Botn: / 80 g kókosmjöl / 100 g möndlur eða heslihnetur eða mix af báðu / 250 g döðlur / ögn cayennepipar / smá himalayan salt
- Allt sett í matvinnsluvél og mixað saman, sett í kökuform og inn í frysti á meðan þið gerið fyllinguna.
Fylling: / 2-3 avókadó / 3/4 bollar hlynsíróp / 1/4 bolli limesafi
- Allt set í blandara og hellt svo yfir botninn.
- Geymið í frysti í amk. klukkustund eða þar til kakan er frosin.
- Hægt að skreyta með kókosflögum, rifnu súkkulaði eða kíví.
Þessi kaka er mjög bragðgóð en það er betra að bera hana fram kalda og hún getur ekki staðið mjög lengi á borði. Þessi kemur úr smiðjunni hennar Jönu vinkonu.