Gulrótarkaka úr kókoshveiti

IMG_0841_2Innihald: / 1 bolli kókoshveiti / 3/4 bolli hlynsíróp / 1/2 bolli kókosolía (fljótandi) / 8 egg (stofuheit) / 1 msk kanill / 1 tsk engifer / 1/2 tsk múskat (nutmeg) / 1/2 tsk salt / 1 msk sítrónusafi / 1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft / 1 tsk matarsódi / 2 bollar rifnar gulrætur.

Krem: / 300 g rjómaostur / 150 g sukrin melis eða flórsykur / 1 tsk vanillu extract eða vanilludropar / smá sítrónusafi.

  1. Hitið ofninn í 180 gr. og notið tvö 23 cm kökuform.
  2. Setjið öll innihaldsefnin nema gulræturnar í hrærivél og hrærið saman.
  3. Bætið síðast gulrótunum út í.
  4. Setjið deigið í formin og bakið í 20-25 mín.
  5. Látið kólna alveg áður en þið setjið kremið á milli botnanna og yfir.
  6. Skreytið með rifnum gulrótum og berið fram með þeyttum rjóma.

IMG_0860_2

Þessi uppskrift er frá heimasíðunni http://detoxinista.com. Hrikalega góð gulrótarkaka.

 

Bordi2

 

Leave a Reply