Innihald: / 2 dl haframjólk (oat) eða möndlumjólk, hrísmjólk / 1 kúfuð mæliskeið vanilluprótein / 1/2 avocado / 1 – 2 msk hörfræolía með banana- og jarðarberjabragði / 1 msk chiafræ / 1/2 – 1 tsk kanill / 1/2 tsk vanilluduft / smá himalayasalt / klakar / VAL: mér finnst gott að setja smá dass af venjulegri hörfræolíu líka olíur gera okkur svo gott.
Síðust 5 vikurnar hef ég setið mjög skemmtilegt, hvetjandi og fróðlegt námskeið á GLÓ hjá henni Þorbjörgu Hafsteinsdóttur ásamt mjög hressum og skemmtilegum hópi fólks þar sem Þorbjörg leiddi hópinn skref fyrir skref í áttina að bættu mataræði. Fjórðu vikuna var hópurinn settur á fljótandi fæði í eina heila viku. Ég hef oft reynt að vera á fljótandi fæði (hreinum djús) í nokkra daga en aldrei liðið almennilega vel og alltaf verið frekar svöng og ómöguleg. En á námskeiðinu hennar Þorbjargar kenndi hún okkur að halda inni próteinsjeikum í svona ferli því amínósýrurnar eru nauðsynlegar fyrir lifrina og hjálpa til við afeitrun og mysuprótein er stútfullt af amínósýrum. Þau sem sátu námskeiðið voru sammála um að þetta hefði gert þeim ótrúlega gott og voru allir frekar mikið glaðir og ánægðir með sig í lok námskeiðsins.
En að boostinu hér að ofan. Því miður eru bananar of sætir fyrir mína meltingu nema í örlitlu magni og þess vegna er ég hætt að nota þá í próteinboostið mitt. Ég nota avocado í staðinn en ég sakna bara svooo rosalega bananabragðsins. Þess vegna ákvað ég að prófa Omega Swirl hörfræolíu með banana- og jarðarberjabragði og það svoleiðis svínvirkaði fyrir mig. Olían fæst t.d. á GLÓ.
Frábært boost, virkilega bragðgott, einfalt og næringarríkt.