Líkaminn


 Hér eru nokkrar vörur sem mér finnst frábærar og nota á líkamann

 

IMG_2220_2-2

RUDOPLH

 

RUDOLPH eru vörur sem ég er að kynnast og finnst svakalega spennandi. Þær eru framleiddar af danskri fyrirsætu sem var valin af Greenpeace í hóp átta manns til að láta mæla óæskileg efni í blóði. Hún var þá ófrísk og yngst þáttakenda en mældist hæst af öllum. Hún ákvað að taka málin í sínar hendur, tók meðvitaða ákvörðun um að nota hreinar vörur og er andlit RUDOLPH CARE. Það sem er einstakt við RUDOPLPH vörurnar eru acai ber sem eru einstaklega vítamín- og steinefnarík og full af omega 6 og 9 fitusýrum. En acai ber eru ótrúlega andoxunarrík eða tvöfalt meira en bláber og 30X meira en rauðvín. Acai ber vernda líkamann gegn sindurefnum.

Þetta lúxus body krem er ótrúlega mýkjandi og ég nota það á þurr svæði eins og olnboga og hné og svo nota ég það stundum í andlitið eins og eftir löng og ströng flug og húðin hreinlega drekkur það í sig. Ég verð stundum rosalega þurr á höndunum eftir allan sápuþvottinn um borð og þá er þetta krem algjör lífsbjörg.

 

 

IMG_1532_2

JURTAAPÓTEK

 

TÖFRAR líkamsolía úr JURTAAPÓTEKINU er algjörlega dásamleg. Hún inniheldur möndluolíu, jojobaolíu, ylang ylang olíu, rósaolíu og bergamot olíu. Þetta er algjör lúxusolía, húðin verður silkimjúk og þessar brúnu flöskur eru bara svo fallegar og gamaldags.

Í Jurtaapótekinu er lika til olía sem heitir Undraolía, hún er meira fyrir erfið svæði og inniheldur sesamolíu, greipaldin og appelsínuolíu. Hana þarf að geyma í ísskáp.

 

,

 

 

 

 

IMG_2217_2

PACIFICA

 

PACIFICA eru vörur sem ég er mjög hrifin af sérstaklega vegna þess að þær eru eiturefnalausar. Í línunni eru sturtusápur, bodylotion og allskyns ilmir en úrvalið er ótrúlegt þannig að allir ættu að geta valið lykt við hæfi og sem hentar. Svo er líka sniðugt að gefa unglingsstelpum og litlum prinsessum svona ilmi í staðinn fyrir sprey sem eru full af kemískum efnum sem við vitum ekkert hvaða áhrif hafa á hormónabúskapinn.

Þessi lykt er mín uppáhalds, Tuscan Blood Orange.

 

 

 

IMG_2639_2

LAVERA

 

Body lotionið frá LAVERA í sensitive línunni þeirra er eitt af því sem er í uppáhaldi hjá mér og ég hef notað það mjög lengi. Ég held að LAVERA sé yfir 25 ára gamalt fyrirtæki. Mér finnst frábært að hafa þetta krem í sundtöskunni því stærðin er góð, lykt góð og varan er frábær að öllu leyti. Hún uppfyllir alla staðla eins og vegan, vottað lífrænt og inniheldur engin aukaefni svo allir geta notað þetta krem, litlir og stórir sundkroppar.

 

 

 

 

 

 

IMG_2634_2

LAVERA

 

Ég er pínu brúnkusjúk og finnst voða notalegt að liggja í sólbaði. En við búum víst ekki á Hawaii svo brúnka í túbu er frekar mikilvæg fyrir mig. Mér líður einfaldlega betur með smá lit. Ég hef notað LAVERA brúnkukremið í mörg ár. Ég hef prófað alls konar krem en ég enda alltaf á að kaupa þetta krem aftur og aftur. Mér finnst það einfaldlega best, gefur fallegan og náttúrulegan lit án þess að vera of mikið og svo er bara svo gott að vita af því að varan er hrein og hún lyktar vel. Andlitsbrúnkukremið er í minni túbunni.

 

 

 

 

 

 

IMG_2232_2-2

RUDOLPH

 

RUDPLPH roll-on deo er milt, með virkum efnum og inniheldur t.d. camomile, shea butter og aloe vera. Það inniheldur ekki antiperspirant og hentar líka fyrir karlmenn. Það er frekar dýrt en RUDOLPH er líka lúxusvara. Mjög mild lykt.

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2341_2

SÓLEY

 

LÓU SÁPAN frá SÓLEY kaupi ég oft inn á bað. Þessi milda handsápa er gerð úr villtum íslenskum jurtum og inniheldur blöndu af öflugum íslenskum lækningajurtum sem getur ekki annað en verið gott sérstaklega fyrir kuldann og þurrkinn á Íslandi. Mér finnst SÓLEY vörurnar frábærar og útlendingar elska þær. Frábærar gjafir.

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2210_2-2

DR. BONNER´S

 

BRONNER´S sápurnar er svo hreinar að það er víst hægt að borða þær en hver í veröldinni er að fara að gera það :) Ég nota mest lavender og lemon í sturtuna en peppermint er t.d. of sterk fyrir líkamann. Peppermint er kælandi og það er ekkert sniðugt að vera að frjósa í sjóðheitri sturtu en þú getur t.d. notað hana í þvottavélina. David Wolfe mælir m.a. með því að nota Dr. Bronner’s sápu til að þvo þvottinn í bókinni sinni Longevity now. Ég prófaði það og það virkar alveg ótrúlega vel. Bara að skella ca. 2 msk af matarsóda og smá af sápunni út í í þvottavélina eða ca. 1-2 msk og þvotturinn verður ilmandi og hreinn. Vinstra megin á myndinni er hrein sápa og ég nota hana yfirleitt í þvottinn þegar ég nota þessar sápur. Annars nota ég alls konar þvottaefni.

 

 

 

 

Ljomandi-bordi4

Leave a Reply