May 2015 archive

Hvítlauksbrauð

IMG_2712_2Deig: / 1 1/4 bolli möndlumjöl / 1 msk kókoshveiti / 1/4 tsk salt / 3 tsk vínsteinslyftiduft / 1/2 tsk hvítlauksduft / 3 eggjahvítur /  1 tsk kókospálmasykur / 1/4 bolli 38 gr heitt vatn / 1 tsk ger / 2 msk ólífuolía / 1/2 bolli mozarella ostur / (1/2 tsk xanthan eða guar gum (ég sleppi því)).

Topping: / 2 msk bráðið smjör / 1/4 tsk hvítlauksduft / 1/4 tsk salt / 1 bolli rifinn mozarella ostur / 1/2 tsk ítölsk kryddblanda.

  1. Hitið ofninn í ca. 200 gr.
  2. Setjið möndlumjöl, kókoshveiti, salt, lyftiduft, hvítlauksduft og xanthan gum (ef þið viljið nota það – heldur deiginu betur saman) í skál og hrærið vel saman.
  3. Þeytið eggjahvíturnar þar til ljósar og léttar.
  4. Setjið sykurinn og vatnið í aðra litla skál og hrærið vel saman þar til sykurinn leysist upp og bætið þá gerinu út í. Passið að vatnið sé ekki of heitt né of kalt.
  5. Bætið ólífuolíunni út í hveitiblönduna og hellið síðan vatnsblöndunni með gerinu hægt og rólega út í og hnoðið vel saman með sleif.
  6. Bætið eggjahvítunum rólega út í.
  7. Setjið síðan 1/2 bolla af rifinum mozarella osti út í deigið.
  8. Setjið deigið í form (23cm) eða bara beint á bökunarpappír og formið til í ferning.
  9. Bakið í ofnin í ca. 15 mín eða þar til deigið er gullið.
  10. Á meðan búið þið til smjörið sem fer ofan á með því að bræða smjörið í potti og krydda með salti og hvítlauksdufti.
  11. Takið brauðið úr ofninum þegar það er tilbúið og penslið smjörinu yfir. Passið að smyrja alveg út á kantana.
  12. Skellið svo mozarellaostinum ofan á og kryddið með ítölsku kryddblöndunni.
  13. Setjið aftur inn í ofn í ca. 3 mín. eða þar til osturinn er bráðinn.
  14. Látið standa í smá stund áður en þið skerið niður.

Um daginn langaði mig alveg óstjórnlega í hvítlauksbrauð með einhverju sem ég var að elda. Ég átti frosið, týpískt hvítlauksbrauð inni í frysti en mig langaði ekki alveg í svoleiðis þó svo ég borði alveg allt brauð og allskonar brauð svo ég ákvað að reyna að finna hollari kost. Sem betur fer átti ég allt sem þurfti til að búa þetta flotta brauð til. Þetta er ekki alveg týpískt loftkennt hvítlauksbrauð en það kom verulega á óvart og var borðað með bestu lyst. Lyktin var himnesk… smjör.. hvítlaukur… ostur…. mmmmmmmm……

 

Heimild: cutthewheat.com

 

Ljomandi-bordi4.

 

 

 

Sesam tamari kjötbollur

IMG_2681_2Fyrir 4

Kjötbollur: / 450 g nautahakk / 2 vorlaukar / 1 stórt egg / 1/4 bolli brauðteningar / 3 msk kóríanderlauf / 1 msk tamarisósa / 2 tsk ristuð sesamolía / 1 tsk ferskt rifið engifer / smá himalayan salt / smá svartur mulinn pipar.

  1. Hitið ofninn í 200-220 gr.
  2. Saxið laukinn gróft niður, pískið eggið létt, saxið kóríanderlaufin smátt og rífið engiferið niður.
  3. Setjið nautahakkið í stóra skál ásamt lauknum, egginu, brauðteningunum (bara rista brauð og skera smátt), kóríanderlaufunum, tamarisósunni, sesamolíunni, engiferinu, saltinu og piparnum og blandið öllu vel saman.
  4. Notið hendurnar til að búa til kjötbollur.
  5. Setjið bollurnar á bökunarpappír í ofnskúffu eða í eldfast mót og inn í ofn í ca. 15-20 mínútur eða þar til þær eru gullnar og að fullu eldaðar. Eldunartíminn fer auðvitað eftir því hversu stórar þið viljið hafa bollurnar en þessi uppskrift miðast við ca. 12 bollur.
  6. Gott að bera fram með fetaosti, sultuðum rauðlauk, sultu og hvítlauksbrauði.

Rauðrófu- og elpasalat: / 1 rauðrófa / 2 lífræn epli / safi úr hálfri lime eða sítrónu / 1-2 cm rifið engifer / smá sesamfræ / ólífuolía / salt.

  1. Rífið rauðrófuna og eplin niður.
  2. Ágætt er að láta rauðrófurnar liggja aðeins í sítrónusafanum áður en öllu er blandað saman því þá mýkjast þær smá.
  3. Síðan er hægt að bæta hverju sem er útí eins og sellerí, kóríander, zukkini eða bara hverju sem er.

Ég er í ótrúlega skemmtilegum matarklúbbi sem samanstendur af 16 hressum stelpum. Við höldum klúbb tvær og tvær saman og hver klúbbur eldar mat frá ákveðnu landi. Þegar klúbburinn er búinn að fara einn hring drögum við hverjar elda saman og hvert teymi dregur land. Það er alltaf svaka spenna. Ég og Gunna sæta fengum Noreg… roooosa spennandi! En við dóum nú alls ekki ráðalausar og skelltum í kjötbollur. Það er alltaf svo skandinavískt eitthvað. Gunna er svona heilsugúrú eins og ég og fannst ekkert að því að færa kjötbollurnar í aðeins hollari búning. Hún bjó svo til ótrúlega hollt og gott salat með úr rauðrófum og eplum sem kom rosalega vel út með kjötbollunum. Frábær matarklúbbur og ísinn hennar Ebbu sló í gegn í desert.

Heimild: http://www.yummly.com

 

Ljomandi-bordi4