Jana

11031202_10153168814065844_1080720240_oHeil og sæl kæru vinir, ég heiti Kristjana en alltaf kölluð Jana. Ég bý í Lúxembourg ásamt eiginmanni mínum og stelpunum okkar þrem en hingað fluttum við fyrir rúmlega sjö árum. Ég starfa sem heilsukokkur á veitingastaðnum Happ sem opnaður var í mars árið 2011 en árinu áður byrjaði ég að vinna sem hráfæðiskokkur á heilsustað hér í Luxembourg. Ég hef rosalegan áhuga á mat, heilsu, næringarfræði, hreyfingu og öllu því sem því tengist. Fyrir tveimur árum útskrifaðis ég sem heilsumarkþjálfi frá IIN (Institute for Integrative Nutrition, New York) og hef síðan þá verið með kúnna í leiðsögn. Ég held reglulega matreiðslunámskeið bæði hráfæðis og matreiðslunámskeið þar sem aðal áherslan er á hollustu umfram allt. Ég vona að þér líki uppskriftin mín hér og ef þú átt leið til Luxembourgar þá endilega kíktu á Happ og ég tek vel á móti þér með gómsætum mat.

Sólþurrkað tómatpestó

IMG_2133_2Sólþurrkað tómatpestó: 1 bolli sólþurrkaðir tómatar (eða ein krukka sem er ca. 300 g) / smásítrónusafi og sítrónubörkur / 2 hvítlauksgeirar / lúka af ferskri basilíku / 1/2 rauður laukur / 1/2 bolli kaldpressuð ólífuolía / 1/2 bolli furuhnetur / smá himalayan salt / 1/3 bolli parmesan ostur.

  1. Setjið alllt í matvinnsluvélina eða blandara og mixið í smá stund en samt ekki þannig að það verði of þunnt, gott að hafa smá áferð.

 

Lime avókadó hrákaka

IMG_2020_2Botn:  / 80 g kókosmjöl / 100 g möndlur eða heslihnetur eða mix af báðu / 250 g döðlur / ögn cayennepipar / smá himalayan salt

  1. Allt sett í matvinnsluvél og mixað saman, sett í kökuform og inn í frysti á meðan þið gerið fyllinguna.

Fylling: / 2-3 avókadó / 3/4 bollar hlynsíróp / 1/4 bolli limesafi

  1. Allt set í blandara og hellt svo yfir botninn.
  2. Geymið í frysti í amk. klukkustund eða þar til kakan er frosin.
  3. Hægt að skreyta með kókosflögum, rifnu súkkulaði eða kíví.

Þessi kaka er mjög bragðgóð en það er betra að bera hana fram kalda og hún getur ekki staðið mjög lengi á borði.

 

Þorskhnakkar með sellerírótarmauki og fetasalati

10961790_10153157697720844_2056615964_nInnihald: / þorskhnakkar kryddaðir með sítrónupipar (hvert stykki ca. 150 gr).

Þessi uppskrift er fyrir ca. 4 og er reiknað með ca. 150-170 gr. af fiski á mann.

Sólþurrkað tómatpestó: 1 bolli sólþurrkaðir tómatar / sítrónusafi og sítrónubörkur / 2 hvítlauksgeirar / lúka fersk basilíka / 1/2 rauður laukur / 1/2 bolli kaldpressuð ólífuolía / 1/2 bolli furuhnetur / smá himalayan salt / 1/3 bolli parmesan ostur.

  1. Setjið alllt í matvinnsluvélina eða blandara og mixið í smá stund en samt ekki þannig að það verði of þunnt, gott að hafa smá áferð.
  2. Setjið maukið ofan á þorskhnakkana og inn í ofn í 16-18 mínútur við 180 gr (fer eftir þykkt stykkjanna).

Sellerírótarmauk: / 1/2 sellerírótarhöfuð / 2-4 msk smjör / smá himalayan salt / pipar / kanil.

  1. Sellerírótin er skorin í smá bita og soðin í potti með smá salti þar til mjúk.
  2. Þegar tilbúið þá takið upp úr pottinum og látið vatnið renna af.
  3. Hrærið 2-4 msk af smjöri eða ólífuolíu út í og kryddið með salti, pipar og kanil.
  4. Setjið í matvinnsluvél og maukið.
  5. Setjið maukið á disk og þorskhnakkann þar ofan á.

Rauðrófu- og fetasalat: / 400 gr rauðrófur / 1-2 avókadó / lime / vorlaukur / fetaostur

  1. Hreinsið rauðrófurnar, takið utan af þeim og skerið í litla, fallega bita.
  2. Kreistið smá limesafa yfir avókadóið svo það verði síður brúnt.
  3. Skerið vorlaukinn fallega niður og setjið fetaostinn yfir.

Dressing yfir salatið: / 6 msk kaldpressuð ólífuolía / 3 msk limesafi / 2 msk hlynsíróp / smá himalayansalt og pipar.

  1. Setjið allt í skál, blandið vel saman og hellið yfir rauðrófusalatið.

 

Leave a Reply