Ég er algjör sykurpúki og eftir því sem ég borða meiri sykur langar mig í meiri sykur. Sætt kallar nefnilega á meira sætt. Í mínu tilfelli ræð ég bara ekki við sykurinn í meltingunni og verður illt eins og mér finnast kökur og nammi gott. Í raun er enginn sykur góður fyrir okkur því miður og viðbættur sykur er auðvitað allra verstur (10). T.d. er of mikil neysla ávaxta ekki talin æskileg og á heimasíðu Söruh Wilson sem hætti alveg að borða sykur, er spurt hvort frúktósi sé slæmur þrátt fyrir að vera náttúrulegur. Hún segir að frúktósi sé ekki óhollur EN líkaminn okkar þolir bara mjög lítið af honum: “We’re just designed to eat VERY LITTLE of it. Studies say the amount in about 1-2 pieces of fruit. Which as David (Gillespie) says in Sweet Poison”. Ekki ætla ég að mæla gegn neyslu ávaxta, bara fróðleikskorn.
Tók út allan sykur tímabundið:
Ég fór eftir ráðleggingum Kolbrúnar grasalæknis í nokkuð margar vikur og á því tímabili tók ég út allan sykur og neytti ég næstum engra ávaxta fyrir utan öll ber nema vínber. Það var alveg erfitt ég viðurkenni það. Mér fannst erfiðast að hætta að nota banana sem ég elska að setja í boostið mitt. Bananar eru alveg dísætir en það vissi maður svo sem. Þetta vandist samt furðulega vel. Jú auðvitað féll ég og stundum langaði mig að skalla veggi en þá byrjaði ég bara aftur. Það sem kom mér í gegnum verstu kaflana þegar ég var alveg að springa úr sykurþörf var möndlusmjör (fæst t.d. í Bónus frá Himneskt, líka til frá Rapunzel í Nettó). Ég beinlínis át það beint úr krukkunni með skeið eins og ís og geri stundum enn. Og vitið hvað möndlusmjör er hitaeiningaríkt? En mér var nákvæmlega sama því ég vildi bara losna við sykurþörfina. Það er nefnilega þannig að slæmu púkarnir í þörmunum þrífast einmitt á sykri hvaðan svo sem hann kemur, “hollur” eða óhollur og til að taka til verður maður víst að gera þetta almennilega og ekkert rugl með það því miður. Svo allt í einu einn daginn þegar ég var að teygja mig inn í ísskápinn eftir möndlusmjörniu, kannski svona 3 vikum eftir að ég tók sykurinn burt, starði ég á krukkuna og setti hana aftur í ísskápinn. Mig langaði ekki í það lengur mér til svo stórkostlegrar undrunar að mig langaði að hringja í vin. Það hjálpaði líka að taka inn króm-töflur og lakkrísrót. Hver og einn er misjafn og mér finnst best að nota mest 1-2 ávexti í boostið mitt. Og ég er ekkert hætt að borða banana, ég borða bara minna af þeim en áður. Það hentar mér best að borða ávöxt á tóman maga, helst eina tegund í einu og þegar ávextir eru á salati sleppi ég þeim. Melónur ætti alltaf að borða sér og alls ekki með neinu öðru því þær fara svo svakalega hratt í gegnum meltinguna. Að borða ávexti á eftir steik finnst mér algjör steik einmitt út af því hversu miklu hraðar þeir fara gegnum meltinguna en annar matur. En svo kemur sumar og allt fer úr röð og reglu og þá fer maður í sama gamla farið en þó með allt öðru hugarfari og miklu meðvitaðri um hvað sé gott fyrir mann og hvernig manni líður eftir sykurát. En þá tekur maður sykurinn bara aftur út einhvern tíma og gerir það auðveldlega. Það sem kom mér í gegnum verstu kaflana þegar ég var alveg að springa úr sykurþörf var möndlusmjör. Ég beinlínis át það beint úr krukkunni með skeið eins og ís og geri stundum enn.
En svona venjulega til að sæta þá nota ég þetta sem er í listanum hér að neðan en alls ekki í þessari röð og það er líka eitt og annað sem mig langar að kynna mér betur í sætudeildinni og tileinka mér meira:
Þurrkaðir ávextir – það er mikill náttúrulegur sykur (frúktósi) í þurrkuðum ávöxtum eins og döðlum, fíkjum og rúsínum. Þurrkaðir ávextir fara frekar illa í mig. Eitthvað með lifrina og frúktósann sennilega. Þegar ég nota þá reyni ég að hafa þá lífræna en það tekst alls ekki alltaf.
Erythritol – 70% sætt og sykur þannig að gott er að nota steviu á móti. Inniheldur brot af kaloríum m.v. sykur. Finnst t.d. í perum, melónum og sveppum. Skaðar ekki tannheilsu, er nánast kaloríulaust og hefur ekki áhrif á insúlín né blóðsykur. Það eina neikvæða sem ég rakst á var að það gæti ollið minniháttar meltingartruflunum hjá sumum en s.s. telst hinn besti kostur til að sæta uppskriftir. Svona í alvöru þá hljómar þetta lýginni líkast og ég nota þetta mikið (11).
Agave sýróp – karamellubragð. Þarf mjög lítið því það er svo rosalega sætt á bragðið. Inniheldur mjög hátt hlufall ávaxtasykurs (frúktósa) og mallinn á mér fer í keng þegar ég borða það svo ég er hætt að nota það. Haldið er fram að agave sé verra en venjulegur sykur (12). En til að skipta út í uppskriftum er hlutfallið 1 dl sykur = 3/4 dl agave.
Stevía – steviudroparnir eru snilld en passa bara að nota mjög lítið því þeir eru svo rosalega sætir. Innihalda engar hitaeiningar (13).
Akasíu hunang – er hrein náttúruafurð en með frekar afgerandi bragð. Kaloríuríkt. Talið hafa læknandi áhrif en ákv. ensím eyðast ef það er hitað yfir 40gr. Hunang er gott út í te við særindum í hálsi (14). Hunang er oft kallað efnislegur kærleikur. Það finnst mér fallegt. Akasíu hunang er minna slæmt en sykur EN það þarf að nota sparlega og í hófi (15).
Sukrin – Sukrin er náttúrulegur staðgengill sykurs og er mest erythritol, alveg án kaloría og inniheldur engin kolvetni. Sukrin gold kemur í stað púðursykurs (16).
Rice Malt Syrup – bragðast eins og milt, gullið sýróp en er án frúktósa sem er snilld! Samt er sykurstuðullinn hár eða GI98. Langar voða mikið að kynna mér það betur. Hægt er að skipta út 1 dl af sykri í 1 1/4 dl rice malt syrop í uppskriftum (17). Hef ekki fundið á Íslandi því miður :O(
Kókospálmasykur – er með mjög lágan sykurstuðul (GI35). Er alltaf að auka hann í bakstri. Lífrænn, vegan og glútenlaus. Ebba Guðný notar hann mikið og ég treysti henni 100%.
Hrásykur – er óhreinsaður sykur.
Kókosmjöl – hagar sér líka pínu eins og sykur í líkamanum. Þannig að það þýðir ekkert að úða í sig endalaust af “hollum hrákökum” sem eru stútfullar af döðlum, kókosmjöli, agave og fleiru og hugsa: guð hvað ég er alltaf endalaust holl. Þ.e.a.s. ef þú ert eitthvað að spá í sykurinn.
Hlynsíróp (maple syrup) – mjög góður kostur og kannski einn sá besti því það er ekki svo hátt í frúktósa og glúkósa. Nota það mikið. Hér er góð grein um muninn á agave og hlynsírópi.
Bara svona í gamni ef þú þarft að taka út allan sykur í einhvern smá tíma og ert alveg að gugna á limminu þá eru hér nokkrar tegundir sem gera mat sætari án þess að nota sykur: kanill, vanilla, vanilla extract, kakó, smá salt, malaðar kardimommur, negull, múskat, carob og kókosmjöl sem er búið að þurrista, kæla og mala.