextir að eigin vali.

  1. Setjið allt í skál, hrærið saman og látið standa inni í ísskáp yfir nótt.
  2. Setið svo ávextina út á morguninn eftir og fáið ykkur morgunmat.

Það segir sig sjálft að ef þú ferð beint úr Kelloggs pakkanum yfir í þennan morgunmat mun þér ekki finnast hann góður. Það þarf fyrst að setja bragðlaukana í smá sykurafvötnun. En ég lofa að mallinn þinn mun elska hann. Ef þið viljið hafa grautinn sætari má setja döðlur í litlum bitum út í og láta standa með yfir nótt. Ég sleppti því hér en notaði smá kardimommukrydd og smá vanillu extract því mér finnst vanillubragð svo gott.

Jarðarberja-sultulína

IMG_5500Innihald: / 250g jarðarber /  2 msk chiafræ / 10 steviudropar.

  1. Setjið fersk eða frosin jarðarber í pott ásamt chiafræjunum og hitið eða sjóðið í ca. 5 mínútur.
  2. Hrærið í þar til verður að mauki.
  3. Sætið með steviudropunum. Tilbúin sulta!

Þessi sulta er svo mikið lostæti og yfirburða holl að auki. Elín vinkona mín er snillingur í eldhúsinu og meistari í kökugerð. Hún kenndi mér að gera þessa sultu og þess vegna heitir hún sultulína :O)

Hafra- og chiagrautur

IMG_5221Innihald grautsins: / 1 bolli möndlu- eða hrísmjólk / 2/3 bollar tröllahafrar (ekki verra ef þeir eru glútenlausir) /2 msk chiafræ / 1 tsk vanilluduft / 1 tsk kanill / 1/2 tsk sítrónusafi / smá salt.

  1. Þessu er öllu hrært saman og látið standa yfir nótt í ísskáp.

Innihald ávaxtablöndunnar:1 epli / 2 dl frosin hindber / 1-2 cm rifinn engifer.

  1. Allt sett í matvinnsluvél og léttsaxað, ekki maukað.
Finnið glerkrukku og setjið fyrst smá graut í botninn, þar næst hluta af epla/berjablöndunni og svo þunnar bananasneiðar ofaná ef þið viðjið. Ég sleppti þeim hér en þannig er þessi grautur náttúrulega algjört æði. Svo geriði eins aftur og fyllið krukkuna. Algjör snilld að taka með sér í vinnuna og ég í flugvélina.
Þessi uppskrift er ca. ein stór eða tvær litlar máltíðir.

Þennan graut bjó Solla til í Heilsugenginu og hann er bara geggjaður.

Ebbugrautur

IMG_4422Innihald: / 1 dl quinoa / 2 dl vatn / 1/2 dl chiafræ / ferskir mangóbitar eða annar ávöxtur / smá sítrónuólífuolía

  1. Munið að leggið quinoa í bleyti yfir nótt.
  2. Morguninn eftir skolið quinoa með köldu vatni, setjið í pott ásamt 2 dl af vatni og sjóðið í 10-15 mín.
  3. Á meðan setjið þið chiafræ í bleyti og hrærið af og til í á meðan fræin eru að drekka í sig vökvann.
  4. Þegar grauturinn er tilbúinn fer quinoa í skál, blandið chiafræjunum saman við og skerið mangó út í.
  5. Hellið svo aðalatriðinu út, sítrónuólífuolíunni. Hún gerir svo mikið bragð og þá fáum við einnig aukaskammt af omega-9. Tilbúinn dásamlegur morgunmatur!

Mangó er með mjög hátt frúktósamagn þannig að ef þú ert að minnka við þig sykur og ávaxtasykur gæti verið sniðugt að nota kiwi í staðinn. Mangó er samt basískur ávöxtur en ekki súr fyrir líkamann. Kíkið á Dr. Mercola, þar finnið þið lista yfir frúktósamagn í nokkrum ávöxtum. Þið verðið að skrolla aðeins niður á síðunni þegar þið eruð búin að klikka á linkinn hér við hliðina til að finna þetta (1).

Þessi morgunmatur er svo mikil tær snilld og mér líður svo ótrúlega vel þegar ég byrja daginn á honum. Reyndar borða ég morgunmat frekar seint því mér líður yfirleitt best ef ég drekk bara í byrjun dags. Þessi grautur er fullur af næringarefnum og svo er höfundur hans bara svo dásamlega sjarmerandi kona, Ebba Guðný. Og það besta er að Edda mín 12 ára er farin að biðja um hann reglulega á morgnana sem er frábært.

http://www.mbl.is/smartland/heilsa/2012/08/21/chiagrautur_ebbu_gudnyjar/

Kúrbítspizza

IMG_3893Botninn: / 2 bollar kúrbítur / 3/4 bollar malaðar möndlur / 1/4 bolli rifinn parmesan / 1 msk chiafræ (möluð í kaffikvörn) / 1 tsk oregano / 1/2 tsk hvítlauksduft / 1/4 tsk salt

Heimagerð pizzusósa: / 2 dl maukaðir tómatar / 1 dl tómatpúrra / 1-2 hvítlauksrif / 1-2 tsk oregano

Ofaná: tómatsósa + ostur + pestó + rúkóla + heimagerð hvítlauksolía

  1. Kúrbíturinn er rifinn fínt á rifjárni og síðan er vökvinn kreistur úr honum gegnum spírupoka (fæst í Ljósinu Langholtsvegi). Mikilvægt að kreista vökvann vel úr.
  2. Öllu er blandað saman í skál og síðan sett á bökunarpappír á ofnplötu.
  3. Bakið við 180°C í 25 mínútur.
  4. Snúið svo við og bakið í 5-10 mínútur.
  5. Smyrjið svo sósunni á, stráið osti yfir og bakið aftur þar til osturinn hefur bráðnað.
  6. Takið pítsuna út úr ofninum, smyrjið  grænu pestói á pítsuna, setjið rúkóla og hvítlauksolíu ofan á. Njótið!

Þessi uppskrift er frá Sollu http://www.lifrænt.is

IMG_3889-2