Posts Tagged ‘hlynsíróp’

Lime avókadó hrákaka

IMG_2020_2Botn: / 80 g kókosmjöl / 100 g möndlur eða heslihnetur eða mix af báðu / 250 g döðlur / ögn cayennepipar / smá himalayan salt

  1. Allt sett í matvinnsluvél og mixað saman, sett í kökuform og inn í frysti á meðan þið gerið fyllinguna.

Fylling: / 2-3 avókadó / 3/4 bollar hlynsíróp / 1/4 bolli limesafi

  1. Allt set í blandara og hellt svo yfir botninn.
  2. Geymið í frysti í amk. klukkustund eða þar til kakan er frosin.
  3. Hægt að skreyta með kókosflögum, rifnu súkkulaði eða kíví.

Þessi kaka er mjög bragðgóð en það er betra að bera hana fram kalda og hún getur ekki staðið mjög lengi á borði. Þessi kemur úr smiðjunni hennar Jönu vinkonu.

 

IMG_2017_2

 

IMG_2033_2

 

 

Ljomandi-bordi4

Núðlusúpa

IMG_0943_2Innihald: / 1 msk kókosolía eða ghee / 1 msk rifin engiferrót / 3 hvítlauksgeirar / 1/2 rautt chili / 2-3 stórar gulrætur / 1 1/2 líter vatn / 2 msk grænmetiskraftur / 1 tsk túrmerik / 1/2 tsk kóríander / 1 msk tamarisósa / 2 tsk sesamolía / 1 msk hlynsíróp / 1 lítill hvítkálshaus / 375 gr núðlur (jafnvel glútenlausar) eða hrísgrjónanúðlur / VAL: misoduft (sjá umfjöllun neðar í pósti)

  1. Setjið kókosolíu í pott.
  2. Rífið niður engiferrót og hvítlauk, saxið chili smátt og skerið gulræturnar í litla bita og leyfið að malla smá stund.
  3. Bætið vatninu út í ásamt kryddinu og leyfið suðunni að koma upp.
  4. Sjóðið pastað í öðrum potti samkvæmt leiðbeiningum og setjið svo í skál þegar tilbúið.
  5. Rífið hvítkálið niður í litla bita í höndunum og setjið í súpupottinn ca. 5 mínútum áður en súpan er tilbúin því það á bara rétt að mýkjast.
  6. Súpan fer svo á diskinn og núðlurnar út í í því magni sem þú vilt.

Hugmyndin að þessari súpu kemur frá Elínu vinkonu minni sem er snillingur í eldhúsinu og bakarameistari af guðs náð. Ég heimsótti hana um daginn þegar hún var að elda núðlusúpu og lyktin í húsinu hennar var svo dásamleg svo ég fór að kíkja í pottana. Hún setti hvítkál út í súpuna og ég gat bara ekki hætt að hugsa um þessa súpu því mér finnst soðið hvítkál svo hrikalega gott. Hver man ekki eftir kálbögglum í gamla daga? Krakkarnir mínir biðja ömmu sína reglulega um að gera þá handa sér og þau eru með risa matarást á Ömmu Hönnu. Ég mun t.d. aldrei ná að mastera hrísgrjónagraut eins vel og hún að þeirra mati.

Núðlurnar í súpunni þurfa alls ekki að vera glútenlausar og Elín notaði hrísgrjónanúðlur sem hún sauð í ca. 2 mínútur í öðrum potti en þá er hægt að ráða hversu mikið af núðlum fer á súpudiskinn þinn. Súper einföld súpa sem er holl, bragðgóð og fljótleg.

Ef þú vilt bæta við próteinum í súpuna geturðu þess vegna notað egg út í, rækjur eða kjúkling. Það er líka snilld að setja misoduft út á súpur til að fá góða gerla og er algjör næringarbomba. Misoduftið þarf reyndar að vera ógerilsneytt eða unpasturised því engir gerlar eru í því gerilsneydda. Passið bara að setja aldrei misoduft í sjóðandi vatn því þá drepast gerlarnir, vatnið má helst ekki vera meira en 50 gráður. Misoduft bragðast einkar vel með hvítlauk og engifer. Misoduftin frá Clear Spring fást á GLÓ FÁKAFENI og í JURTAAPÓTEKINU.

IMG_0968_2

 

 

Ljomandi-bordi_3

Vanilluís

IMG_1432Innihald: // 1 bolli nýmjólk / 1/2 líter þeyttur rjómi / 1/2 bolli hlynsíróp / smá salt / 1 msk vanillu extract eða vanilludropar / 1 vanillustöng (maukið innan úr) / VAL: 1-2 dropar vanillustevía en ekki nauðsynlegt.

  1. Byrjið á að þeyta rjómann.
  2. Skerið vanillustöngina langsum i tvennt og skafið dásamlegt vanillumaukið úr.
  3. Blandið svo saman í skál mjólkinn, hlynsírópinu, vanillumaukinu, vanillu extrakt-inu og saltinu og blandið vel.
  4. Bætið þessu síðan út í rjómann og hrærið vel saman.
  5. Hér má setja 1-2 dropa af vanillustevíu en það er alls ekki nauðsynlegt, smakkið til.
  6. Setjið eitthvað yfir skálina og kælið í ísskáp í amk. klukkustund eða yfir nótt.
  7. Setjið í ísvél og látið ganga í ca. 20 mínútur eða þar til tilbúið.
  8. Þið getið síðan borið ísinn strax fram eða sett í frysti í 20-30 mín.

Ég er engin ísmanneskja en ég hér á heimilinu er stóra stelpan mín hún Edda og maðurinn minn mikið ísfólk. Þegar þau gera sér glaðan dag er farið í ísbúð. Við Edda gerðum um jólin jólaísinn hennar Ebbu sem er brjálæðilslega góður karamelluís og verður okkar jólaís hér eftir. Eddu langaði að prófa að gera vanilluís og varð þessi uppskrift fyrir valinu eftir smá leit á netinu. Hann er eiginlega smá samansafn af uppskriftum svo ég stakk upp á að við mundum kalla hann vanilluísinn okkar en henni fannst það súper asnalegt :) svo hann heitir bara vanilluís. Ef þið notið ekki ísvél og setjið ísinn beint í frysti er hann ekki eins mjúkur og verður meira vatnskenndur en alveg jafn bragðgóður. Ísvélin gerir smá töfra.

IMG_1391-2

IMG_1423

 

 

Ljomandi-bordi_3

Gulrótarkaka úr kókoshveiti

IMG_0841_2Innihald: / 1 bolli kókoshveiti / 3/4 bolli hlynsíróp / 1/2 bolli kókosolía (fljótandi) / 8 egg (stofuheit) / 1 msk kanill / 1 tsk engifer / 1/2 tsk múskat (nutmeg) / 1/2 tsk salt / 1 msk sítrónusafi / 1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft / 1 tsk matarsódi / 2 bollar rifnar gulrætur.

Krem: / 300 g rjómaostur / 150 g sukrin melis eða flórsykur / 1 tsk vanillu extract eða vanilludropar / smá sítrónusafi.

  1. Hitið ofninn í 180 gr. og notið tvö 23 cm kökuform.
  2. Setjið öll innihaldsefnin nema gulræturnar í hrærivél og hrærið saman.
  3. Bætið síðast gulrótunum út í.
  4. Setjið deigið í formin og bakið í 20-25 mín.
  5. Látið kólna alveg áður en þið setjið kremið á milli botnanna og yfir.
  6. Skreytið með rifnum gulrótum og berið fram með þeyttum rjóma.

IMG_0860_2

Þessi uppskrift er frá heimasíðunni http://detoxinista.com. Hrikalega góð gulrótarkaka.

 

Bordi2

 

“Marsípan” bitar

IMG_0603Botn: / 1 bolli möndlumjöl / 2 msk hlynsíróp / 1 msk kókosolía (fljótandi) / 1/4 tsk möndludropar eða extraxt / smá salt.

Kókosfylling: / 1 bolli kókosmjöl / 3 msk hlynsíróp / 2 msk kókosolía (fljótandi) / 1 msk vatn.

Súkkulaði: / 1/4 bolli kakóduft / 1/4 bolli kókosolía (fljótandi) / 2 msk hlynsíróp.

  1. Setjið bökunarpappír í form, ég notaði venjulegt jólakökuform.
  2. Setjið kókosolíukrukkuna í heitt vatn svo olían verði fljótandi.
  3. Blandið öllu sem er í botninum saman í skál, hrærið vel saman þar til verður að deigi og pressið slétt í botninn á forminu.
  4. Blandið öllu sem er í kókosfyllingunni saman og hrærið vel. Setjið yfir botninn og sléttið.
  5. Búið til súkkulaðið í skál, pískið smá til að fá fallega áferð á það og hellið yfir.
  6. Setjið í frysti og tilbúið eftir 1-2 tíma.
  7. Skerið í fallega bita og berið fram beint úr frysti, það er betra að bera þá fram kalda.

Þessir ótrúlega einföldu og meiriháttar góðu bitar komu alveg óóótrúlega á óvart. Þvílíkt nammi. Ég held ég sé búin að finna jólakonfektið mitt svo gott er þetta.

 

IMG_0574 IMG_0580

IMG_0615Ég fann þessa dásemdar dásemd á detoxinista.com

Bordi1

Hveitilausar súkkulaðimuffins

IMG_0158-2Innihald: / 1 bolli hnetusmjör / 2 mjög þroskaðir bananar / 1/4 bolli hlynsíróp / 1/3 bolli kakóduft.

  1. Hitið ofninn í 180 gr.
  2. Setjið öll innihaldsefnin í matvinnsluvélina, þú þarft kannski að stoppa og skafa meðfram hliðunum en deigið er mjög klístrað og á að vera svoleiðis.
  3. Þegar allt er vel blandað saman þá seturðu deigið í muffinsform með skeið. Mér finnst best að bleyta skeiðina af og til út af deiginu.
  4. Þú ræður hvort þú brytur smá súkkulaði yfir.
  5. Inn í ofn í 12-15 mínútur og bíddu með að taka þær úr muffinsformunum þar til þær eru orðnar alveg kaldar.

Ég fann þessa litlu uppskrift á mywholedoodlife.com. Bara fjögur innihaldsefni. Þú ert fljótari að skella í svona en að keyra út í bakarí og kaupa sykursnúð. Svo bara að toppa með rjóma…

 

Piparmyntu-avókadó nammi

IMG_0193-2Botn: / 2 1/2 dl möndlur / 2 1/2 dl döðlur / 1 msk kakóduft.

Myntufylling: / 1 avókadó / 3 msk fljótandi kókosolía / 2-3 msk hlynsíróp / 1 banani / 1/2 tsk vanilla extraxt eða vanilludropar / 5-10 dropar piparmyntuolía (eða dropar) / smá salt.

Súkkulaði: / 3 msk kakóduft / 3 msk fljótandi kókosolía / 2 msk hlynsíróp.

  1. Setjið allt sem á að fara í botninn í matvinnsluvélina og búið til deig. Ef döðlurnar eru ekki mjúkar er gott að leggja þær í bleyti í volgt vatn í ca. 15 mín.
  2. Setjið bökunarpappír í form sem er 18x18cm innanmál (8×8-inch) og pressið deigið ofan í.
  3. Búið síðan til mjúku, grænu fyllinguna í matvinnsluvél og hellið í formið ofan á botninn. Ég læt kókosolíukrukkuna standa í heitu vatni til að fá hana fljótandi.
  4. Setjið inn í frysti í ca. 30 mínútur.
  5. Græjið súkkulaðið með því að hella öllu í skál og hræra vel saman. Hellið því svo yfir og setjið í frysti. Ef botninn og græna fyllingin eru mjög köld (alveg frosið) þegar þið hellið súkkulaðinu yfir þá harðnar það mjög fljótt. Þannig að þið þurfið að vera svolítið snögg að ná því yfir allt.
  6. Þegar þið berið þessa dásemd fram er gott en alls ekki nauðsynlegt að láta hana þiðna í ca. 10-20 mínútur áður. Mér finnst reyndar best að borða þetta ískalt :)

Ég sá þessa uppskrift í bók sem heitir Rawsome Vegan Baking og leist svo vel á að ég ákvað að prófa. Ég var ekki illa svikin og Edda mín 12 ára elskar hreinlega þetta nammi. Ég nota Young Living piparmyntuolíu og þá þarf ég ekki svona mikið heldur ca. 5 dropa því þeir eru sterkir. Það er hægt að nota hvaða piparmyntuolíu sem er, jafnvel piparmyntu extract. Prófið ykkur bara áfram. Ég bara elska Young Living vörurnar og finnst svo mikil snilld að nota þær í matargerð því ekki skemmir fyrir að þær hafa ákveðinn undrakraft :)

Hér getur þú lesið meira um ilmkjarnaolíur.

 

 

Súkkulaðibitakökur

IMG_8400Innihald: / 1 1/2 bolli bókhveiti / 1 tsk vínsteinslyftiduft / 1 tsk vanilluduft / 1/2 tsk maldon salt / 100 g kókosolía / 1/2 bolli hlynsíróp / 1 egg / 100 g dökkt súkkulaði 85%.

  1. Hitið ofninn á 160 gr og setjið bökunnarpappír á tvær bökunarplötur.
  2. Blandið saman hveiti, lyftidufti, vanilludufti og salti í skál.
  3. Blandið saman kókosolíunni og hlynsírópinu í aðra skál og þeytið eggið saman við.
  4. Blandið vökvanum saman við þurrefnin með trésleif og setjið brytjað súkkulaðið út í að lokum.
  5. Búið til litlar kökur með teskeið og bakið í ca. 20 mín eða þar til gullið.

Nammigott í útileguna :)

 

 

Holla gulrótarkakan góða

IMG_6837-2Innihald: / 200 g möndlumjöl / 3 msk kókoshveiti / 3/4 tsk matarsódi / 1 tsk vínsteinslyftiduft / 2 tsk kanill / 1 tsk engifer / 1/2 tsk múskat / smá salt / 3 egg / 1/2 bolli (110 g) kókosolía (fljótandi) / 1/2 bolli (140 g) hlynsíróp / 4 tsk vanilla extract / 100 g rifnar gulrætur.

  1. Stillið ofninn á 175 gr.
  2. Smyrjið  23 cm form að innan og setið bökunarpappír í botninn.
  3. Blandið þurrefnunum saman og geymið í skál.
  4. Blandið saman eggjum, kókosolíu, hlynsírópi og vanillu í hrærivél.
  5. Hellið síðan þurrefnunum út í og bætið rifnu gulrótunum varlega út í.
  6. Bakið í ca. 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr ef þið stingið í miðju kökunnar.
  7. Látið kólna alveg áður en þið setjið kremið á.

Krem: / 150 g rjómaostur / 50 g ósaltað smjör (við stofuhita) / 70 g sukrin melis eða flórsykur / 1 tsk vanillusykur (helst heimagerður) eða 1/2 tsk vanillu extract / 1 tsk sítrónusafi.

  1. Setjið allt í hrærivél og hrærið vel saman. Ef ykkur finnst kremið of þykkt er hægt að bæta einni teskeið af mjólk út í.

Hönnu Birnu minni (9 ára) finnst súkkulaðibragð ekki gott svo hún biður mig stundum að gera gulrótarköku. Ég fór því að leita að eins hollri og góðri gulrótarköku og ég gat og ég held ég hafi fundið hana. Ef þið skoðið innihaldið þá sjáið þið að þessi dásemdar kaka er ekkert nema meinholl. Nema þið klárið sjálf alein alla kökuna :)IMG_6709Þessi uppskrift er frá http://www.texanerin.com