Innihald: / 1 dós grísk jógúrt / 1 dós lífræn mangójógúrt / 1-2 tsk hunang / smá múslí / örlítið af söxuðu lakkríssúkkulaði / bláber eins mikið og þú vilt.
- Hrærið saman grísku jógúrtinni og mangójógúrtinni með skeið eða gaffli og setjið í botninn á nokkrum fallegum glösum eða skálum. Þessi uppskrift er fyrir ca. 5.
- Setjið smá hunang þar ofan á í hvert glas. Það er kannski alveg óþarfi að setja heila teskeið í hvert glas sérstaklega ef múslíið er sætt. Ég notaði akasíuhunang.
- Því næst veljið þið ykkar uppáhalds múslí (gott að hafa köggla) og setjið ofaná ásamt söxuðu lakkríssúkkulaðinu og bláberjunum.
- Geymið í kæli þar til borið fram.
Ég fékk þennan guðdómlega desert í matarboði hjá vinkonu minni og gat ekki hætt að hugsa um hann. Ég fékk því góðfúslegt leyfi hjá henni til að deila honum með ykkur. Frábær sem desert og örugglega ekki verri sem morgunmatur. En hann er kannski örlítið í sætari kantinum sem morgunmatur og þá mundi ég sleppa súkkulaðinu, nema það væru sjálf jólin
Og talandi um jólin að þá er örugglega alveg ótrúlega smart að nota jólalakkrísinn frá LAKRIDS by Johan Bulow en hann er gylltur. Ég ætla að prófa að saxa hann niður næst, sko þegar ég geri desert, ekki morgunmat